Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Side 16
Ríða pert eða járna pert hvern veginn kom hann sér ekki að þvi að spyrja neins, að hún héti Stein- gerður, kölluð Gerða og ætti að vera konunni á næsta bæ, sem var ósköp heilsulin, til aðstoðar innanbæjar fram eftir sumrinu, en ætlaði svo i skóla um haustið. Hann hleraði einnig, að hún væri bara fimmtán ára og þvi fullu ári yngri en hann, en anzi rösk og dugleg og myndi trúlega betur fallin til að böðlast útivið en dedúa við smákrakka og lasna konu, sagði fólkið. Skammt var á milli bæjanna, og þvi hittust þau stundum dögum oftar við voryrkju og ýmis útistörf, sem hún virtist látin gegna öllu meira en ætlað hafði verið. Þau töluðust þó litið við og aldrei um annað en það, sem störfin snerti, enda voru oftast einhverjir fleiri i verki með þeim. En eitthvað alveg nýtt og óvænt hafði gerzt, hann fann það þótt hann skildi það ekki, og gæti ekki haft orð á þvi við neinn. öll tilveran var einhvern veginn breytt og ólik þvi, sem áður var. Til sögunnar var komin ný kennd, sem olli svo næmri skynjun, að iöulega þaut blóðið fram i andlit hans með ofsahraða, ef hann aðeins heyrði nafn hennar nefnt, en öðrum stundum fékk hann nær þvi óviðráðanlega löngun til þess að hendast eitthvað út i buskann, hrópa og kalla út i sólskin vorsins gleði sina yfir þvi einu að lifa og vera til. Þessi nýja tilfinning og næm skynjun lifsgleðinnar, gerði hann frá sér numinn og allt að þvi orðlausan i návist hennar. Var þvi eins varið með hana? Hann vissi það ekki, þvi að hún var alltaf svo þögul og alvarleg og brosti næstum aldrei. Þegar þau voru tvö ein, sem ekki bar oft við, heilsuðust þau jafnan og kvöddust með handa- bandi. Þá fannst honum, að kyrrlát augu hennar skinu bjartar en fyrr, og að rödd hennar, sem ávallt var lág og róleg, vera með nýjum blæ eins og dálitið móð af göngu. Hann skynjaði þetta en skildi ekki Hinar fáu samverustundir þeirra voru yfirleitt mjög stuttar, alltof stuttar, að honum þótti. Aðeins einu sinni, er þau kvöddust, hafði hann árætt að halda hendi hennar kyrri i sinni dálitla stund, áður en hún dró hana að sér, jafnframt þvi leit hún á hann leiftrandi augum og brosti, en hljóp svo á brott eins og hún væri logandi hrædd við eitthvað. Þar sem hann þá stóð og mændi á eftir henni, heillaður af brosi hennar og náinni snertingu, fylltist tilveran ósegjanleg- um unaði og sælukennd svo djúpri, að orð fá eigi lýst. Þannig leið vorið við yndi og önn, sumarið kom með sætan ilm af ný- slegnu grasi, með sólrika daga og döggvota morgna, þar sem vell spóans 520 Þegar ég var i Eiðaskóla, vetur- inn 1919-1920, bar gest að garði, sem vakti athygli okkar skóla- sveina. Þetta var Þorkell Jónsson, bóndi á Fljótsbakka. Einhver, sem þekkti Þorkel, fékk hann til að sýna okkur iþrótt þá, sem að ofan getur. Strengdur var gildur kaðall milli tveggja skólaborða, og voru um 3 metrar milli borðanna. Skólapiltar röðuðu sér á borðin, svo kaðaliinn héldist vel strengdur. Þorkell settist siðan á kaðalinn, flötum beinum og hafði krosslagða fætur uppi á honum, og lá kaðallinn milli hæla hans. Hafði Þorkeilpriki annari hendi, en hinni hendinni hélt hann út, til þess að halda jafnvægi. Fór Þorkell