Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 01.12.1968, Blaðsíða 14
Síðan koma endalausar skýringar, sendar af fréttariturum úti um all- an heim. Útvarpið hefur ekki fjár- magn til að senda menn til útlanda, en við þyrftum að hafa hér heima aðgang að nokkrum gáfuðum og iskemmtilegum mönnum, sem væru sérfróðir um mál hinna ýmsu heimshluta og gætu sagt hlustendum hvað í fréttunum fæl- ist, hver væri þýðing þeirra fyrir heimsbyggðina. Mér finnst það vera svik við hlustendur, að veita ekki þær fyllstu upplýsingar, sem fært er. En hentjur fréttastofunnar eru bundnar af þessum gömlu, úreltu fréttareglum. Það eimir líka dálítið eftir af því enn, að viss mál megi alls ekki minnast á í útvarpinu. Ég skil þetta ekki. Mér finnst um að gera að minnast á sem allra flest. Mér finnst útvarpið eigi að vera vettvangur frjálsra skoðanaskipta, staður þar sem menn velta hlutunum fyrir sér. „En hafa stjórnmálaflokkarnir nokkurt beint vald yfir útvarp- inu?“ „Já, samkvæmt lögum stofnun- arinnar hefur útvarpsráð í mörgum greinum úrslitavald um, hvort efni skuli flutt dagskrártíma eða ekki. í útvarpsráði eru ekki færri en sjö stjórnmálamenn eða erind- rekar þeirra — úr öllum flokkum. Þeir koma utan úr bæ og ráðsk- ast með málefni útvarpsins í nokkrar klukkustundir á viku. Ef föstum starfsmönnum, sem vinna þar daglega, er ekki treyst til að gæta sóma síns og stofnunar- innar — af hverju eru þeir þá ráðn ir? Það virðist augljóst, að þeir vita meira um daglegan rekst- ur stofnunarinnar en menn utan hennar, hversu mætir sem þeir a'nn ars eru, og oft eru í útvarpsráði á- gætir menn. Útvarpsráði mun ætlað meðal annars að vaka yfir hlutleysi út- varpsins.“ / „Er það ekki nauðsynlegt?" „Útvarpið á ekki að vera hlut- laust, það er hlutdrægni, sem ber að forðast“ „Er einhver munur?“ „Já, er það ekki? í hlutleysi felst einhvers konar afskiptaleysi Tök- um síðustu gengisfellingu. Mér skilst, að það hefði verið hlutleysið að geta hennar aðeins í smáfrétt, en við lengdum fréttatíma til að geta gefið sem mestar upplýsingar, höfðum viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokkanna og fleiri á- hrifamenn, með og móti. Reyndum að gera okkur ekki sek um neins konar hlutdrægni, en leituðumst við að kynna hlustendum ýmiss konar forsendur og viðhorf. Enn brýnni þörf er fyrir ítarleg- ar og nákvæmar fréttir í ríkisút- varpinu vegna þess, að þau fimm dagblöð, sem hér eru starfandi, eru öll nátengd stjórnmálaflokk- um og hættir til að túlka fréttir á þann veg, að þær styðji málstað viðkomandi flokks. Þorri manna les aðeins eitt dagblað, og fær þannig óhugnanlega einfalda mynd af heiminum. Hann verður eins og ævintýri í barnabók Um að gera að styðja Rauðhettu — móti úlfin- um. „Þú meinar, að slík heimsmynd splundrist við að fara til útlanda, eða þó ekki sé nema að lesa er- lend blöð?“ „Já, ef þú opnar gott blað, segj- um frá Norðurlöndum, Frakk- landi Englandi eða Bandaríkjun- um, þá er þar fullt af greinum eftir greinda menn, sem reyna að kryfja til mergjar það sem er að gerast í heiminum og skoða við- burðina frá öllum sjónarmiðum. íslendingar verða að eiga kost á slíkri fræðslu líka. Ég sé ekki, að fylgi flokkanna ætti að þurfa að riðlast við það. Er ekki óhætt að segja íslendin-gum allt sem hægt er að komast yfir að segja þeim, svo þeir geti síðan Á fréttastofuitni. myndáð sér sínar eigin skoðanir? Er ekki hægt að eftirláta þeim að brúka sína eigin dómgreind? Af hverju þurfa stjórnmálamenn að skammta fræðsluná til lesenda? Ég veit ekki til, að slíkt fyrirkomu lag tíðkist hjá þokkalegum dag- blöðum í nokkru lýðfrjálsu landi. Er hægt að sýna þjóð sinni meiri fyrirlitningu en þá, að ætla, að henni sé ekki treystandi að fá ó- brenglaðar fréttir? „Þú vilt sem sagt, að Ríkisútvarp ið falli ekki í sömu gryfjuna?“ „Það ætti að vera sjálfsögð k-rafa. En þú veizt, að allt síðan á dögum Hannesar Hafsteins, þá hafa allar stöður hjá ríkinu, frá forstjórum niður í sendisveina ver- ið veittar af ráðherrum. Ráðherra er fulltrúi stjórnmálaflokks og oft, ekki alltaf, hefur stjórnmálaskoð- un verið þun-g á vogarskáli-nni, þegar meta skyldi hæfni umsækj- anda. Allir flokkar hafa gengið i þennan dans. Og hin óbeina skoð- anaþvingun, sem í þessu fyrir- komulagi felst, hefur gert andrúms loftið hjá sumum opinberum stofn unum áþekkt því, sem lýst er í skáldsögum Franz Kafka. Fólk finnur þetta lamandi loft allt í kringum sig, en getur ekki snúizt gegn því, það er eins og reka rýt- ing í ullarballa. Við verðum að komast út úr höll Dofra konungs og opna glugg- ana fyrir frjálslyndinu. Hver er eiginlega hrædd-ur við hvern?“. Inga. (Tímamynd: — Gunnar) 974 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.