Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Blaðsíða 15
Jón Hjalti Degi er tekiö aö halla og blásvartir kaldir skuggar hafa myndazt i gjám og giljum vesturbrúnar dalsins, meöan lág siödegissólin enn skin frá héiöu vesturlofti og litar snjóug fjöll og brúnir, tæru hvitu ljósi útmánaöar- dagsins. .Fremst f dalnum, sem er langur og þröngur innst, er maöur og hundur að fika sig siöustu skrefin frá skuggum hans, upp i sólskin heiöarinnar. MaÖurinn styöur sig viö stuttan brodd- staf, er þreytulegur og álútur i spori, likt og hann leiti einhvers fyrir fótum sér eöa svipist um á ótraustum isi. SWr og sterklegur mókrögóttur hundur skokkar á undan honum, stundum langt, stundum skammt, en ávallt i ótal krókum og með trýnið niöur viö jörö. Oöru hvoru réttir hann þaö þó beint upp og nasar út i loftiö á móti golunni. bannig fara maöur og hundur um stund, æ lengra til fjalls, unz þeir komá að lyktum i skarö eitt litið á milli tveggja lágra fella, þar sem nálega samfelld snjóbreiöa tekur viö. Þar sezt maðurinn niöur á auöa mosató sunnan undir stórum, veöruöum steini, en hvutti heidur á, tritlar vestur úr skaröinu og hverfur sjónum. Nú er sólin gengin undir og fjalla- golan oröin bitandi köld. Maðurinn er þreyttur og leiöur af langri og árangurslausri göngu, stynur viö og kastar sér þyngslaiega, endilöngum, á hálffreöinn mosann, sem aöeins hefur siaknaöofan um hádaginn. Hann teyg- ir frá sér aila skanka og reynir aö láta fara vel um sig, á meöan hann blæs mæölnni. Þetta er ungur maöur, vart tvltugur, nokkuö hár vexti en grannur, meö mikiö ijóst hár, svitastorkiö og aiit i einum þyrli. Hann er klæddur loöfóöraöri hriöar- Úlpu meb áfastri hettu, sem hann hefur kastaö aftur á bakiö. Hann er heitur af göngunni upp snarbratta fjallshliöina, en kólnar fljótt á freönum mosanum. Rishann þvt von bráöar á fætur og ber sér dálitiö um stund, tekur aö þvi búnu Úpp lúÖ tóbaksbréf og stutta reykjar- pipu, sem hann horfir hikandi á um sinnf þvi aö ekki má þaö vitnast heima Sunnudagsbiaö Timans VORVÍSA hjá honum, að hann hafi slika hluti undir höndum. Raunar finnst honum það afar ósanngjarnt, þar sem jafn- aldri hans á næsta bæ reykir dálitið, án þess að sé fundið. En það, sem reið al- veg baggamuninn var kennarinn hans viö unglingaskólann, fyrr um veturinn. Það var ungur maður og myndarlegur, sönn fyrirmynd i öllu dagfari og háttum. Hann reykti pipu og reykti mikið, þó ekki væri i kennslu- stundum. Eftir nokkra umhugsun treður hann i pipuna, um leið og hann tautar gremjulega: „Hvern fjandann sjálfan skyldu skjáturnar hafa álpast, fyrst engin merki sjást eftir þær á brúnun- um eða hér inn hjá fellunum.” Þá skýlir hann pipunni bak við úlpu- barminn og kveikir i tóbakinu, tyllir sér svo enn á mosatóna og hyggst njóta reykjarilmsins i' munni og nös- um. Aö nokkurri stundu liðinni finnst honum reykurinn vondur og rammur á bragðið, brenna sig i tunguna, valda sér ógleði og svima, svo að hann tekur út úr sér pipuskrattann, heldur áfram sinum fyrri hugsanagangi og segir hálfhátt fyrir munni sér: ,,Það er lik- lega með þær greyin eins og fleiri, að þær eru farnar að þrá vorsólina og vorið.” Við þetta eina orð, vor, sem hefur svo sérstakan og seiðandi hljóm i islenzkum eyrum, taka hugsanir hans snögglega aðra og mjög óvænta stefnu. Ósjálfrátt og án þess, að hann geri sér minnstu grein fyrir hvað þvi veldur, skýtur upp i huga hans fölnuðum minningum frá einu vori, fyrir þremur árum eða svo, fegursta vori æsku hans. Það vor var hlýtt og bjart, þá var unaðsamlegt að lifa og vera til, finna vaxandi krafta og lifsgleðina svella i brjósti sinu. Skammt frá bænum, þó i hvarfi viö hann, var litið stöðuvatn nefnt Bæjárvatn, sem i daglegu tali var kallað aðeins Vatnið. Þar var hann oft að veiða, ýmist með net eða færi, en þó oftar að busla eöa vaða, þvi að hann hugsaði sér að verða syntur eins og urriðarnir frammi á marbakkanum. Hann var eini unglingurinn á bænum og fór mikið einförum þar sem leik- félaga skorti, en við Vatnið var hans kærasti staður til leikja og dag- drauma. Einn heitan og bjartan sunnudag seint i mai, hafði hann veitt fáeina silunga I net, sem hann átti þar frá kvöldinu áður, en farið svo að vaða og busla og þykjast synda, þótt hann kynni það ekki. Þegar hann þreyttist á þvi, settist hann allsnakinn á vatns- bakkann og hvildi sig. Þá heyrði hann hófahljóð og sá fólk á hestum, sem komu fet fyrir fet niður bratta og grýtta melgötuna utan i Stekkjarásn- um, rétt við hliðina á honum. Hann leit upp og festi augun á öldruðum manni, með sitt grátt al- skegg, riðandi á skjóttum en spölkorn að baki hans reið ljóshærð stúlka, hvit- um hesti. Hún var mjög ung að sjá, svona á aldur við hann sjálfan, kannski yngri, kannski eldri, erfitt að segja til um það. Hún starði á hann alvarlegum og undrandi augum, þar sem hann sat yzt á bakkanum og skvampaði með fótun- um i volgu vatni umvarpsins. Gesta- komur voru ekki tiðar þarna, á neinum tima árs, og þvi kom .þessi mannaferð svo flatt upp á hann, að ósjálfrátt horfðist hann ófeiminn i augu við ungu stúlkuna, unz hann gætti þess að hann var nakinn og fötin fjarri, þá blygðaðist hann sin mjög, stökk út i vatnið og óð upp i mitti. Þegar hann áræddi að lita til ferða- fólksins á ný, var það komið góðan spöl framhjá honum, svo að ekki kom lengur til greina, að það yrti á hann, enda hafði gamli maðurinn ekki virzt veita honum neina athygli. Aftur á móti hafði stúlkan snúið sér við til hálfs á reiðskjótanum, er þau bar um- fram, og sýndist fylgjast með honum af áhuga, þar til leiti skyggði á milli. Eftir að hann kom heim var hann venju fremur fámæltur og þegjanda- legur,sagði ekki frá tiðindum og spurði heldur einskis. Hann varð þess þó áskynja næstu daga, að öðru heimilis- fólki var kunn gestakoman i nágrennið, þó að hann þegði. Hann heyrði undir væng, þvi að ein- 519

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.