Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 15
Verðið á bókunum er án söluskatts. Bókaskrá 1968 Ljóðabækur DANTE ALIGHIERI: Tólf kviður úr Diviua Commedia í þýðingu Guð- mundar Böðvarssonar. Þýðing Guð- mundar Böðvarssonar á tólf kviðum úr „gleðileiknum guðdómlega" er bókmenntaviðburður. Bókina prýða myndir eftir Botticelli. 150 bls. 370 kr. Útgef.: Bókaútgáfa Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins. Eddukvæði í útgáfu Ólafs Briem cnag. art. Þessi útgáfa Eddukvæða er við það miðuð, að gera kvæðin sem aðgengilegust iesendum Stafsetning er færð í nútímahorf og skýringar torskilinna orða eru á sömu síðu og meginmálið. Eru Eddukvæðin, gim- steinar íslenzkra bókmennta, nú í fyrsta sinn þannig búin í hendur les- enda, að allir- geta haft not af lestri þeirra. 574 bls. 730 kr ib. 495 kr. hert. Útgef.: Skálholt. EGGERT ÓLAFSSON: Búnaðar- bálkur. Ljósprentun á eiginhandriti Eggerts Ólafssonar. Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um útgáfuna óg ritar for- mála. Upplag aðeins 300 eintök. 50 bls. 250 kr heft Útgeí.: Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. EINAR ÓL. SVEINSSON: Ný ljóða- bók. Útgef.: Helgafell. FRIÐRIK FRIÐRIKSSON: Sálmar — kvæði — söngvar. Fyrsta heildar- útgáfa á ljóðum séra Friðriks. í bók- inni eru öli kunnustu æskulýðsljóð hans, og margt ijóða, sem hvergi hef- ur birzt áður. Séra Sigurjón Guð- Efni: 1. Ljóðabækur 2. íslenzkar skáldsögur. 3. Ritsöfn 4. Listir og bókmenntir. 5. íslenzkar fornbókmenntir. 6. Ævisögur — endurminningar. 7. Þjóðlegur fróðleikur, 8. Sagnfræði — náttúrufræði. — landafræði — félagsfræði. 9. Tækni og vísindi. 10. Þýddar skáldsögur. 11. Sannar frásagnir. 12. Dulræn reynsla. 13. Aðrar bækicr. 14. Unglingabaíóötr. 15. Barnabækuó ' ■i—.-,,.1 [X\’ ■ ■■■■-- björnsson ritar formála. 256 bls., 350 kr. Útgef.: K.F.U.M., Rvík HALLDÓRA B BJÖRNSSON: Við sanda. Síðustu ljóð hinnar merku skáldkonu. 85 bls. 190 kr. heft. Út- gef.: Helgafell. HANNES PÉTURSSON: Innlönd. Höfuðskáld yngri kynslóðarinnar. 76 bls. 325 kr. ib., 250 kr heft. Útgef.: Helgafell. JÓHANNES ÚR KÖTLUM: Sjö- dægra. Ný útgáfa einnar frægustu ljóðabókar höfundar. 162 bls. Útgef.: Mál og menning. JÓN BENEDIKTSSON: Bundið mál. Höf. er kunnur fyrir sönglög sín og Ijóð. Áður hefur komið út eft- ir hann ljóðabókin „Sólbros" 128 bls. 230 kr. Útgef.: Skjaldborg sf. JÓNAS E. SVAFÁR: Klettabelti fjallkonunnar. „Eina sanna atóm- skáldið". 98 bls. 320 kr. heft. Útgef.: Helgafell. SIGURðUR JÚL. JÓHANNESSON: Úrvalsljóð. Richard Beck valdi ljóð- in og ritar formála. Þetta er fjórða bókin í þessum flokki. 87 bls. 149 kr. Útgef.: Æskan. SNÆBJÖRN JÓNSSON: Orð af yztu nöf. Höf. er þjóðkunnur mað- ur fyrir ritstörf, bæði í bundnu og óbundnu máli. 96 bls. Útgef.: Skarð h.f. SVEINN VÍKINGUR: * Fimmtíu vísnagátur. Nýjar gátur í bundnu máli, svipaðar þeim, sem útvarps- hlustendum eru kunnar úr erindum hans um daginn og veginn. 