Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 9
 Vísnaspjall Gamk Oft ýta við huganum ýms orð tök og orðasambönd, sem ís- lenzkt mál hefur myndað og geymt. Talað er um, þegar menn hafa ratað í raunir, orð- ið fyrir alls konar áföllum. að þeir „taki aftur gleði sína“ er frá Mður. Gleðin kom ekki af sjálfsdáðum — nei, það varð að taka hana, beita valdi ef ekki vildi betur til. í dag skulum við „taka gleði okkar“ og taka undir með Friðrik Hansen: Nú skal hlaupa á hendingum, hefja staupagaman, hafa kaup á hugmyndum, hlæja og raupa saman. KN er alveg bráðnauðsynleg- ur, ef menn vilja gera sér til gamans, enda er eins og allir sem á annað borð lesa vísur, kunni KN utanbókar. Stephan G. gaf þetta heilræði: Þegar bleik er ævin öll, elli-smeyk og fámenn, skjóztu á kreik um vísnavöll, víktu í leik með KN. Hér kemur ævisaga hans, eins og hann sagði hana sjálfur: Eitt helblátt strik með punkta og prik, á pappírinn hlykkjótt sett. Stökk og hik og hlaup og ryk og — hér er sagan rétt. Fyrr a tímum var mikil tízka að yrkja svokallaðar „heims- lystarvísur“. Þar töldu höfund- arnir upp ýms þau heimsgæði, sem hugurinn ef til vill þráði mest en hendinni voru fjærst. Ekki var meiningin að fara að birta hér safn þessara vísna. En mér datt í hug að birta eina þeirra, og svo vísur um hverja „heimslystina". Varð fyrir val- inu hin alkunna vísa Júlíönu Jónsdóttur: 10. þáttur Fara á'skíðum styttir stund, stúlku fríða spenna mund. Sigla um Víði húnaihund, hesti ríða urn slétta grund. Ekki kann ég margar skíða- vísur, enda smátt um íþróttir á mínum bæ. Þessi sómir sér þó ekki svo illa: Tábandsknörru kappi af kný ég beina línu yfir mjallar hrímíhvítt haf hreysi beint að mínu. Að velja vísur um eða til blessaðra stúlknanna er svona eins og að fara í berjaferð á Snæfellsnes með Þórði á Sæ- bóli, og eiga að segja, hvaða ber sé fallegast. Svo ég vel helzt einhverjar, sem ekki er alltaf verið að stagast á: Ennþá man ég augun þín öllum demant skærri. Heilög varð hver hugsun mín — heimurinn fegri og stærri. Hér talar Jón Magnússon, og ég get ekki stillt mig um áð skjóta inn í frá eigin brjósti, að þetta minnir mig, að hafi verið eitt einkennið, þegar mað- ur var að „skjóta“ sig í gamla daga áð veraldarskarnið varð fegurra — þær vikurnar. Ástaskáld Oig í'þróttamaður um vísnagerð, Steindór Sigurðs son, sagði: Hugur þráir, hjartað slær heitt í barmi mínxim. Heyrðu brimnið blóðs míns nær berast eyrum þínum. Steinn Steinar var ekki marg máll, en aðalatriðin komast venjulega til skila hjá honum: Víst þótt bágt sé viðhorf mitt og veröld fátt mér gefi, ei skal þrátta um það né hitt: Þig ég átta hefi. m—iíiiiii ,Ti iwiwiiiinuM i .thbwiii i tr""D Um siglingavisurnar skulum við láta Breiðfirðingana helzt sitja fyrir svörum. Sigurður kvað: Dundi í voðum, strengir stynja, stundum froðu knörrinn óð, mundu af boðum hengjur hrynja, hrundu af gnoðum Ránar jóð. \ Frá sunnanverðum Breiða- firði eða af Snæfellsnesi mun þessi vísa vera ættuð, veit ekki betur en höfundur sé Elías Kristjánsson: Sækjum róður orku af, í oss móði hleypum, yfir blóðugt ævihaf, oft þó sjóði á keipum. Gjarnan hefði ég viljað vera í bát með þeim, sem þessa kvað, þótt ég sé ek'ki viss um, hver hann var: Sævi æstum sel ég far, seglin hæst skal vinda, bliki glæstur bak við mar bjarmi fjærstu tinda. Um hestavísurnar gegnir al- vel sama máli og stúlkuvísurn- ar þær eru óteljandi. Björn S. Blöndal kvað: Snjall mér bætir Blesi þor, blakks ei fætur rasa. Bjartar nætur, von og vor við mér lætur blasa. Allir hestamenn hljóta að kannast við það, sem Jón Magn- ússon segir um samfylgd Faxa og Björns á Reyðarfelli: Sá ég þér í ungum augum ofurkappans logablik, trausta fætur, fjör í taugum, fjaðurmagnað vöðvakvik. Okkar milli tröllatryggðir tengdust einum verkahring —sömu brestir, sömu dyggðir sama blóð og tilfinning. Friðrik Hansen hóf þetta spjall. Fer vel á að láta hann ljúka því: Aldrei kveldar, ekkert húm, eilíf sýn til stranda. Enginn tími ekkert rúm, allar klukkur standa. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.