Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 3
tókTf. Steinsugan er skrítinn fiskur; sem hrygnir í ósöltu vatni. Sumir kynþættir hafast ævilangt viS í ám og vötnum, en aSrir ganga í sjó. Sæsteinsugan liflr nokkurt skeið ævi sinnar í Norður-Atlantshafi og W=ngrar stundum hingað norður til okkar. Þeim, sem sér steinsugu, dettur líklega fyrst í hug áll. Ungviðið llkist líka álseiðum. Hrognin klekjast út niður- grafin á árbotni, og þar geta seiðin lifað í dálitilli gróp í allt að þvi fimm ár. Vatnið siast inn um annan endann, er fer út um hinn. Loks tekur lirfan eða seiðið á sig mynd fullvaxins fisks með sogskífu framan á hausnum. Á henni er fjöldi tanna, og með þeim getur steinsugan sargað sundur roð fiska, er hún festir sig við. I vötnunum miklu á landamærum Kanada og Bandaríkjanna er steinsug an mesti meinvættur. Þar leggst hún á lax. Fyrir tíu árum veiddust f þess um vötnum fjögur þúsund lestir af iaxi, en nú aðeins tíu lestir. I Eystrasalti er það einkum síldin, sem steinsugan leggst á. Oft fá fiskimenn síld, sem steinsuga hang- ir á, í veiðarfæri sín. En ekki verð- ur sagt, að hún vaidi tjóni á þeím slóðum, því að hún er heldur fátíð. :t? t ftmt T»Tt?mTiim:T:mitiitmmiH?tinimiiuiimTttinfi Steinsugur, sem í vötnum lifa, sjúga sig fastar við steina og liggja þannig vetrarlangt. Þegar vorar, sleppa þær loks takinu. Þá er að því komið, að þær sinni þvi kalli náttúrunnar að viðhalda kyni sinu. Hangurinn byrjar á þvi að bera smásteina i dyngju, þar sem standa skal vagga ungviðisins. Hann er mikilvirkur við þetta, og eftir nokkrar klukkustundir hefur hann lokið þessu verki sínu. Hrygnan laðast að þessu nývirki, og þá slöngvar hængurinn sér utan um hana og kreistir úr henni hrognin, sem hann frjóvgar síðan yfir dyngjunni. Þegar hrygningu er lokið, biður dauðinn bæði hængs og hrygnu. T t IH I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 963

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.