með eftirfarandi þulu og sló með prikinu i fót sér við hverja hendingu. rann saman við lágværan nið linda og lækja, máttug hljómkviða hins islenzka sumars tók undir og magnaði nýsleginn tón ungra hjartna. Ágústmánuður var liðinn og rosi kominn i tiðarfarið. Hrið á fjöllum, slydda i dölum, en ár, gil og lækir i for- áttuvexti. Þá skeði það skyndilega, eins og jafnan er um öll ótiðindi, að sólin tapaði birtu sinni, hjartað hljómi sinum, jörðin varð auð og tóm og myrkur grúfði yfir. Hann hafði verið sendur heim af engjunum til þess að lita eftir heyjum, sem betur þurfti að búa um eins og veðri var þá farið. Þegar hann kom að Svartánni byltist hún fram kolmórauð i boðaföllum. En sjáum til, þarna hjá vaðinu stóð ein- hver, sem virtist hræddur við vatns- flauminn, þvi að hann óð út i, tvö eða þrjú skref, en snéri svo aftur til sama lands. Hann greikkaði sporið og fékk hjartslátt, þetta var hún, á þvi gat hann ekki villzt. „Sæl”. ,,Sæll”. Þótt hönd hennar væri sárköld og þvöl af úrkomunni brosti hún glaðlega, og augu hennar leyndu þvi ekki hve fegin hún var komu hans. ,,Hvað ertu að gera hér?”. Tókst honum að stynja upp. ,,Ég ó, ,ég var send til engja- fólksins að segja þvi að koma heim i kvöld, tjaldið þess er svo lélegt. En svo Sæki ég meri mina. (högg) Legg ég við hana beizli. (högg) Rið ég henni i hlað. (högg) Hrekkur úr henni tað. (högg) Tálga ég hófinn. (högg) Legg ég við skeifuna. (högg) Negli ég naglana. (högg) 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10-11-12-13 -14-15-16-17-18-19-20-21-22-23-24. (Högg við hvern nagla. Legg ég á hnakkinn. (Prikið er þá fært úr hægri hendi yfir hné i vinstri hendi.) Girði ég gjörðina. (Þá er höfð handaskipti á prikinu undir lærin.) Spenni ég reiðann. (Skipt er nú um hendi á prikinu fyrir aftan bak.) öllu þessu lauk Þorkell án þess að hann dytti af prikinu eða styddi sig við. (H.P. skráði eftir handriti Eiriks Stefánssonar, kennara, Kambsvegi 13) hefur árskömmin vaxið þau feikn á meðan, að ég held hún sé hreint ófær-' . ,,0, ætli það sé nú svo slæmt”, mælti hann drýgindalega. ,,Ég skal bara bera þig yfir". Hún var svo miklu minni vexti en hann, að slikt hlyti að vera auðvelt, og svo var hann sem betur fór vanur vaslinu. Siðan tók hann hana umsvifa- laust i fang sér, og óð hægt en hiklaust út i beljandi strauminn. Von bráðar ólgaði vatnið honum nálega i mitti andstreymis, og hann hugsaði með sjálfum sér að liklega væri hún dálitið hrædd, þegar hún herti takið um háls hans og herðar og þrýsti vanga sinum að hans. Þá er yfir var komið, heilu og höidnu, lét hann byrði sina varlega til jarðar og heldur seint. „Varstu nokkuð hrædd?” Spurði hann. ,,Nei, nei, ekki núna, þú ert svo sterkur og, og - - ” Hún lauk ekki setningunni, heldur vatt sér mjúklega úr faðmi hans. Oft hafði hann hugsað um það siðan, hvað hún hefði ætlað að segja fleira, en þvi var ósvarað, utan i dagdraumum hans og hillingum þessa siðasta fundar þeirra. Nú áttu þau samleið heim undir Bæjarvatnið og gengu hægt hlið við hlið. Við vegamótin nam hún staðar, leit snöggvast i augu hans og mælti niðurlút: ,,Ég fer vist heim á morgun eða hinn daginn.” Við þessi Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.