Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 2
Kitur í skjdnum íslendingum veitist örðugt að skilja færeysku, þegar þeir heyra hana talaða, og valda því hljóð ýms, sem ekki eru til í íslenzku. Með lítilli æfingu og án alls, er nám fær heitið, get- ur aftur á móti hver meðal- greindur íslendingur lesið fær- eys'ka bók eða blaðagrein sér til fulls gagns. Þar þarf ekki ann að en ofurlitla stöðvun til þess að komast á sporið Um þetta get ég sjálfur dæmt án nokk- urs hiks, því að þar hef ég reynslu sjálfs mín. Öllu strembnara er Færey- ingi að lesa íslenzku, ef hann hefur engin kynni af málinu, og valda því m.a. mörg nýyrð í málinu. Þar kemur þó það á móti, að mjög margir Færey- ingar kunna ekki svo lítið hrafl í tungu okkar, og ófáir geta tal- að hana reiprennandi, þótt ekki hafi þeir numið hana á bókleg- an hátt né á skólabekk. Þar kemur til, að fjöldi Færeyinga hefur stundað hér vinnu um langan éða skamman tíma og engu færri átt mikil samskipti við íslendinga á þeim árum er meira var af færeyskum skút- um hér við land en verið hefur seinustu ár. Þetta geta menn gert sér ljóst ef þeir hugleiða, að ekki eru mörg ár síðan hér voru stund- um fimmtán hundruð Fær- eyingar samtímis á vertíðum. Þessu fylgir, að þúsundir Fær- eyinga hafa komizt svo niður í máli okkar, að íslenzkan hlýtilr að vera þeim næsta auðlesin, þrátt fyrir það sem á milli ber, ef þeir taka sér íslenzka bók í hönd með þeim ásetningi að komast fram úr því, sem þar er letrað. Bókamarkaðurinn íslenzki er þröngur sökum mannfæðar, og af því flýtur, að bókaupplög eru lítil, þrátt fyrir lestr- arhneigð þjóðarinnar, bókaút gáfa áhættusöm og smátt, sem höfundar bera að jafnaði úr býtum, nema þá örfáir menn. Kjör rithöfunda er svo reynt að bæta með styrkjum og hugn- unum ýmis konar. En sjaldn- ast er þetta neitt, sem um mun- ar að ráðið, margir utan garðs og fáir, sem lagðir eru við hægra brjóstið. Færeyingar eru fámennari en við, og þess vegna verður þeim enn þyngri róðurinn, bæði þeim, sem bækurnar skrifa og gefa þær út, er stundum er einn og sami maðurinn í rauninni gengur að kraftaverki næst, að þar skuli takast að koma út talsverðu af bókum, án þess að þeir, sem í slíkt ráðast, reisi sér hurðarás um öxl. Þegar þess er alls gætt, er hér hefur verið sagt, gegnir það furðu, og ætti þó fremur að kallast fáránlegt sinnuleysi, að ár eftir ár og áratug eftir áratug, sést aldrei ein einasta bók færeysk í íslenzkri bóka búð, hvorki í Reykjavík né neins staðar annars staðar. Þar bregður aldrei fyrir bók eftir Færeying, nema því aðeins, að hann skrifi á dönsku eins og William Heinesen gerir, og tíma rit með færeyskum stafkrók virðast þar brein bannvara, þótt allt mori þar í hvers konar tíma ritum á öðrum málum. Þetta getur þó ekki stafað af því, að ekki sé unnt að selja færeyska bók eða tímarit, jafnvel þótt einhver vildi fullyrða að íslend- ingar keyptu slíkt ekki, því að hér eru þó búsett allmargt Fær eyinga, og myndu þeir tæpast allir sneiða hjá lesmáli á móð- urmáli sínu, ef þeir gætu fengið það keypt. Eitthvað ann- að hlýtur að valda þessum firn- um. En þess er líka að geta, að Færeyingar eru svo sem ekk- ert að trana fram sínum bók- um hérlendis, því að dæmi eru þess, að færeysk bókabúð svar- ar ekki bréfum einstaklinga, sem panta bækur, hvað þá að hún afgreiði slíka pöntun. Úr Færeyjum er þessa sögu að segja: Ég hef ekki séð þar íslenzka bók í búð, og ekki hvarflar að mér, að þar hafi breyting á orðið síðan ég kom þar síðast. Hitt skal ég ekki dæma um, hvernig fyrirgreiðsl- an yrði hér, ef einhver Færey- ingur vildi láta senda sér ís- lenzka bók. Engri furðu yrði ég lostinn, þótt dráttur yrði á svari. Mér vitanlega hefur aldrei verið gerð staðföst tilraun til þess að breyta þessu, og þess vegna er alls óreynt hvernig akurinn kynni að erjast, ef rækt væri við hann lögð ekki snöggvast, heldur til lang- frama. Og hér er til nokkurs að vinna fyrir báða aðila, því að í Reykjavík einni er tvöfalt fleira fólk en á öllum Færeyj- um, og Þórshöfn er bær, sem skagar upp í Akureyri að mann- fjölda. Um þá hagsmuni er að tefla fyrir starfsgrein, sem er hverri þjóð engu síður lífsnauð- syn en það, er magann seður. að vert virðist að reyna að brjóta ísinn, sem yfir vötnin lykst. Tæpast er þó á færi ein staklinga að gera það í snöggu bragði, þótt þeir vildu reyna. Um þetta eiga íslenzkir og fær- eyskir útgefendur og bóksalar að _ sameinast og fara myndar- lega af stað með auglýsingaher- ferð samtímis í báðum löndum. En þó er allt ónýtt, ef ■ það er ekki líka haft hugfast, að hin- um fyrsta fjörkipp verður að fylgja eftir með reglubundnu starfi og vaka yfir því, að ætíð komi hingað hin beztu rit fær- eysk ný af nálinni og Færeying- ar fái jafngn í sínar búðir hinar girnilegri bækur íslendinga. Þegar fram í sækti yrði þetta svo sjálfsögð viðskiptavenja, báðum til hagnaðar. Ég vil bæta því við, að ekki ætti að láta hér staðar nurnið. Það ætti að koma á gagnkvæm- um skólaferðalögum barna og unglinga, og það ætti að koma á gagnkvæmum myndlistarsýn- ingum, því að Færeyringar eiga efnilega myndlistarmenn, ekki síður en við. J.H W2 IlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.