Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1971, Blaðsíða 19
BJÖRK BEN: Draumur Mig dreymdi að við værum stödd, { hryllilegri hringekju sem fór hraðar en tíminn. Sumir æptu tryllingslega og hlógu heimspekilega, aðrir voru sljóir af velgju. Skyndilega. stöðvaðist þessi hræuilega hringekja við eygðum bláklædda veru á himninum með hvíta dúfu í faðmi sínum. Við störðum öll, bænaraugum á þessa undursamlegu veru. Svo heyrðum við rödd hennar óma „rísið úr sætum ykkar og komið með mér í Paradís, þeir sem syndlausir eru". Við reyndum öll að slíta okkur laus rymjandi og skjögrandi. En til mikillar undrunar vorum við öll límd við sætin og einhver rödd hrópaði kjökrandi úr hópnum, „lof okkur að halda áfram í þessari undursamlegu hringekju áfram — áfram". T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 547

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.