Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 21.11.1971, Blaðsíða 3
meðalstórum flokki eru orSnir færlr Landamærin, sem Dag hvern heyrast ógurleg öskur í frumskógum Suíur- Ameríku. Það er morgunsöngur öskurapanna, viðlíka langur og meðalmessa. Raddbönd þessa dýrs eru ekki neinn hégóml, og raunar eru raddfærin öll sérlega öfiug. Öskur þess heyrast að minnsta kostl þrjá kílómetra. Nótt eftir nótt og ár eftir ár safnast hópar apa saman á sama stað tii næturhvíldar. Þegar dagur rennur, hefja þeir öskur sín. Það er þróttmikill kór, og hann gefur öðrum öpum til kynna, hvar landamærin eru. Gamall api, leið- togi flokksins, stjórnar þessum kórsöng. I karldýr og sjö roskin kvendýr, fjórlr ungir opar. og þrír á bernskuskeiði. Ungviðið er sífellt f fangl móður sinnar. um að klifra hjálparlaust i trjánum, en f langferðum sitja þeir enn á baki móður sinnar. Sé langt milli greina, brúar móðirin bilið. _____i með öskrum. sinum, geta haldizt ó- breytt í mörg ár. Dæmi eru um það frá Suður-Ameríku, að þau hafi að mestu staðið óhögguð í nítján ár. Það gengur upp og ofan um hjúskap- inn hjá öpunum. Sterkustu og her- skáustu karldriýn hrekja hin brott. Lendi jafningjum saman, getur leik- urinn gránað. Verða þá báðir sárir mjög, áður en einvíginu lýkur, og stundum liggur annar dauður eftlr. Rófan er eiginlega fimmti hand- leggur öskurapans. Ungir apar hanga iðulega á rófunni, og berjast svo með höndum og fótum. í slíkum slagsmálum er eins og apinn skynjl það með rófunni, hvað greinar þola. þeir forðast þær, sem veikar eru. Bsmœs Erfitt er að hafa öskurapa i búri. Þar unlr hann illa. Visindamanni tókst þó að komast til botns í því, hvernig þessi dýrategund beitir róf- unnl. Með henni^etur öskurapi til dæmis hæglega opnað dyr og tekið af manni gleraugu, ef i það fer. TfMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 867

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.