Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 10
HEiMIR PÁLSSON: Smásaga um rós Ég man ekki til þess það væri af nokkru sérstöku tilefni, að mér varð gengið út í garðshornið eitt júlíkvöld milli náttmála og mið- nættis. Líklega hefur erindið verið það eitt að líta eftir rósinni minni. Hún stóð þarna úti í horni garðs- ins: fagurrauð rós. Mér var þungt í skapi þetta kvöld sem oftar, en rósin virtist vera sérlega kát. Blóm eru mis- jafnlega skapi farin. Þessi rós var að jafnaði lundgóð, en þó gat brugðið svo við, að hún stæði hníp- in og þungbúin. Hún minnti mig á konu. Konur hafa aldrei minnt mig á blóm. Aftur á móti eru blóm oft ámun konum. Rósin mín var einkar glaðleg þetta júlíkvöld. Ég horfði um stund á hana, sagði svo: — Heldurðu virkilega, að gúð sé til? Rósin hallaði undir flatt, svo hún sæi betur framan í mig: — Það hlýtuú að vera. Sjáðu bara hvað himinninn er fallegur. Ég lagðist við hlið hennar og 'horfði upp í blámann. — Það er satt, sagði ég eftir stundarþögn. En hvers vegna eru þá mennirnir vondir? Rósin horfði undrandi á mig: — Ekki ert þú vondur. Hún sagði þetta ákveðin, en mér fannst örla á spurnartóni. — Jú, ég er vondur Máski verst- ur. — Ekki við mig. — Kannski ekki við þig. Við aðra. — Ekki hana. — Hverja? — Konuna, sem kom með þér út í garðinn. — Nei, ekki þá. Seinna drap ég hana. Rósin horfði agndofa á mig. Eft- ir drykklanga þögn sagði hún: — Hvers vegna? — Hún var mér ótrú. Ég sá, hvernig þyrnarnir á rós- tnni minni risu af réttlátri reiði, en hún hugsaði málið, lét svo þyrnana síga og sagði: — Það var sama, þú máttir ekki drepa hana. — Hún sveik mig. — Alveg sama. — Hún lagðist með öðrum. — Sama. — Hann var kváentur. — Af hverju drapstu hann þá ekki? Drepurðu ungamóðurina, ef hrafninn rænir hreiður hennar? Ég þagði um hríð. Himinninn var svo blár og kvöldsólin svo rauð, að landslagið var horfið. Eins og upp- hafið. — Það var hún, sem sveik mig. — Hvers vegna? — Veit það ekki. Máski hefur hún elskað hann, en ekki mig. — Þá hefurðu ekki drepið hana. Þeir sem elska, deyja aldrei. — Ertu viss um það? — Alveg. — Hvernig veiztu það? — Ég bara veit það. Alltaf minnti hún mig meira og meira á konu. — Einhver hlýtur að hafa sagt þér það. 970 T f M 1 N N — SUNNUDAGSffiLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.