Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Síða 8
Saga íslendinga hefur verið saga
uin samskipti manna og dýra
Maður og hestur, hundur og sauð-
kind hafa lengst af átt samleið í
Iþessu landi. Til skamms táma var
'það fágæt undantekning, að menn
vaeru einir á ferðum sínum. Mað-
ur, sem ferðast ríðandi, er ekki
einn á ferð. Maður, sem hefur
hund til fylgdar, er heldur ekki
einn, hversu fjarri sem hann kann
að vera mannabústöðum. En mað-
ur, sem skröftir fjallveg í bíl sín-
um, er aftur á móti einn — aleinn.
Samfélag manna og dýra hefur
verið mörgum manni hugstætt,
bæði fyrr og síðar, og margt gott
hefur verið um það skrifað. Sá
búandmaður, sem ekki þekkir það,
ur hafa lengst af hjarðmenn ver-
ið) hefur fellt hest sinn, er eins
og helftin af Mfi hans sjálfs sé
runnin út í sandinn. Honum er
innanbrjósts „. . .eins og að aldrei
framar “ jafnvel þótt hann viti,
að annars staðar eru aðrir hestar
og aðrir menn á ferð. Og þó. Hann
á enga tryggingu fyrir því, að svo
sé, því síður, að svo muni alltaf
verða:
þvilíkt sem aldrei oftar
eld undir hófum kveiki
gamalla fjallvega grjót. ..
Þetta er engin ótímabær bölsýni.
Það er margur fjallvegurinn á ís-
landi, sem áður var fjölfarinn, en
+ HVÍTUR HESTUR
ISS þSÍr Gx'íih'Jr Thomsen, Þor-
gils gjallandi og Páll Ólafsson hafa
skrifað um skepnur, er fjanda-
kornið ekki á vetur setjandi í and-
legum efnum. En ekkert stendur
í stað, og allir hlutir eru í hættu
fyrir sínagandi tönn tímans. Skepn
ur skipa ekki nú þann sess, sem
þær áður gerðu. Bíll er fljótari í
förum en hestur, og bíll • veitir
iskjól í regni og roki, sem hestur
gerir ekki. BílMnn er víst að verða
Ýarfasti þjónninn, „lífsförunautur
inn“, sem kémur í staðinn fyrir
hestinn. Hestinum nægir að vera
ígripasport við hátíðleg tækifæri.
Þó er enn ort um hesta á ís-
landi. En nú er kominn nýr tónn
í hörpuna — eins og ómur frá
sjálfum dómsins lúðri: Aldrei
framar.
í Landsvísum Guðmundar Böðv
arssonar, sem út komu árið 1963,
er kvæði það, sem birt er hér í
þættinum 1 dag. Þetta Ijóð er ein-
hver dýrlegasti óður, sem ortur
hefur verið á íslenzku um hest og
mann, og er þá ekki Mtið sagt.
Þegar hirðinginn (íslen'slrir bænd
er nú aldrei troðinn af hestahóf-
um.
Það væri hægt að skrifa mikið
um þetta kvæði. Mál þess og stíl,
kMðmýkt þess og seiðandi kyngi.
Þó liggur við, að manni þyki sá
kosturinn skástur að segja ekki
eitt orð, en lofa kvæðinu sjálfu að
tala sínu máH og Mfa sínu Mfi í
huga lesandans. En við þá sveita-
menn, sem kunna að lesa þenna
þátt, vil ég aðeins segja þetta:
Lesið þetta kvæði, þangað til áð
þið kunnið það. Látið það fylgja
ykkur til gegninga í vetur. Hafið
það yfir, þegar þið gangið að lamb-
fé í vor. Þá mun ykkur skiljast bet
ur en ella hvílík hamingja það er,
að geta enn dvaMzt með hesti sín-
um í vorgrænni náttúrunni. Og þá
mun ykkur varla henda sú ávirð-
ing — ein sú stærsta synd, sem
sveitamaður getur drýgt, er að
fara í smalamennsku á jeppabíl
eða dráttarvél.
Þegar hirðinginn fellir sinn
hest
þá er hugur hans reikull og
kvíðinn,
þvílíkt sem áttviMtum ógni
öræfaskuggar um kvöld,
þvílíkt sem sorglegan söng
syngi vindar á hausti
út yfir hjarðlausa afrétt
eftir seinustu leit.
Þegar hirðinginn felMr sinn
hest
þá er hjarta hans söknuði
fyiit,
eins og að aldrei framar
bMkandi föx
beri við loft,
eins og að aldrei framar
einstakt kaMandi hnegg
víðlendur veki af svefni
vorbjarta nótt.
Þungt verður honum í huga
sem horfir í fáksaugun brostin,
þvílíkt sem aldrei oftar
eld undir hófum kveiki
gamalla fjallvega grjót,
eins og að aldrei framar
’utsýn i kyrroinni gefist '
ofan af öldunnar hrygg
yfir sauðlöndin góð.
Takið minn söðul og beizM
og berið á eld,
berið einnig á logann
erfðagrip minnar ættar,
áklæði slitið og fornt,
— hvað skal þeim söðull og
beizM
sem aldrei oftar
unghest úr stóðinu kýs,
né borinn af fótléttum fáki
í fjalldrapans ilmsæla ríki
mælir sér mót við sól
að morgni smölunardags.
□
968
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