Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 7
helzfcu sögurnar. Bréf, sem Willi- am Morris skrifaði kunningja sín- um, bera vott um aðdáun hans á Njálu og Eglu, og eitt helzta skáld- verk hans er saga Guðrúnar úr Laxdælu (The Lovers of Gudrun), sem hann gaf út 1869. Það taldi hann þá „það bezta, sem ég hef nokkurn tíma gert“. Ennþá meira og milcilvægara er þó kvæði hans um Sigurð Fáfnisbana, Sigurð the Volsung, sem hann gaf út 1876 Vinir Williams skildu að nokkru leyti ást hans á sögunum, en þeir urðu undrandi, þegar hann fór tvær ferðir, 1871 og 1873, til ís- lands og ferðaðist víða um landið til að kynnast sögustöðunum. Það var ekki lítið ferðalag á öldinni sem leið, sérstaklega fyrir óvanan hestamann, en William Morris á- leit það eins konar pílagrímsför, þar eð ísland var orðið honum heilagt land. Loks verður maður að spyrja, hvernig á að dæma þetta mikla verk hans. En fullkomið svar er erfitt að gefa. William Morris hef- ur aldrei verið talinn stórskáld, en skáldverk hans voru áður mjög vinsæl og birtust í mörgum útgáf- um. Nú á dögum eru kvæði eins og hans, sem reyndar eru skáld- sögur eða öllu hekiur ævintýri í bundnu máli, alveg úr sögunni. Síl samt vékuf Skálds&apíií þíiM nokkra athygli hjá gagnrýnendum. Enda þótt William Morris fyndist sál sín eiga heima á íslandi og Ei- ríkur Magnússon teldi hann skilja hugsunarhátt sögumanna eins og ‘hann væri sjálfur íslendingur, verð ur maður að játa, að einmitt þeim gagnrýnendum, sem kunnugir eru fornsögunum, fellur skáldskapur Ihans sízt í geð. Þessi maður, sem var svo fjölhæfur og iðinn, ein- beittur og raunsær, hvað daglegt líf snerti, var hinn mesti draum- hugi sem skáld. Hann orti ekki um heim raunveruleikans, heldur um einhvern draumaheim, sem minn- ir á undraland ævintýra, róman- tískt og óraunsætt, en samt aðlað- andi. Fegurð, kjarkur og gáfur íbúa þess heims hafa náð fullkomn un — þeir ganga hátíðlega og ró- •lega í litskrúðugum klæðum, og hvað sem fyrir þá kemur trúir enginn á þjáningar og tilfinningar þeirra, heldur en þær væru vand- áðar myndir ofnar í veggteppi. Þetta gerir ekkert til, þegar Villi- am Morris er að skrifa hrein og bein ævintýri, en þegar hann ætl- 1 Þegar William Morris andaðist, minntist Jón Stefánsson haus með svofelldum orðum: „ísland hefur misst þann mann, sem hélt nafni íslands hærra á loft en nokkur annar útlendingur. Það er óhætt að segja, að William Morris unni íslenzkri tungu, sögu og þjóðerni heitar en nokkur útlend- ingur, að Konráð Maurer fráskildum. Hann var eitt af höfuðskáldum Englands á síðari hluta nítjándu aldar, og verður þaö skarð seint fyllt, sem orðið hefur í flokk íslandsvina, þar sem hann missti við .... Morris var líkur íslenzkum bónda ásýndum, þrekinn maður og rekinn saman, rauðbirkinn á hár og skegg, bláeygur og fasteygur. í klæðaburði var hann mjög tilhaldslaus. Ilann var auðugur maður og lét eftir sig um milljón króna .... Hann var mjög góðgerðar- samur maður og ör á fé við fátæka. Þeim, sem þekktu hann bezt, þótti mest til hans koma, en sumum úti í frá þótti hann vera nokkuð hrossabrestslegur, enda var hann óhlífinn í orðum, við hvern sem var að skipta, og fór ekki í launkofa með neitt, sem honum mislíkaði". ar að segja frá raunsæjum harm- leik eins og saga GuSrúnar er í Laxdælu, tekst honum alltaf illa. Á móti vilja hans sýnist okkur Guðrún eiga heima í sama drauma landi og prinsessurnar og riddar- arnir, sem hann orti um annars, og af því að við trúum ekki á Guð- rúnu sem mennska konu, hamast hann við að endurtaka aftur og aft ur, að hún sé lifandi, með því að sýna okkur nákvæmlega allar til- finningar hennar, sem höfundur Laxdælu þagði yfir. William Morr- is skildi og dáði áhrifamikla þag- ffiælséu fornsagnanna, þar jem sorgin eða öfundin kemur í ljós í fáum orðum, en hann gat ómögu- lega líkt eftir henni. Samt sem áð- ur er margt ágætt og fagurt í 'kvæðum hans, og mörgum geðjast vel að þeim sem fyrsta flokks ævintýrum eða rómantískum harm sögum. En þeim, sem kunna bezt að meta Laxdælu og ölsunga sögu, finnast kvæði Williams Morr is langdregin og persónurnar móð- ursjúkar. Um þýðingar hans eru líka skipt ar skoðanir. Þær eru mjög vand- aðar, nákvæmar og fróðlegar, en samt halda margir norrænufræð- ingar, að þær gefi ranga hugmynd um sögurnar, af því að málið, sem hann notaði í þýðingunum, er fornt og skáldlegt, og stundum erf itt að skilja það, þar sem mál sagn anna er oftast einfalt, næstum þvi hversdagslegt, og lifandi. En Willi- am Morris vildi ekki viðurkenna, að neitt gæti verið hversdagslegt, hvað sögurnar snerti. Hann dýrk- aði frelsi og kjark, „helztu dyggð- ina mannkyns", eins og hann komst að orði, og hann fann sömu dýrkun í fornsögunum. Þess vegna áleit hann ísland á landnámstíð- inni vera fyrirmynd þess heims, sem hann dreymdi stöðugt um og langaði til að skapa í framtíðinni, og þessi fyrirmyndarheimur varð honum næstum því heilagur. Hann bar beztu sögurnar saman við sjálfa Biblíuna og taldi stíl þeirra „sem hátíðlegastan". Þess vegna áttu þýðingar hans líka að vera hátíðlegar, og til þess þótti hon- um nauðsynlegt að nota bara þau orð á ensku, sem eru komin úr engil-saxnesku. Önnur orð, sem éru rómönsk sS uppruna. fyrlrleií hann og taldi þau heyra tií við-.1 skiptamálum og lögfræði. Engil- saxnesku orðin höfðu líka þann ‘kost að vera oftast mjög lík ís- lenzkum orðum, og hann vildi láta. þýðingamar líkjast sem mest frumritunum. En því miður eru sum þeirra orða svo forn, að þau eru með öllu óskiljanleg flestum lesendum. (Þess má geta, að hann hikaði ekki við að búa til orð eft- ir íslenzkum dæmum, ef hann fann þau ekki á fornensku). Stund- um þarf lesandinn sjálfur að vera norrænufræðingur til þess að skilja málið — en þá er honum auðvitað ónauðsynlegt að lesa þýð- ingar. Hægt er víst að venjast þessu sérkennilega máli og einnig að hafa gaman af því, en fyrir þann, sem þekkir norrænu sög-. urnar bara í þýðingum Williams Morris, hljóta þær að eiga sér stað í draumaheiminum, huldar móðu forneskju og fjarlægðar. Og það mynd: sennilega ekki vera skáld- inu á gióti skapi, aem sjálft fann á íslandi , eiiifu dýrðina drauma“. 967 TfNINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.