Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Síða 3
Þeir höfðu fiskkörfu fyrir björg- unarstól og burgu öllum á land « Nokkrar frásagnir um hetjulegar kerlingar, skipsströnd, mannbjörg, upphoð o.fl. við Húsavík úr syrpu Jónasar Jónassonar á Silalœk (Fricttgnina sem hér (er á eftir, rit- ati Jénas Jönasson, bóndi á Sflalæk i AtaldailS-Þing. áriö 1945,þá 78ára aö aldri, en hann er nú látinn fyrir all- mtrgnm árum. Jónas var minnugur vel. haffti gaman af visum og kviðling- nm, safnaði þeim og geymdi. t fyrri- Klnta þessarar frásagnar er greint frá tveim ..hetju-kerlingum” I gaman- etmtim tdn en öllu gamni fylgir nokk- nr alvara, svo sem fram kemur i nistlinum. Siðar er sagt frá skiptöpum á Húsavik og nágrenni á öldinni, sem leit.) Hetju-kerlingar. Jórunn og bórunn hétu konur tvær, sem sýndu af sér skörungsskap og hetjudáð.sem lengi var i minnum höfö hér á norðurströndum og ort um hetju- kvcði. Dáð þeirra var i þvi fólgin að reka af höndum sér og á flótta tvo Englendinga. Þó unnu þær ekki afrek- ið báðar saman, heldur hvor i sinu lagi, og leið nokkur timi á milli, en báðar munu hafa verið um sjötugt, þegar atburðir þessir urðu. 1 „Tiðavisum” séra Þórarins Jóns- tonar, prests i Múla, er getið um Jór- unní t eftirfarandi visum: Í: VHerskipiö með hundrað manns harðsnúið, og foringjans getið Tómas Gilpins var i. göðs af rómi liðstjórnar. ■ -W-‘ -4 - ■■ ■ Tveir matrósar fljóöafund fýstust kjósa litla stund, I tutdan flúðu tvistur tvær, ■ tjörgusúðar eltu þær. Afram sætur æddu mest eins og fætur toga bezt eitu drengir, bæ aö bar, búið spreng af mæði var. 1 þvf kerling út þar stökk, ekki á ferli hjartaklökk, á handlegg stinnum barn hún bar, en beitt i hinni sveöja var. Sunnudagsblað Tímans Rösklegt vif með reiðiþjóst rak þeim hnifinn fyrir brjóst og hét að sliðra i hjartareit, hinir viðrast upp sem geit. Kviðinn linar kviðarskak kvensemina á flótta rak. kossa bæði og kveðjur þraut, kauðar æða hræddir braut. Furðu stóran hermannshug hafði Jórunn fullsjötug, lofstir hressi landi þinn, lengi blessuð kerlingin. „Tiðavisur” séra Þórarins i Múla mun Þórunn Jónsdóttir á Silalæk hafa lesið, og það varð hennar hlutskipti nokkru siðar að reka á flótta tvo Eng- lendinga, sem henni þótti áleitnir (en á öðrum vettvangi) og verður nú litil- lega af þvi sagt: Sumrið 1878 stunduðu tveir Eng- lendingar laxveiðar á Laxamýri. Þeir hétu Tómas Kent og Lock. Siðar lét Lock grafa upp brennistein á Þeista- reykjum og flytja á reiðingshestum til Húsavikur og þaðan á skipum til Eng- lands. Einn dag í ágústmánuði 1878 komu þeir Tómas Kent og Lock vestur að Silalæk með veiðistengur og byssur i höndum og báðu leyfis að veiða silung og fugla. Þeim var leyfð veiði silungs og ránfugla, en ekki anda- né æöar- fugladráp. Engum silungnum náðu þeir, en nokkrum fuglum, þar á meðal hákarla-skúm. Þegar þeir islenzkuðu nafns hans, lét það svona i eyrum heimafólks: „ageli, ageli, ageligum”. Þeim hefur að likindum þótt nafniö hart i munni. Skúminn skutu þeir á vatni og báðu vinnumann föður mins að vaða eftir honum, og var vatnið honum undir hendur. Þegar hann kom með fuglinn til lands, rétti Tómas hon- um 25 aura. Það þætt nútiðarmönnum vist litið kaup fyrir slikt vos. Þegar Tómas hætti að dorga við silunginn og sneri sér að þvi að skjóta fugla, bað hann föður minn að geyma i vasa sin- um veiðihjól og linu, sem hann hafði til vara. En er þeir skildu, gleymdist hjóliö I vasa föður mins. Skömmu sið- ar kom gestur að Silalæk, Arni bóndi Jónsson i Skörðum. begar Arni hafði lokiö erindi sinu, fékk hann kaffibolla og brennivinsstaup, eins og þá var sið- venja. Kvöddust þeir bændurnir siðan með handabandi og kossi, berhöfðaðir á hlaðinu. Þá lét Arni þessi orð fylgja kveðjunni: „Guð og lukkan fylgi þér alla tima, Jónas minn. Siðan steig hann á bak hesti sinum og bjóst að riða brott. En þá rankaði faðir minn við sér, og af þvi að Arni ætlaði að koma við á Laxamýri, bað hann Arna fyrir veiðihjólið til Tómasar Kent. Arni ætlaði að riða Laxá á svonefndu Fossavaði, en lenti út að sjó og austur að Laxárósi. Hefur hann ætlað að sundriða ósinn en drukknaði þar. Þar af leiðandi fékk Tómas ekki stangar- hjól sitt strax. Daginn eftir komu þeir ensku vestur að Silalæk og heimtuöu hjól sitt. Þá hafði drukknun Arna ekki spurzt um sveitina. Faðir minn var þá viö selveiði vestur i Skjálfandafljóti, og ekki aðrir heima en krakkar og kvenfólk. Þar á meðal var nær sjötug kerling, er Þórunn hét Jónsdóttir, frænka min. Htín var föðurmóðir Gunnlaugs Sveinbjarnarsonar i Skóg- um i Reykjahverfi. Ekki skildum við neitt af þvi, sem þeir ensku sögðu og rausuðu úti á hlað- inu. En þegar þeir fóru að hækka róm- inn, sáum við Þórunni gömlu skálma fram á hlað með langan og gildan birkilurk i höndum. Rak hún lurkinn harkalega niður I hlaðið mikið högg framan við fætur gestanna og buldi i. Um leið hrópaði hún þessi orð: „Meistarinn er að rota sel i Skjálfandafljóti”. Sennilega hafa þeir ensku haldið, að kerlingin væri aö hóta þeim bráðum bana, því að þeir gripu hesta sina sem bráðast, stigu á bak og riðu brott. En Þórunn bar birkibálkinn sinn inn i eldhúshorn og lagði hann þar að 507

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.