Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 13
liélt áfram að vinna eftir að börn- in fæddust, því að við vorum þá féþurfi, vorum að eignast íbúð. í oQckair augum álíka fyrirtæki og að kaupa kínverska.múrinn. Þegar fjórhagur hresstist, var ég orðin fréttastofunni svo vön, að ég ihef verið þar síðan“ „Færðu einhverja hjálp frá karl mönnunum þremur? , „Enginn þeirra er sérlega húsleg ur. Ég verð stundum að benda þeim á, að þetta sé ekki Hotei d'Angleterre". Synirnir annast mikið af matar- kaupunum, og þótt eiginmaðurinn kunni fátt til eldhúsverka nema þá helzt að hella upp á kaffi og lagi það að visu svo sterkt, að eng- inn getur drukkið það nema hann sjálfur, fylgist hann betur með ev rópskum menningarstraumum og frjálslyndi en flestir aðrir hérlend is. Það er ómetanlegt fyrir frétta- stjóra í Reykjavík að eiga slíkan betri helming. Veggir stofunnar eru þaktir myndum, frá Kjarval á umbúða- plasti til barnateikninga, senni lega eftir annan soninn, af „Maó að elta stelpu“ og allt þar á milli. Þarna er búrlyklakippa Margrétar frá Geirólfsstöðum, langömmu Mar grétar, sem séra Matthías orti um látna: Skalf Skriðdalur, því að skriða dundi lífköld lýðum sem á landnámstíð. Sagði fjall fjalli yfir Fljótsdalshérað, en Bjólfur benti Búlandstindi. og Örend er ei'kin Austfirðinga, sofnuð ein hin svásasta systra vorra". Fyrir miðjum vegg er brjóst- mynd eftir Sigurjón Ólafsson af Margréti Þorbjörgu, konu Thor Jensens. Hann var langafi strák- anna, sem nú koma inn, stoltir og ‘kurteisiræ Guðmundur Andri verður ell- efu ára á gamlárskvöld. Ég spurði: „Hvernig finnst þér að eiga mömmu, sem er svona mikið að heknan á daginn? „Mér er alveg sama. Ég er aldrei heima sjálfur“ Hann ætlar að verða fótboltamað- TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ ur, eða þá leikari, þegar hann verð- ur stór. Báðir strákarnir fara oft í leikhús. „Hvað er skemmtilegasta leik- rit, sem þú hefur séð i vetur? „Puntila, held ég. Yvonne er Mka fint“. Talið barst að kóngafólki, en Guðmundur Andri taldi af og frá, að hann vildi verða kóngur. „Ég mundi vorkenna svo barninu mínu“. Hann sagði sér væri skítsama, hvort það kæmi mynd af sér i blaðinu eða ekki. Örnólfur Óli er fjórtán ára. Hann hefur mikinn áhuga á fd- merkjasöfnun og ljósmyndun, er ennfremur tíður gestur á bókasafn inu og les allt, sem að kjafti kem ur. Af þjóðsögum helzt um Skott- ur og Móra. (Faðir hans segir okk- ur söguna af því, þegar Björn Gunn laugsson sá draug vera að væfl- ast í baðstofudyrunum Björn, sem kallaður var spekingurinn með barnshjartað, var einstaklega hátt- prúður, og þvi hagaði hann orð- um sínum við draugsa á þessa leið: „vilduð þér ekki færa yður i fremri göngin, Þorgarður minn“.) Örnólfur er haldinn útþrá og langar að verða hjálparstrákur á dönskum búgarði. „Mundirðu þora að fara einn?“ „Höh, það væri lítið.að þora, ef maður bara mætti“. Hann hefur sakir seinlætis for- eldra sinna hugleitt þann mögu- leika að gerast laumufarþegi, fela sig í lestinni á Gullfossi með matar skrínu. „Hvenær mundirðu gefa þig fram?“ „Þegar skipið væri komið svo langt, að það sneri örugglega ekki við með mig“. Hann heldur, að danskan muni ekki valda neinum erfiðleikum, að minnsta kosti verði hægt að gera sig skiljanlegan við kýrnar. Með það fer ég að byrja á hinu eiginlega viðtali við Margréti. „Hvernig finnst þér að vera orð- in fréttastjóri?" „Það sezt enginn í sæti Jóns Magnússonar, það er mér fullljóst —en ég mun reyna að starfa 1 samræmi við þær reglur, sem fréttastofunni eru settar og sam- vizka mín býður mér Það er fyrst og fremst áhugamál okkar, sem vinnum á fréttastofunni, að hlust- endur fái það, sem þeir eiga heimt ingu á: heiðarlegar fréttir. Það liggui i aéugum uppi, að einn fréttastjóri er lítils megnug- ur nema hann hafi sér til hjálpar j gott og duglegt starísfólk — og ; á fréttastofan þvi láni vissulega að j fagna. ; Þvi er ekki að léyna að frétta- reglur útvarpsins eru enn í meg , inatriðum eins og þær voru settar, þegar útvarpið var að byrja ■ og síðan hefui þjóðfélagið, og fréttaþjónusta um víða veröld, ger breytzt. Reglurnar voru lítillega endurskoðaðar 1945 en ég held • þær séu ekki lengur í samræmi við kröfur f.ímans „Hverju vildirðu nelzt breyta?" „Það vantar meðal annars frétta- skýringar og umræður um erlend málefni. Hlustandi, sem heyrir frétt um, að Búlibúli Búba sé orð- inn forseti með byltingu einhvers staðar í Afríku, eða að tiltekinn ráðherra hafi komið til Singapúr í morgun, er litlu nær. Ég get nefnt sem dæmi, að n.iá brezka út- varpinu eru sjálfar fréttirnar ör- stuttar, kannskj siö átfa mínútur. Örnólfur tók þessa mynd af föður sinum. Ekki ilia ge-t af fjórtón ára strák. Thor hefur myndina á nýju skáldsögunni sinnl: „Fljótt, fljóft, sagöi fuglinn". Sú b >k f jallar um nú- timamanneskjuna i Váska hennar og ýmsum vanda, T>> 973

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.