Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 19
undi með þekkingu á efninu. 244 bls. 75 kr. heft. Útgef.: Ugluútgáfan. DOUGLAS, SHANE: Eldur ástarinn ar. Læknaskáldsaga um líf og starf lækna og hjúkrunarkvenna, ástir þeirra og dularfulla rás örlaganna. Hrífandi ástarsaga. Ki’istín Eiríksdótt ir þýddi. 138 bls. 260 kr. Útgef.: Hörpuútgáfan. DEFOE, DANIEL: Róbínson Krúsó. Heimsfræg saga, sem aldrei hefur áð- ur birzt á íslenzku nema í stuttum útdrætti. Fjórtánda bók í flokknum „Sígildar sögur Iðunnar". Sigurður Gunnarsson þýddi. 157 bls. 210 kr. Útgef.: Iðunn. EBERHART, MIGNON G.: Leyndar dómur sjúkrahússins. Sögusviðið er sjúkrahús, þar sem voveiflegir at- burðir gerast og er óráðin allt til síðustu blaðsíðu 208 bls. 330 kr. Út gef.: Stafafell. EDEN, DOROTHY: Leyndardómur hallarinnar. Dularfull og spennandi saga um bitur örlög, þó að upp birti um siðir. Hjörtur Halldórsson þýddi. 148 bls. 275 kr. Útgef.: Stafafell. FISHER, MARIE LOUISE: Barna- læknirinn. Höfundurinn nýtur mik- illa vinsælda fyrir sögur sínar. Heill andi ástarsaga. Eiríkur Eiríksson þýddi. 247 bls. 75 kr. heft. Útgef.: Ugluútgáfan. FLEMING, IAN: Demantar eyðast aldrei. Bækurnar um njósnarann og kvennagullið James Bond þarf ekki að kynna. Skúli Jensson þýddi. 144 bls. 160 kr. Útgef.: Hildur. FLEMMING IAN: Náttfarinn. Jam- es Bondbók í sérflokki, eins og all- ar James Bondbækur. Skúli Jensson þýddi. 230 bls. 160 kr. Útgef.: Hildur GALSWORTHY, JOHN: Saga For- sytanna I. Fyrsta bindi hins fræga skáldvei'ks um Forsyteættina í ís- lenzkri þýðingu. Kv:kmynd, gerð eft- ir þessu skáldriti, er sýnd í fslenzka sjónvarpinu nú í vetur. 300 bls. 350 kr. Útgef.: Bókaútgáfa Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins. Magnús Magnússon þýddi. GORDON, DONALD: Gullna ostr- an. Fjallar um leit að fjársjóði Rommels og byggð á reynslu höf- undar, en óvæntir atburðir breyta gangi mála. Sagan verður kvikmynd- uð bráðlega. Ásmundur Einarsson þýddi. 200 bls. 310 kr. Útgef.: Prent- smiðja Jóns Helgasonar h.f. GRALINE, BRUCE: Svai-tstakkur og skartgriparánið. Svartstakkur er kunnur íslenzkum lesendum úr sög- um í skemmtiritum. Þetta er fyrsta bókin, sem kemur um hann á ís- lenzku. Baldur Hólmgeirsson þýddi. 176 bls. 275 kr. Útgef-: Skjaldborg sf. GREIG .MAYSIE: Þrettándi koss- inn. Hugnæm ástarsaga, sem gerist í London á stríðsárunum. 176 bls. 270 kr. Útgef.: Hildur. HALLIDAY, MICHAEL: Köttur og mús. Hörkuspennandi sakamálasaga. Fyrsta bókin í Vasasöguflokknum. Anna J. Kristjánsdóttir þýddi. 160 bls. 88 kr. Útgef.: Söguútgáfan. HAMSUN, KNUT: Pan. Ein af dýr- ustu perlum heimsbókmenntanna í snilldarlegri þýðingu Jóns Sigurðs- sonar frá Kaldaðarnesi- 230 bls. 270 kr. íb. 200 kr. heft. Útgef.: Mál og menning. HAZZEL, SVEN: Dauðinn á skriðbeltum. Sagan er frá þýzk-rúss- neska stríðinu, mikil hörkubók. 228 bls. 320 kr. Útgef.: Ægisútgáfan. HJELMARS, GUNNILLA: Táninga- ástir. Falleg ástarsaga eftir vinsælan, sænskan höfund. Þorlákur Jónsson þýddi. 176 bls. 75 kr. Útgef.: Uglu- útgáfan. HOLT, VICTORIA: Frúin á MeUyn. Leyndardómur hallarinnar og íbúa hennar var Mörthy knýjandi úrlausn- arefni, en í leit sinni dróst hún sí- fellt nær hættunni, sem ógnaði sak- lausu lífi hennar- Skúli Jensson þýddi. 