Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Qupperneq 12

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1968, Qupperneq 12
Rústir Þönglabakka í Þorgeirsfirði. ÞangaS var kírkjusókn frá Keflavík, bernsku- heimili Sigmundar, og var messuieiS um háfjall yfir hamrabrúnum. Ljósmyndir: Páll Jónsson. I. Byggðin er að dragast saman, auönirnair að vinna iand. Heilar sveitir fara í eyði, einkum á út- skögum, svo sem á Hornströndum og á skaganum milli Skjálfanda og Eyjafjarðar. Annars staðar ein- ötakar jarðir milli fjarða. Auðnin sækir fast á eyjarnar. Stórbýlin, VdSey og Engey, fóru í aujin fyr- ir bæjardyrum höfuðstaðarins, og flestár Bréiðafjarðareyjar, þár sem búsæld var af mörgum talin mest á íslandi. Grímsey liggur nyrzt ailra is- lenzkra byggða. Þaðan er lengst til manna að sækja um sollinn sæ. Þar er gróður enniþá kald- ranalegri en á útskögum. Þó heizt þar enn blómleg byggð. Vert er að kynnast þessarj afskekktustu byggð landsins, sem enn heidur velli. Lifnaðarhættir voru þar sér- stæðir. Ólafur digri hefur haft fréttir af eynni og vitað, svo sem Einar Þveræingur, að þar mátti fæða her manns af heimafeng. Senni- lega hefði íslandssaga orðið öil önnur og ævi þjóðveldisins forna meir en tveim öldum styttri, ef Noregskonungar hefði fengið að stofna til hersetu í Grímsey snemma á eileftu öld. H. - Lifnaðarhættir Grímseyinga héldust mjög með fornum hætti fram urn 1930. Tilviljun réði því, að ég hitti á þorranum tvo gamla Grímseyinga, sem þaðan fluttust 1929. Báðir fæddust þeir í Fjörð- um — þeim, sem nú eru í eyði komnir, en lifðu þroskaár sín í Grímsey. Þessir menn heita Sig- mundur Hjálmarsson og Eiríkur Friðbjarnarson. Við fylgjumst fyrst með ferli Sigmundar og frá- sögn hans, því að hann er eldiri maður. Síðan höfum við tal af Ei- ríki. Þáttur hans mun styttri verða, því að margt almennt verður þeg- ar að segja í hinu-m fyrra þætti. Sigmundur fæddist að Brekku í Hvalvatnsfirði 29. nóvember 1887. Foreldrar hans voru Hjálmar Jón- asson og Kristjana Guðlaugsdótt- ir. Ekki getur hann rakið föður- ætt sína. Kristjana, móðir hans, var bróðurdóttir Jónasar bónda á Látrum á. Ljjtraströnd. Jónas á Látrum, afaferóðir Sigmundar, þótti á sinni tíð einna stórbrotn- astur bændahöfðingi norðan lands. Guðmundur Hagalín hefur lýst iLá'traheimilinu ógleymanlega í „Virkum dögum“. Móðir þeirra. Látrabræðra, Jón- asar og Guðlaugs, var dóttir Jó- hannesar í Grenivík, en frá hon- um er talin Grenivíkurætt, sem hafði alla forystu á stórveldisdög- um Höfðhverfinga á 19. öld. Syst- ir Jóhannesar var Þuríður á Skútu stöðum, sem nú er kynsælust kona í héraðinu upp af Skjálfanda. Sig- mundur er því ærið frændmargur meðal Þingeyinga. Ætt þeii-ra Þuríðar og Jóbann- esar er auðrakin til skáldanna séra Stefáns í Vallanesi og Einars í Eydölum, en þeir frændur gátu rakið ætt sina til forneskju og frá þeim rekja allar stórættir lands- ins nú kyn sitt. Þetta er sagt þér til gamans, og sannast enn, að við erum allir frændur, ef vel er að gáð. Brekka var eitthvert rýrasta kot ið í Fjörðum, Foreldrar Sigmund- ar voru bláfátækir og flosnuðu upp og fóru í vinnumennsku, hvort í sínu lagi, vorið 1891. Hjálmar réðst að Hóli í Þorgeirs- «04 T I M I N N — SUNNUDAG8BI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.