Tíminn Sunnudagsblað - 30.04.1972, Page 20
annað hvort fimm eða sex, ég er
etoki hárviss um tölu þeirra, og ég
kom víst aldrei í þær allar. Svo
held ég, að þar hafi verið allstórt
heébergi, þar sem bókasafn skól-
ans, Skinfaxi, var til húsa, ásamt
fleira sem þar var igeymt. l>etta
er þó ekki fyllilega ljóst fyrir mér,
svo hér igetur einhverju skakkað.
Einnig var á jarðhæðinni heimavist-
in með öllu sínu umstangi og fyr-
irgangi. Ekki er mér heldur full-
kunnugt, hve margt pilta var þar
að jafnaði. Varla hafa þeir verið
færri en tuttugu, og þó má vera,
að einhverju litlu skakki til eða
frá. Þar var og ráðskona og þjón-
ustustúlka. Þarna hafði allt þetta
fólk fæði og húsnæði. Allt þetta
útheimti svo mikið húsrými, að ég
skil ekki enn í dag, þegar ég rifja
þetta upp, hvernig þetta gamla
hús gat staðið undir öllu þessu án
árekstra, sem aldrei heyrðust
nefndir. Allt virtist ganga vel og
snurðulaust.
Ráðsmann kusu piltar úr þess-
um hópi, og að ég ætla nefnd eða
stjórn honum til aðstoðar. Fyrsta
verk þeirra hvert haust var að
ganga á milli verzlanna staðarins
og láta kaupmenn gera tilboð í
viðskipti við heimavistina næsta
vetur. Þetta tók á stundum nokkra
daga, þar eð piltar þurftu að gæta
ýtrustu sparsemi og aðsjálni, og
stóð þessi samningsgerð stundum
alllengi. Veltan var allmikil, því
að mannmargt var, og kaupmönn-
um því eklki sama hvorum meg-
in hryggjar þetta lá. Nokkuð lögðu
piltar upp úr, að sem skemmst
væri til aðdráttar fyrir þá, þar eð
allt sóttu þeir sjálfir og báru heim.
Þá höfðu kaupmenn enga sendi-
sveina. Síðar urðu mér allkunn
þessi viðskipti við skólapilta, þar
eð þeir höfðu sín aðalviðskipti við
verzlun, sem ég starfaði við í all-
möng ár, verzlun P.J. Thorsteins-
son & Co., síðar * hið svonefnda
Milljónafélag. Verzlun þessi var
þeim hentug, þar eð hún var næst
Flensborg. Oftast munu piltar hafa
komið í lok hverrar viku til að
sækja það, sem heimavistina van-
hagaði helzt um. í lok hvers mán-
aðar voru reikningar gerðir upp.
Fyrir kom, og efalaust oftar
heldur en ég vissi um, að piltar
komu með afsláttarhest, sem var
þá lagður í þetta stóra félagsbú.
Einnig kom það fyrir, að þeir pilt-
ar, sem áttu heima nær, komu
með sauði í búið. Þetta voru pilt-
ar, sem áður höfðu verið í heima-
vistinni og áttu vísa vist þar. Þau
ár. sem heimavistin ihafði sín aðal-
viðskipti við verzlun þá, sem ég
vann við, kom það í minn hlut
að annast þá afgreiðslu. Við þetta
myndaðist á stundum nokkur
kunnugleiki milli mín og sumra
pilta, og átti sér oft nokkurn ald-
ur, brátt fyrir oft allmikla fjar-
læsð.
Þeir af sfcólapiltum, sem ekki
voru í heimavist, oftast meira en
helmingur þeirra. urðu að koma
sér fyrir á heimilum víðs vegar í
kaupstaðnum eða í nágrenni skól-
ans. 'Langflestir piltanna voru frá
'alþýðuheimilum, svo til úr öllum
sveitum landsins — alþýðufólk,
karlar og konur, sem ávallt voru
þó fáar þá. Á þeim árum voru lang-
flest heimili Hafnarfjarðar alþýðu-
heimili, heimili sjómanna og verka-
manna, auk örfárra handverks-
manna, svo sem trésmiða og járn-
smiða. Kaupmannaheimili voru
fyrir og fram yfir síðustu aldamót
varla fleiri en fiögur. Þar til hér-
aðslæknirinn kom og settist að í
Hafnarfirði árið 1903 eða 1904,
aðeins eitt heimili embætt-
ismann þar, heimili sýslu-
mannsins. Flest voru heimili þessi
mannmörg og bættu því ógjarna
é siig aukamanni. Það voru því al-
þýðuheimilin, sem piltar urðu
langoftast að leifca til um vist yfir
skólatímann.
Eitt af hinum bezt stæðu heim-
ilum í Hafnarfirði var bakaríis-
heimilið — heimili Helgu Proppé,
sem starfrækti brauðgerðina, að
manni sínum látnum, fram yfir
síðustu aldamót. Þetta var fyrir-
myndarheimili að öllum ibrag.
Helga seldi oftast kennurum skól-
ans, einum eða fleiri, fæði um
skólatímann. Einnig tók hún á
skólatímann. Einnig tók hún á
stundum eina eða tvær stúlkur úr
skólanum í hús sín.
Svo er fyrir að þakka, að á þeim
tíma, sem hér um ræðir, frá síð-
asta tug aldarinnar fram yfir alda-
mót, voru langflest alþýðuheimili
Hafnarfjarðar bjargálna, en mjög
fá mjög fátæk. Það var til þess-
ara bjargálnaheimila, sem piltar
leituðu til um vetursetu. Komið
gat til igreina í einstökum tilfell-
um gamall kunningsskapur, jafn-
vel vinátta við heimili skólapilta.
Þessi kynni gátu átt sér ýmsar
rætur, svo sem kaupavinnu kaup-
staðarfólksins að sumrinu á bæ
foreldra pilta og stúlkna, gömul
ættartengsl og fleira.
Ég held að fullyrða megi, að
skólafólk, sem fékk vestrarvist á
heimilum í Hafnarfirði á umræddu
tímabili, hafi yfirleitt verið heppið
í því efni. Mér var það nokkuð
kunnugt, að húsráðendur lögðu sig
mjög fram um að gera þessum
gestum sínum vistina svo góða sem
frekast var hægt. Og gestirnir voru
glaðir og ánægðir.
Allmikil tilbreytni og upplyft-
ing var það fyrir margt alþýðu-
heimilið til dæmis roskin hjón,
sem annað hvort voru orðin ein eða
höfðu lengst af verið það, að fá
góðan pilt eða stúlku úr fjarlægri
sveit eða sýslu inn á heimili sitt.
Þetta fólk gat frætt heimafólk um
svo margt, sem því var áður ókunn
ugt. Þetta segi ég ekki, án þess að
hafa nokkuð .fyrir mér í þessu
efni. Ég var ekki með öllu ókunn-
ugur nokikrum þessara heimila og
sá og heyrði, hve húsbændurnir
léku við þetta fólk og töldu því
ekkert of gott, sem þeir gátu veitt.
Og þannig var þetta á Ibáðar hliðar.
'Ég held, að þegar litið er til
þessa tímabils, að Flensborgarskól-
inn hafi haft drjúg áhrif til hins
betra — haft igóð áhrif á líf hafn-
firzkrar alþýðu, burtséð frá þeirri
menntun, sem æskufólk þar hlaut
við nám pg samskipti við hina
ágætu kennara.
356
Sunnudagsblað Tímans