Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 12
Örnólfur, Margrét, Guðmundur Andri. (Tímamynd: — GE). Fréttir og flokkadrættir Margrét Indriðadóttir varð fyrir fáum vikum fréttastjóri útvarpsins, og hafði þá unnið við fréttamennsku síðastliðin tuttugu og fimm ár. Hún byrjaði á Morgunblaðinu, svo græn, að þegar Vaítýr Stefánsson bað hana að fara í vifftal hafði hún ekki hug- mynd um, hVað við var átt. Um skeið var hún á blaðamánnaskóla í Banda- ríkjunum, og seinna eitt sumar á Tímanum. Fyrir nítján árum réði hún sig á fréttastofu ríkisútvarpsins. Þar hefur hún unnið óslitið síðan, séu fráskilin tvö þriggja mánaða leyfi. í hvort skipti varð hún syni ríkari. „Margrét, þú varst búin að lofa, að ég mætti koma að heimsæfcja þig eitthvert kvöldið" „Það getur ekki orðið í kvöld", svarar hinn nýi fréttastjári hljóð- farpsdeildar Ríkisútvarpsins. „Ég var búin að lofa að hlýða strók yfir landafræði fyrir próf. Ég hef sjálf gott af að rifja hana upp". En kvöldið þar á eftir er ég sezt inn í stofu hjá Margréti Ind- iðadóttur um hálfníu-ieytið. Þáð er aðeins hálf önnur stund síðan Mn sfcrúf aði fyrir fréttahólfið, frá matargerðarhólfinu í hugsana kerfi sínu, en hún virðist jafn slyng á báðum vígstöðvum — inn um opnar dyrnftr glampar á disk- ana 1 uppþvotta^rindinnd. 72 Margrét nýtur óskiptra vinsælda sakir þess, hve hún er vel gerð og skemmtileg manneskja, enda af góð- um ættum. Leyfi ég mér að vitna um það efni til meistara Þórbergs. Hann segir í bók sinni „Um lönd og lýði" frá tveimur bræðrum, sem hétu Hall- grímur og Indriði og bjuggu í Lóni, Þeir „gerðu ferð austur á Hérað í móðuharðindunum til þess að leita sér að jarðnæði. Hallgrímur bjó að Stóra-Sandfelli í Skriðdal, en Indriði á Borg í Skriðdal. Þeir bræður voru gáfumenn, fjörmenn miklir og ágæt leg* skáldmæltir, og báðir urðu þeir Kona, sem vinnur fullan starfs- dag og annast að auki eiginmann og tvo syni, verður að vera hraust, og Margrét er af austfirzkum bændaættum í föðurætt, þar sem allir verða áttræðir og níræðir. Frændi hennar, Páll á Aðalbóli, datt ofan í Jökulsárgljúfur og varð ekki meint af. Benedikt frá Hofteigi segir Pál líkastan því sem hann hafi hugs að sér Gretti Ásmundsson. Faðir Margrétar villtist tólf ára í byl, en fann áttina heim til sín þegar hainn sé jökuirispur á steini. Þetta er fólk, sem bjargar sé'r á æðruleysi og brjóstviti — og prvðilegu skopskyni. í móðurætt er Margrét af seyð- hreppstjórar. Indriði var faðir séra Ólafs skálds á Kolfreyjustað, föður Jóns ritstjóra og Páls skálds. Hall- grímur var forfaðir Sigurðar prófasts Gunnarssonar og Gunnars Gunnarsson ar skálds og Benedikts Gíslasonar rit höfundar frá Hofteigi. En af báðum bræðrunum, Hallgrími og Indriða, er komin Margrét Indriðadóttir, sem all- ir íslendingar kannast við úr útvarp inu, kona Thors Vilhjálmssonar rit- höfundar." Það dróst nokkuð, að Margrét hefði tíma til að sinna kvabbi blaða. firzkum ættum. Hún segist vera heilsugóð og á því sé raunar einn annmarki: hún hafi sem sé helzt ekki tíma til að lesa bækur nema hún sé svo heppin að fá væga flensu. „Ég vildi geta lesið meira, enn- ars hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég sleppi vissulega ýmsu, sem heimahúsmæður eyða tíma í: hími ekki í búðum, spila ekki bridge og læt ekki húsverkin þrúga mig — þá væri ég komin á taugahæli. „Finnst þér húsmæður ættu al- mennt að vinna úti?" „Það fer alveg eftir, hvort það er á stakkstæðum eða þeim býðst skemmti'legt stamf við hæfi. Ég T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.