Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Page 14
bindindismaöur og hef verið það siðan. Kannski hef ég verið of eftirtektar- laus, en þó finnst mér sem mörg orö hennar og heilræði hafi fylgt mér fram á þennan dag. — Nú eru Dalirnir mikið menn- ingarhérað eins og allir vita. Hvernig var bóklestri og uppfræðslu unglinga háttað, þarna'þegar þú varst að alast þar upp? — Það var þar farkennsla, en ég fór aldrei i neinn slikan skóla, þegar ég var að alast þar upp. Hins vegar var frændi minn, Flosi Jónsson, allvel að sér, og hann kenndi mér heima það nauðsynlegasta. Bókakostur var þó takmarkaður á bernskuheimili minu eins og reyndar mun hafa veriö viðast hvar á þeim timum. Ekki var það þó af þvi, að húsbændur minir og fólkið yfir- leitt, væri ekki fróðleiksfúst og bók- hneigt — siður en svo. Bæði húsmóðir min og fóstursonur hennar höfðu yndi af bókum og fróðleik, einkum þó þjóð- legum. En hvort tveggja var, að bóka- verzlanir voru ekki i næsta nágrenni, og svo var það ekki heldur siður i þá daga að verja peningum til bóka- kaupa. Þá var hún vist rikjandi, sú gamla skoðun, að bókvitið yrði ekki látið i askana. Eg mun hafa orðið læs um sjö ára aldur, eftir því sem mér , hefur verið sagt. Ég las lika allt, sem ég náði i, og jafnt það, sem var ofvaxið minum skilningi. Lestrarlöngunin var mikil. Ég heyrði snemma talað um Is- lendingasögurnar og persónur þeirra. Eldra fólkið kunni hrafl úr þessu, og ég heyrði talað um Gretti, Orm sterka, Gunnar og Njál. Þessar frásagnir svalg ég i mig, eins og þyrstur maður svaladrykk. En tslendingasögurnar voru ekki til á heimili minu. Og þótt ég væri ungur, þá skildi ég að frásagnir fólksins, þótt góðar væru, væru ekki neitt i samanburði við að lesa bæk- urnar sjálfar. Ég vissi af einum manni, sem átti allar íslendinga- sögurnar. Það var Kristján gamli i Snóksdal. Snóksdalur var kirkjujörð og i næsta nágrenni. Þar hafði ég oft komið og ætíð verið vel tekið. Ég hafði oft veitt bókunum athygli, þar sem þær voru i hillu fyrir ofan dyrnar, þar sem gengið var inn i baðstofuna. En þótt ég hefði oft horft á þær, áræddi ég ekki aö handleika þessa dýrgripi, hvað þá að biöja um þær að láni, enda haföi mér verið sagt, aö þótt Kristján væri meö eindæmum bóngóður maöur, væri það hrein undantekning, að hann lán- aði tslendingasögurnar. Hann leit á þær sem helgidóm, sem ekki mætti meðhöndla ógætilega. Hvi skyldi þá ég, strákpattinn, dirfast að biðja um þær til láns? Ég mun hafa verið ellefu ára, þegar ég einu sinni sem oftar fór til kirkju að 350 Snóksdal með heimilisfólkinu. Eftir messu var okkur, svo sem venja var, boðið inn i baðstofu til kaffidrykkju. Ég man, að það var allmargt fólk i baöstofunni, og auðvitað allt i hróka- ræðum um landsins gagn og nauö- synjar. Kristján og sóknarpresturinn, séra Jón Guðnason, sátu á innsta rúm- inu og ræddu af miklum hita um svo- nefnt fossamál. Ekki skildi ég þá, hvað það var, en liklega hefur það verið i brennidepli þjóðmálanna, þá. Ég hafði að venju dregið mig fram að bókahill- unum og starði nú á kilina eins og i leiðslu. Þá heyri ég, að Margrét, dóttir Kristjáns, kallar: „Heyrirðu ekki, Gústi?” Hún hafði verið að bjóða mér að borðinu til þess að drekka kaffi og var vist búin að kalla oftar en einu sinni. Fólkið starðiá þennan einkenni- lega draumafugl, sem virtist ekki taka eftir neinu, en var eins og hálfsofandi. Allt i einu reis Kristján á fætur, leit snöggt upp, og mér er það ennþá i minni, hve augnaráðið var hvasst og stingandi. Það var sannarlega gustur af honum, þegar hann gekk fram gólfið til min. Hann hvessti augun á mig, studdi annarri hendinni á öxl mina og sagði: ,,Ég heyri sagt, að þú sért orðinn vel læs. Langar þig að fá einhverja sögu til að lesa?” Ég