Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 5
Wiiliam Morris kom tvívegis til íslands; í fyrra skiptiS með Eiríkl Magnússynl. Fyladarmaður hans um landið og vinur alla stund síðan var Jón söðli i Hlíðar- endakoti. Wim um Arthúr konung og riddara haas, sem aliir ,,bræðurnir“ héldu mi'Mð upp á og notuðu bæði í mái- verk og kvæði, en William Morris átti áð tejkna elskendurna Tríst- ram og ísold, er þau mætast i jfa'rsta skipti. Honum tókst ágæt- ?eg að mála andlitin og jafnvel <:?rða 'nar, en hitt gat hann með At?a'u móti teiknað mótulega. Þá Í>k hann það ráð að móla hóa og étta sólblómagirðingu fremst á íyndina, svo að efckert sást tii elskendanna nema einmitt höfuð- in og herðarnar! Þvi miður eru þessi málverk varla sjáanleg núna, áf því að bræðralaginu var alveg ókunn hin sérstaka list að mála á vegg, og myndirnar fóru unddr eins að upplitast. Þeir William Morris voru ekki aðeins óánægðir með listaverk 19. aldarinnar, heldur lífca með hið al- menna smekkleysi í húsgagnagerð, sem fór sívaxandi í Englandi því meira sem smíðað var með vélum. Margt fólk hefur talið skoðun Williams Morris á þessu máli í- haldssinnað hatur á öllum vélum og jafnvel öllum framförum í iðn- aði. En það er misskilningur. S'koð un hans var heldur sú að enginn verkamaður, hvort sem han.n ynni með höndum eða vélum, gæti ver- ið hamingjusamur og stoltur af vinnunni, nema hann væri að búa til eitthvað fallegt eða nytsamt. Sömuleiðis gæti smekkur almenn- ings aldrei þróazt nema al'lir hlut- ir hlutir heimilisins væru annað- hvort fallegir eða nytsamir. Þess vegna stofnaði Willdam Morris, á- samt nokkrum félögum sínum, fyr irtæki, sem átti að framleiða myndarleg húsgögn úr beztu efn- um með eins mikilli vandvirkni og meistararnir sýndu i iðnarfélögum miðaldanna. Fyrirtækið Morris og Co, sem af kunningjum Williams var jafnan kallað „Firmað“, heppnaðist vel, og vörurnar urðu mjög eftirsóttar. William Morris sjálfur vann mest þeirra félaga við stjórn Firmans, og í viðbót kepptist hann við að teikna mynztur í gólfteppi, vegg- fóður og efni, sem átti að nota bæði í gluggatjöld og til að bölstra stóla, og jafnvel að klæða veggi eins og þeir voru klæddir vegg- teppum í fornöld. (Þess skal geta, áð sumar vörur Firmans, sérstak- lega veggfóður, hafa verið fram- leiddar að nýju, og hafa komizt m-ikið í tízku að undanfömu). Hand.a sjálfum sér og vinum sín- um teiknaði William Morris meira að segja ekta veggteppi. Og hon- um var ekki nóg að teikna mynztur og stjórna iðnaðarmönnum: Hann varð að gera mestallt sjálfur. Hann lærði til dæmis að vefa og óf nokkur veggteppi og fleira með eigin höndum, og þai sem honum leizt ekki vel á litina, sem notaðir voru hjá flestum fyrirtækjum, á- kvað hann að uppgötva á ný liti, framleidda úr jurtum, sem notað- i-r voru á miðöldunum. Hann lagði stund á þetta sjálfur, enda tókst honum að finna marga fall- ega liti. Hann varð ekki strax á- nægður með árangurinn, en hélt lengi áfram rannsó'kninni, og fólk- ið, sem dáðist að fyrstu vörum Eirmans, varð stundum vonsvikið, þegar þáð vildi kaupa meira. Það, sem fólkinu leizt svo vel á, fyrir- leit William Morris sjálfur og taldi misheppnað. Þó að William Mor.ris g-ræddi fé á Firmanu og yrði meira að segja vel efnaður, hélt hann áfram að sulla með liti. Oft sást hann úti á götu í óhreinni vinnuskyrtu og blálitaður á hönd- um. Það kom einnig fyrir, að þjón- ustustúlka kunningja hans þver- neitaði að hleypa honum inn um aðaldyrnar, þar sem hún þóttist vita, að hann væri óbreyttur verka maður. William Morris hafði mi'kinn á- huga á byggingarlist miðald-anna, en eldgamlar kirkju-r og fleiri byggingar eru til víðs vegar á Englandi. Hann stofnáði félag til vernda-r fornum byggingum, sér- Staklega w;gna þeirir-a, sem ætluðu að endurbyggizi þær efti-r smekk T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 965

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.