208 bls. 270 kr. Útgef.: Hildur. HOWARD, HARY: Stjörnubraut in. Spennandi ástarsaga. Anna J. Kristjánsdóttir þýddi. 192 bls- 275 kr. Útgef.: Grágás. INNES, HAMMOND: Silfurskipið svarar ekki. Æsispennandi saga, rit- uð af þeirri meistaralegu tækni og óbrigðulu frásagnarsnilld, sem aflað hefur höf. heimsfrægðar og metsölu meðal metsölubókanna. Magnús Torfi Ólafsson þýddi. 207 bls. 325 kr Út- gef.: Iðunn. JOIINSTON, RONALD: Laumufar- þeginn. Spennandi og óvenjuleg saga um njósnir og gagnnjósnir stórveld- anna. Óli Hermannsson þýddi. 192 bls. 340 kr. Útgef.: Grágás. KIPLING, RUDYARD: Ævintýri. Höfundur er heimsfrægur. Sögu hans, ^Sjómannalíf, í þýðingu Þorsteins Gíslasonar, þekkja allir fslendingar. Halldór Stefánsson þýddi. 62 bls. 140 kr. Útgef.: Leiftur h.f. LAFFEATY, CHRISTINA: Ronda. Önnur bók £ ástarsöguflokknum. Saga mikilla átaka og hraðrar atburðarás- ar allt til söguloka. Baldur Hólm- geirsson þýddi. 112 bls. 88 kr. Út- gef.: Söguútgáfan. LARSSEN, PETRA FLAGESTED: Ragnhildiéir. Fjallar um siðgæðis- vandamál ungra hjóna. Barátta milli holdsins og andans etc. Benedikt Arnkelsson þýddi. 200 bls. 250 kr. : Útgef.: Ægisútgáfan. LEASOR, JAMES: Læknir í leyni- þjónustu. Frábærlega vel skrifuð og spennandi njósnasaga, fyrsta sagan í bókaflokki um lækninn Jason Love. Hersteinn Pálsson þýddi 192 bls. 320 kr. Útgef.: Skuggsjá. LECARRÉ, JOHN: Launráð um lág- nætti. Sakamálasaga. Höf. er heims- kunnur fyrir sögur sínar, „Njósnar- inn, sem kom inn úr kuldanum" og „Njósnari í þokunni". Hersteinn Pálsson þýddi. 176 bls. 300 kr. Útgef.: Vörðufell. MACLEAN ALISTAIR: Arnarborg- in. Hinn víðfrægi höfundur hefur aldrei skrifað jafnspennandi bók og þessa, nema ef vera kynni „R^’ssurn- ar í Navarone“ — og þá er viswÉHH mikið sagt. Andrés Kristjánssoii þýddi. 216 bls. 325 kr. Útgef.: Iðunn. MARSHALL, ROSAMOND: Jó- hanna. Saga ungrar stúlku, sem berst við fátækt og fordóma, en lætur ekki bugast. 172 bls. 270 kr. Útgef.: Hild- ur. MASON, RICHARD: Suzie Wong. Sagan gerist í Hong Kong, þar sem austræn og vestræn menning mæt- ast. Iðandi mannlíf af öllum litar- háttum í sérkennilega litríku um- hverfi. Ragnheiður Árnadóttir þýddi. 356 bls. 400 kr. Útgef.: Stafafell. MITCHEL, KERRY: Læknir, Iíf er í veði. Gerist á sjúkrahúsi, þar sem mannleg örlög birtast í skýrustu and- stæðum sínuni. Kristín Einarsdóttir þýddi. 164 bls. 275 kr Útgef.: Snæ- fell. MOLL, ELICK: Eldflugan dansar. Guðjón Guðjónsson, skólastjóri, las þessa sögu í útvarpið í eigin þýð-, ingu, og síðan hefur verið látlaus eftirspurn eftir henni. 136 bls. 185 kr. Útg-ef.: Leiftur h.f. NICK CARTER SAGA: Njósna- kvendið. Söguhetjan kemst í kynni við harðsnúinn andstæðing, sem er þokkadís — þjálfuð í ástum og njósn- um. Einar Guðnason þýddi. 233 bls. 75 kr. heft. Útgef,: Ugluútgáfan. NICK CARTER SAGA: Hanoi. Nick Carter er staddur í Norður- Víetnam og lendir þar í mörgum ævintýrum — líka þeim, sem kennd eru við ástina. Einar Guðnasoa þýddi 240 bls. 75 kr. heft Útgefc: Uglu- útgifan. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLMI 979

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.