Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 4
Höfundnr þessarar greinar er ensk menntakona, sem hér hefur dvalizt langdvölum við íslenzkunám. Hún er ekki úr hópi þeirra, sem láta sér nægja yfirboðskennd kynni af máli og menningu, heldur hefur hún lagt sig í framkróka að kynnast fólkinu sjálfu, lífí þess og störfum og hugsunarhætti. Hún hefur Ieitað inn á sjálf heimilin til þess að ná þessu marki. Mest hefur hún verið á Gilsbakka í Hvítársíðu, og þar skrifaði hún þessa grein — auðvitað á íslenzku — á milli þess sem liún fékkst við sláturgerð. Litmyndir, scm þeir féiagar, Burne-Jones og Morris, brenndu i gluggarúður. Ruth Christine Ellison, lektor: Skáldið William Morris iðjumaður og draumhugi Þegiar ég stundaði framhalds- nám í Lundúnaháskóla, hititi ég oft stúdenta frá örðum deildum háskólans, sem spurðu mig, um hvað meistararitgerð mín ætti að f'jalla. Og þegar ég svaraði, að ég væri að skrifa um skáldið William Morri'S, kom það margoft fyrir, að hiinn sagði hissa: „Skáldið? En William Morris var frægur prentari“. Eða kannski: „Ég kannast vel við hann Wiiliam Morris. Hann var einn fyrsti sósíalisti í Englandi og forystumaður í réttindabaráttu verkamanna". Eða jafnvel: „Hann William Morris? Ég dáist að mynztrunum, sem hann teiknaði í veggfóður og gluggatjaldaefni“. Það merkilegasta er, að allir höfðu þeir á réttu að standa, því að William Morris yar gæddur næstum ótrúlega fjölbreyttum hæfileikum, og var í viðbót allra manna duglegastur að vinna. Þeg- ar hann dó 1896, þá rúmlega sext- ugur, var sagt, að banamein hans væri það að vera William Morris og að vinna þess vegna eins og sex menn aðrir. Ungur maður byrjaði hann, að háiskólanámi loknu, að læra sem arkitekt, en hætti við það til að helga sig listum. Hann þreytti sig við að læra að mála hjá vini sín- um, Damte Gaibriel Rossetti, skáldi og listmálara frægum, og orti sam- tímis þau kvæði, sem nú á dög- um eru oft talin beztu verk hans. á þessu sviði, þau gaf hann út 1858 með nafninu „The Defence of Guinevere“ ( Varnarræða Guine- vere drottningar). William Morris var þá orðinn félagi í Pre-Rafael- ista, Bræðralaginu svokallaða, en þeir Rossetti, Ford Madox Brown og Edward Burne-Jones voru helzt- ir „bræður“ hans í þessu félagi skálda og rnálara. Þeir voru allir ungir menn, óánægðir með lista- stefnu samtíðarmanna sinna, og vildu endurvekja sannleikann og einlægnina, sem þeir fundu í mál- verkum ítalskra málara fyrir daga Raffaelós Ranziós d'Urbinós (1483 —1520). William Morris varð aldrei fyrsta flokks málari, átti alltaf bágt með að teikna manneskjur eins og hann vildi, en hann reynd- ist vera sérstaklega hæfur í þeirri list að teikna blóm og svo fram- vegis með skrautlegum mynztrum. Þessa list notaði hann til dæmis á skemmtilegan hátt, þegar þeir félagar ætluðu að máia hver sína mynd á veggi Oxford Union-salar- ins. Myndirnar áttu að lýsa sögun- VM 1 I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.