Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Síða 6
/ 19. aldarinnar. Firmað vann þess vegna mikið við að skreyta kirkj- ur, einkum með því að endurnýja rúður þeirra í samræmi við gamla byggingastíJinn. William M'orris kynnti sér ítarlega glergerð og þá list að lita glerið. Myndskreyttar rúður hans eru víða í kirkjum og skólurn, einkum í Oxford, og eru mjög sérkennilegar og vandaðar. Oftast teiknaði vinur hans, Edward Burne-Jones dýrling eða aðra manneskju, en William fyllti myndina með blómum og litaði það allt saman. Litirnir eru frekar dökkir, og eins og í veggfóðri og teppum hans eru grænir og bláir litir áberandi. Allt þetta myndi vera nóg starf handa flestum mönnum. En sam- tímis skrifaði William Morris eins mikið og margir höfundar, sem hafa ekkert annars að vinna. Rit- safn hans, sem var gefið út eftir andlát hans og hefur nýlega verið endurprentað, er 24 bindi, og þó eru fæstar þýðingar hans taldar með. Ómögulegt er í stuttri greín að segja frá öllu, sem William Morris gerði. Hann samdi sögur í bundnu og óbundnu máli, ljóð og ritgerð- ir um list, iðnað og pólitísfcar hug- sjónir sínar. Hann stofnaði prent- smiðju til þess að gefa út bækur eftir sjálfan sig og aðra, prentað- ar letri, sem hann hafði sjálfur teiknað, og skreyttar myndum og mynztrum. Það má nefna til dæm- is Canterbury-sögurnar eftir Chau- cer, sem í útgáfu Williams Morris eru ein fallegasta bók, sem til er. Á seinni árum sínum var hann rnjög upptekinn af stjórnmálum, ferðaðist um flestar iðnaðarborgir landsins og flutti boðskap sósíal ista, bæði á verkamannasamkom- um og úti á götum. Ekki tókst bet- ur til en svo, að einu sinni var hann handtekinn fyrir þátttöku í götuóeirðum og dæmdur til að borga sekt. Satt að segja var hann heldur en ekki ánægður yfir því, að geta flutt mál sitt fyrir rétti. Áhuga sinn á velferð verkamanna sýndi hann líka með því að hjálpa til að stofna kvöldskóla handa þeim og halda þar sjálfur fyrir- lestra um listir og bókmenntir. Allt, sem vakti athygli Williams Morris, varð hann að kanna vand- iega. Það má til dæmis nefna að- dáun hans á handritum frá mið- öldum, sérstaklega þeim, sem eru skreytt litum og myndum. Hann þekkti svo vel einkenni hand rita frá öllum helztu klaustrum, að hann var talinn sérfræðingur, og vörður Viktoríu og Alberssafns- ins í Lundúnum fékk hann til að dæma um uppruna skinnbóka þeirra, sem nýkomnar voru í safn- ið. Til þess að skilja betur aðferð skrifaranna tamdi William Morris sér að minnsta kosti tvær falleg- ar rithendur og þar í viðbót list- ina að skreyta handrit á nokkuð mismunandi hátt. Þetta gerði hann bæði á pappír og á skinn, og bjó til nokkrar ljómandi fallegar bæk- ur, sem hann gaf vinum sínum. William Morris er þekktastur hérlendis sem Íslandsvinur, er þýddi margar fornsögur á ensku, og sjálfur áleit hann þýðingarnar, og tvö kvæði, sem hann orti um norrænt efni, mikilvægustu verk sín á sviði bókmennta. Eins og áð- ur hefur verið minnzt á, dáðist William Morris að öllu fornu, og þó mest að fornum bókmenntum og trúarbrögðum. Á yngri árum las hann allt mögulegt eftir enska og franska höfunda frá 14. og 15. öld, enda sjást áhrif þeirra greini- lega í fyrstu kvæðum hans. Hann las líka þjóðsögur og goðasög- ur frá ýmsum iöndum, og meðal annars las hann Eddurnar og nokkrar fomsögur í enskum þýð- ingum. Fyrst var hann ekki sér- lega hrifinn af þeim, sennilega af því, að þýðingarnar voru flestar slæmar og gáfu honum enga hug- mynd um hina sérstæðu kosti nor- rænna bókmennta. En 1858 hitti William Morris ungan fslending, Eirík Magnússon, sem hvatti hann til að læra að lesa sögurnar á nor- rænu. Eiríkur varð bæði vinur og kennari Williams, og kennsla hans hafði mikil áhrif á líf skáldsins. William Morris var undir eins í ess inu sínu, og hann varð óvenjulega fljótt læs á fornislenzku Hann nennti ekki að læra eintóma mál- fræði, en fékk Eirík til að útskýra allt, sem erfitt reyndist, um ]eið og lásu sögurnar. Til að byrja með lásu þeir saman í kennslutímum þrisvar í viku og þýddu þáttinn lauslega á ensku, en þar á eftir skrifaði Eiríkur bókstaflega þýð- ingu og gaf William til að endur- skrifa eftir stíl hans. Nemandinn varð svo hrifinn hinum nýja heimi, sem laukst upp fyrir honum, að hann vildi endilega kynna hann öðrum. Hann fór að gefa út þýð- ingarnar jafnóðum. Kennslu- tímarnir byijuðu haustið 1868, og snemma í janúar 1869 var fyrsta þýðingin, Gunnlaugs saga orms- tungu, komin út, og önnur, Grett- is saga, var í prentun. William Morris varð fljótlega svo vel að sér í norrænu, að hann þurfti ekki þýðingar Eiríks Magn- ússonar, heldur skrifaði sjálfur þýðingar og fékk þær Eiríki til að fara yfir. Þeir unnu saman milli 1868 og 1874, en þá varð nokkurt hlé á samvinnunni (en ekki á vin- áttu þeirra) á meðan William Morr- is var mest upptekinn af stjórn- málum. Þegar þeir fóru að gefa út þýðingar á ný, um 1890, tóku þeir upp fyrri aðferð sína aftur, því að þá var William orðinn frekar ó- vanur íslenzku. Alls gáfu þeir út átta þýddar bækur, þar á meðal Heimskringlu Völsunga sögu, Eyr- byggju, Bandamanna sögu og Há- varðar sögu ísfirðings, en í viðbót lásu þeir að gamni sínu allar Skopmynd eftlr íslandsferS: Menn si’oðu að ást skáldsins á ís og sn|ó og hrá- om flskl hefðl magnazt um iHm MtWilng. 966 T í M I N N — SUNNUWAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.