Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 23.04.1972, Blaðsíða 19
Dr. Fríða Sigurðsson: Tvær aldir í Keflavík I Keflavik haföi öldum saman aðeins verið bóndabær. Vikin hafði reyndar verið notuð sem höfn, ef ekki fyrr, þá að minnsta kosti meö vissu siðan i byrjun 16. aldar, en enginn kaupamður hafði þar fast aðsetur á undan Holger Jacobæus. Þvi hefur reyndar verið haldið fram, að Christen Adolph, sonur Holgers, hafi fæðzt i Keflavik, og hefði það þá verið árið 1766 eða 1767, en ekki hef ég getað fundið sannanir fyrir byggð i Keflavik á timabilinu á undan 1772. Heldur ekki i manntali frá 1816 finnst nokkurt fólk, sem sagt er fætt i Keflavik á þessu timabili, og hefði manneskja, fædd 1766, þá þó ekki verið eldri en um fimmtugt! Þvi þykir mér rétt að álita árið 1772 fæðingarár Keflavikurbyggðar, og var stundin sú, þegar Holger Jacobaeus ásamt fjölskyldu sinni og fylgdarliði steig i land i Keflavik, sennilega einn góðan vordag i júni 1772. t byrjun 16. aldra vitum við um Englending, Robert Legge frá Ip- swich, sem árið 1540 kvaðst hafa stundað Islandssiglingar i 26 eða 27 ár og lent þar meðal annars i Keblewyckey. (Björn Þorsteinsson: Enskar heimildir um sögu Islands á 15. og 16. öld, bls. 94). Og það muna allir, að Hallgrimur Pétursson kom út 1637 á Keflavikurskipi. En byggð var þar ekki nema eitt litið kotbýli. Þó að Hallgrimur hafi ef til vill verið púls maður i sjálfri Keflavikinni, þá bjó hann á Bolafæti i Njarðvikurlandi! Og enn var aðeins einn bóndabær i Kefla- vik 125 árum seinna, þegar manntal var tekið 1762. Þéttbýlið og mannfjöldinn voru i Leir unni, i Garðinum, á Rosmhvalanesi og I Kirkjuvogi, en fjölsetnasta hverfið var Stafnes með hjáleigum sinum. Þar hafði konungsútgerðin bækistöð sina, þar sat fyrsti islenski landfógetinn, Guðni Sigurðsson. Og þegar Skúli Magnússon hafði tekið við þessu embætti, var Stafnes sýslumannssetur i tvö ár. Jafnvel Hólabiskupsstóllinn lét róa frá Stafnesi. Og i nánustu nánd við urvegsstaðinn Stafnes voru verzlunarstaðirnir, Þórshöfn, á 18. öld ekki lengur notuð, og Bátsandar, eins og þessi staður var skrifaður þá, siðan 1640 hin löggilta höfn danska konungs- ins á Suðurnesjum. Þetta gerbreyttist, þegar konungsútgerðin var tekin af. Eftir þvi sem útgerðin á Stafnesi og með henni verzlunin á Bátsöndum minnkaði færðist byggðin til og Keflavik reis úr ómerkilegu kotbýli, þangað til hún varð höfuðstaður Suðurnesja. Konungsútgerðin hafði lengi barizt i bökkum, og margt heilræði hafði verið reynt, en þegar rentukammer reiknaði loksins út, að kostnaðurinn við kost, föt og laun þeirra manna, sem stöðugt varð að hafa við útgerðina (ráðsmann, smið, fjóra vinnumenn, tvær stúlkur, einn dreng), nam nærri 250 rikisdölum meira en hvað allt fiskiriið meö inn- stæðubátum fimmtán færði inn, þá fékkst konungurinn til að afnema konungsútgerðina með lögum þann 12. desember 1769. Bátarnir fimmtán og sjóbúðirnar þrjár voru seldar og fasta starfsfólkið sent heim. Varð það end- irinn á hinu illræmda mannsláni og og upphafi Keflavikurbyggðarinnar! Eftir að hætt var að gera út frá Stafnesi, lögðust < fyrst hjáleigurnar, hinir svokölluðu Refshalabæir, i eyði. A Stafnesi sjálfu hélt bóndinn, Magnús Jónsson, áfram að búa, og eftir hans andlát 1784 ekkja hans, Helga Eyvindsdóttir, þá orðin 73 ára gömul. 1786 eru aðeins þrir menn búsettir á þessum áður svo fjölmenna stað,1790 jafnvel bara tveir, hjón ein. Þau tolldu þar fram undir aldamót og ólu á þessum árum nokkur börn, en þegar þau fóru burtu, lagðist Stafnes i eyði. Tók þessi þróun ekki nema þrjátlu ar. Með útveginum á Stafnesi hnignaði Sunnudagsblað Tímans 331

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.