kvað svo vera. Þá seildist hann upp i hill- una, rétti mér Grettissögu og sagði: ,,Ég þarf ekki að taka það fram við þig að fara vel meðbókina”. Ég lofaði þvi. Kristján sneri sér siðan snarlega við og gekk inn baðstofugólfið, sneri svo við aftur og gekk til min og horfði á mig litla stund. Mér fannst ég ætla að kikna undan þessu ægihvassa augna- ráði. Siðan sneri hann sér að fólkinu og sagði: „Miggrunar, að tslendingasög- urnar eigi erindi til þessa drengs”. Ég var sem höggdofa. Þetta var mesta lof, sem ég hafði nokkru sinni hlotið. Einhvern veginn skrönglaðist ég inn aö borðinu til þess að drekka kaffið. Þá kom séra Jón til min og sagði: „Agúst minn, ég vil bara vekja athygli þina á einu: Nú máttu búast viö þvi aö Kristján spyrji þig út úr Grettissögu. Ég veit, að þú stendur þig — en það er ekki sama, hvernig lesið er”. Það var sannarlega glaöur drengur, sem fór heim meö bók undir hendinni, kvöldið það. Siðar átti Kristján eftir að lána mér allar Islendingasögurnar. Ég mun alltaf minnast hans með þakklæti fyrir það. — En hvernig fór með þetta fyrsta bókarlán? Spurði Kristján þig út úr Grettissögu, þegar þú skilaðir henni? — Já, ég er nú hræddur um það. Þegar ég kom með bókina og þóttist svo sem búinn að lesa hana, þá vildi nú karl heldur betur fá að vita, hvort ég vissi nokkurn skapaðan hlut i þessu, sem ég hafði verið að lesa, og sagði með glettni i svipnum, að ég yröi að fara með bókina aftur, ef ég vissi ekk- ert i henni, þvi þá þýddi ekki neitt að lána mér næstu bók. Siðan prófaði hann mig og var, held ég, ekkert óánægður, hældi mér meira að segja heldur fyrir frammistöðuna. Og svo mikið var vist, að ég fékk aðra bók i staðinn fyrir þá, sem ég hafði skilað — og var harla glaður. — Það hefur kannski átt eftir að togna úr þessum kynnum ykkar Kristjáns? — Já. Við áttum eftir að kynnast meira, og allnáið. Nokkrum árum seinna réðist ég til hans sem vinnu- maður og var hjá honum i eitt ár. Og þótt þetta væri mjög fátækt heimili, og þar vantaði margt, sem til var á efna- meiri bæjum, og þótt Kristján væri orðinn gamall, þegar ég fór til hans, þá var það nú svo, að ég hef i fáum stöðum kunnað betur við mig, og við fáa húsbændur hefur mér likað betur en Kristján gamla i Snóksdal. Enda fór það svo, að eftir veru mina þar hélzt vinátta okkar óslitin á meðan hann lifði. Ég var ekki búinn að þekkja Kristján lengi, þegar mér skildist, hve mikill sannleikur er fólginn i þeim spakmælum skáldsins, að tvitugur maður getur verið gamall i anda, en áttræður ungur. Kristján var, þótt aldraður væri, svo ungur i anda, svo lifandi og andlega vakandi, að furðu gegndi með mann á hans aldri. En það sem mér fannst þó einkenna hann mest, var hin óviðjafnanlega hrein- skilni hans. Ég hygg, að hann heföi varla getað unnið sér það til lifs að segja annað en það, sem honum bjó i brjósti eða þótti vera. Ekki varð þetta þó til þess að afla honum óvinsælda, öðru nær, enda var hann laus við alla illgirni og rætni, slikt var ekki til i fari hans. Annað, sem mér þótti mjög áberandi i fari Kristjáns, var frjálslyndi hans og skilningur á viðhorfum æskufólks. Þrátt fyrir meira en hálfrar aldar aldursmun fóru skoðanir okkar saman um margt, og ætið sýndi hann mér skilning og umburðarlyndi. Það var ekki sjaldgæft, að við sætum úti i hey- garði á kvöldin að loknum fjósverkum og ræddum hin margvislegustu mál, svo sem stjórnmál, trúmál og ýmsar persónur Islendingasagnanna. Ég man, að hann taldi Hallgerði langbrók hafa verið allt of hart dæmda og rang- lega. Og hann er einasti maður, sem ég hef fyrir hitt á lifsleiðinni, sem haft hefur imugust á Njáli á Bergþórshvoli. Kristján taldi Njál að visu hafa verið Sunnudagsblaö Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.