Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1973, Page 10
Móhyrna Hiin var mórauð, eins og nafnið bendir til, vel i meðallagi stór, þykkvaxin,frið sýnum og gæðaleg ær. Hún átti lamb i seinni hluta mai, þegar hún var veturgömul. Næsta lamb hennar fæddist 31. mai, þá var hún tvævetur. En næsta vetur á fengitið, vildi hún ekki þýöasthrút, svo það var farið að athuga hana nánar, þaö mun hafa verið i fyrstu viku janúar. Var þá komið rokna júgur undir hana. Það hefði nú mátt ætla að þetta hefði verið augljóst, án þess að taka á, en þetta kom sannarlega á óvart. Þá var sú gáta ráðinn i bili, og við biðum i of- væni eftir að fá unglamb til yndisauka um hávetur. Svo var það að morgni 23. jan. á fyrsta þorradag, þegar við komum i húsin, voru tvö kolsvört lömb nýfædd hjá Móhyrnu, hrútur og gimbur, prýðisfalleg. Hlutu þau nöfnin Surtur og Svarthyrna. Þau voru ekki gömul, þegar þau fóru að fara upp i jötu hjá mömmu sinni og tina sér strá i munninn, og það sem meira var, að þau fóru að éta af mjölinu hennar lika og von bráðar af mestu græðgi. Hugðum við þá að ævidagar þeirra væru þegar taldir, þvi að enginn ung- lambsmagi þyldi svona fóðurblönduát. En það undarlega geröist, að þeim varð aldrei misdægurt. Um haustið voru þau fjarska falleg, Surtur og Svarthyrna. Fannst okkur til valið að setja hana á vetur, og að hún fengi hrút á fengitfð. En það fór nú dá- litiðáannanveg, þvi Svarthyrna, litla bar 7. jan, svartri gimgur, réttum 16 dögum fyrir ársafmælið sitt. En vikjum nú aftur að Móhyrnu. Hún hafði gjört alvarleg stefnuhvörf á lifshlaupi sinu. Læt ég fylgja hér til gamans timasetningu á burðadögum hennar að vetrarlagi- Móhyrna bar: 23. jan. ’59, tveimur lömbum. 22. febr. ’60, einu lambi. 10. jan. ’61, tveimur lömgum. 14. des. '61, tveimur lömgum, 8. febr. ’63, tveimur lömgum. 29. des. ’64, tveimur lömbum. 20. jan. ’66, tveimur lömgum. Eins og sést á þessu sleppti hún úr einum vetri, og átti þá eitt lamb að vorinu, en 13 lömbum bar hún um há- vetur, og f jórum eitt árið. Eins og áður er getið, bar hún þrisvar a vori til, svo að alls átti hún 16 lömb og missti aldrei lamb. Dóttir hennar, Svarthyrna, bar aftur i janúar, þegar hún var tveggja ára, en svo ævinlega að vori eftir það, eins og venjuleg ær. Eigi að siður þorðum við ekki að setja á gimbur aftúr undan Móhyrnu. Samt mætti með sanni segja, að þetta drægi dilk á eftir sér. Stundum bar það til, að ein eða tvær ær báru um svipað leyti i jan., febr. og mátti það svo sem heita i lagi. En dvo dundu ósköpin yfir, veturinn 1966, að 17ærbáru 23lömbum,frá 14. jan. til 15. febr. Eitt lamb dó i fæðingu, en hin öll bráðfrisk og falleg. Það var æði mikið verk að hriða um þetta svo i lagi væri, i þröngum húsakynnum, en það var nú kannski minnst. Fóður- eyðslan var alveg ótrúlega mikil, bæði á mjöli og heyri. Lömbin héldu sig að miklu leyti uppi i jötunum og eyðilögðu þannig mikið af heyi, en mjölið nýttist aö mestu leyti, þvi það hvarf með miklum hraða i lystuga munna. Heilsan hjá þessum hópi var alveg frábærilega góð, og var það mikið fagnaðarefni. Það þurfti ekki að vera að velta vöngum yfir þvi, að ærnar fengju doða eða þvi um likt og ekki fengu lömbin verki eða annan krank- leika, sem oft hrjáir unglömbin með vorinu. Þegarleiðað vori og veöur var gott, var farið að helypa þessum fénaði út og brynna i stórum ilátum, úti á hlaði, sem vatni var dælt i, og var það mikill léttir, þvi mikið var drukkið- Þegar vorsauðburður hófst, kom brátt að þvi, að við létum vetrarbærurnar og þeirra lið liggja úti og gáfum þeim jötur úti á túni, sem voru gjarnan færðar til eftir vindátt. Ég ætla aö það hafi verið fremur óvenjuleg sjón, þegar við fórum með heypoka og mjölfötur að gef gefa þessari hjörð, og hún gekk fast á hæla okkar og allt um kring, þvi ekki var styggöinni fyrir að fara. Þegar þessum ám var sleppt, var orðin mjög lítil mjólk í þeim, þvi mjólkurskeið þeirra var orðið langt, og svo var þörf lambanna fyrir mjólk orðin litil og það með nýgræðingnum. Einkum voru hrútarnir orðnir það stoltir, að þeim þótti minnkun að láta sjást, að þeir væru að sjúga rollu. A haustdögum voru þessar skepnur fádæma fallegar, ærnar ullsiðar og vænlegar og lómaði af þeim velliðin. Lömbin voru likari veturgömlum kindum en lömbum,en vænleiki þeirra var minni en efni stóðu til, vi þau fóru að leggja af, þegar grös tóku að tréna. Mestur þungi þeirra mun hafa verið siðast i júli, og þá hefði þurft að farga þeim. Nú fer að draga að siðari hluta þessa ævintýris. Um sumarið var ókyrrð meðal kinda i haganum, einkum er á leið águst. Voru þar auðsjáanlega fremstir i flokki hrútarnir, sem vornir voru siðastliðinn vetur. Foru þeir oft um, tveir til fimm saman, og eiruðu engu, sem á vegi þeirra varð. En nú ætluðum við að vera snjallir, rákum að féð, sem var á nálægum slóðum, og tókum hrútana frá með það i huga að hafa þá svo á túninu. Þeir komu þarna flestir mig minnir að þeir væru 7, en þeir voru 10 alls. Við höfðum þá inni fram eftir kvöldinu, en létum þá svo á túnið i þeirri trú, að nú yrðu þeir rólegir og ánægðir við að gæða sér á góðri há. En þeir voru þá á annarri skoðun, tóku ekki jörð, og æddu sifellt með girðing- unni og þegar næsti dagur rann, voru þeir allir hornir. Höfðu vist ýmist troðið troðið sér i gegnum fimmfalda girðinguna eða stokkið yfir. Um haustið þótti okkur einsýnt, að við yröum að farga öllum ánum og auðvitað hrútunum lika, þvi allt var orðiö sama sinnis. Siðari hluta hausts var Guðmundur Gislason, læknir, á vegum sauðfjárveikivarna i sláturhusi K.B., Borgarnesi, að athuga innyfli úr ám. Var honum gert aðvart um, að okkar ær gætu haft eitthvað innvortis umfram það, sem venjulegt væri á þessum tima, og beðinn að hafa tölu á þvi. Það var auðsótt og þótti honum þetta hinn bezti fengur. Fann hann 50 fóstur i 35 ám. Taldi hann að þessar ær hefðu átt að bera frá jólum til febrúarloka. Svo er nærri vist, að 370 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.