60 bls. 90 kr. Útgef.: Kvöldvökuútgáfan h.f. VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR: Dvergliljur. Skáldskapur um einfald- leika og hið eilífa í hversdagsleikan- um. 42 bls. 165 kr. heft. Útgef.: Helgafell. fslenzkar skáidsögur AXEL THORSTEINSONt Ævin- týri íslendings og aðrar sögur. „Þætt irnir Rósa, Móðurhjarta og Heim, er haustar, bera sálrænum skilningi og tjáningarleikni (höf.) vitni“. — J.Ó. P. í íslendingi, Akureyri. 176 bls. 240 kr. Útgef.: Rökkur. BJARNI ÚR FIRÐI: Stúdentinn í Hvammi: Heimilin þrjú, 2. bindi. Síðari hluti skáldsögunnar Stúdent- inn í Hvammi, fyrri hluti hennar kom út í fyrra og var vel tekið af lesendum. 156 bls. 299 kr. Útgef.: Fróði hi. BJARTMAR GUÐMUNDSSON: í orlofi. Smásögur. 275 kr Útgef.: Höf. EINAR MARKAN: Saga, ljóð og óperutexti. Sagan heitir Einkennileg- ur maður, en Ijóðin yrkir höf. á ís- lenzku, dönsku og norsku. 70 bls. 150 kr. Útgef.: Leiftur h.f. GÍSLI JÓNSSON: Eins og þú sáir. 226 bls. 425 kr. Útgef.: Setberg. GUÐMUNDUR FRÍMANN: Stúlk- an úr Svartaskógi. Söguefni: Þýzk kaupakona með tilheyrandi ástandi á sveitabýli. 200 bls. 340 kr. Útgef.: Ægisútgáfan. GUÐMUNDUR G. HAGALÍN: ís- lendingur sögufróði. Þrettán vinir og aðdáendur verka Hagalíns og höfund urinn sjálfur hafa valið kafla úr rit- um hans í tilefni af siötugsafmæli skáldsins. 216 bls. 420 kr. Útgef.: Skuggsjá. GUÐMUNDUR JÓNSSON: Fríða ) stjórnarráðinu. Höf. er orðinn lands kunnur, bæði af handaverkum sínum og sögum. Sögurnar eru misjafnar, sumar snjallar. Líklega er bezta saga hans í þessari bók. 100 bls. 150 kr Útgef.: Leiftur h.f. GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR: Brynhild ur. Fyrsta skáldsaga, útgefin á 90 ára afmæli höfundar. 88 bls. 200 kr. heft. Útgef.: Helgafell. GUÐRÚN FRÁ LUNDI: Gulnuð blöð. Guðrún er meðal vinsælustu skáldsagnahöfunda þjóðarinnar. Þótt hún sé farin að eldast. sjást engin ellimörk á þessari sögu 252 bls. 325 kr. Útgef.: Leiftur h.f. GUNNAR DAL: Orðstír og auður Fyrsta skáldsaga höf., sem kunnui er sem Ijóðskáld og fyrir bækur sín ar um heimspeki. 264 bls. Útgef.: Skarð h.f. HAFSTEINN BJÖRNSSON: Næt urvaka. Miðillinn Hafsteinn Björns- son sendir frá sér fyrsta smásagna- safn sitt. 192 bls. 320 kr. Útgef.: Skuggsjá. HALLDÓR LAXNESS: Kristni- hald undir jökli. Stórviðburður árs- ins.í skáldskap. 334 bls. 490 kr. ib., 330 kr. heft. Útgef.: Helgafell. INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR. Vegur hamingjunnar Nýjasta ástar saga Ingibjargar og hefur hvergi birzt áður. Hér segir frá Rebekku, hinni ungu hjúkrunarkonu, og læknunum tveim, sem báðir fella ástarhug til rllHINN- WUDAGSBLAÐ 975

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.