Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Qupperneq 8
Og ánægjustundirnar eru ótaldar, sem ég hef átt með þér. Nú skulum við enn halda okkar leið út i óspillta náttúruna, og eiga saman yndislegan dag, i órofakyrrð sumarsins. Eitthvað bullaði ég fleira við hana Gránu mina, en þar sem viðræður okkar eru aðeins okkur ætlaðar, er ég ekki að teygja þær meira hér. Hún rann mjúklega fram veginn. Ferðinni var heitið fram að Miðdal. Þar var báturinn hans Hálfdáns Ólafs- sonar. Það er litil gaflkæna, smiðuð úr áli, létt og meðbærileg fyrir einn. Hefur Hálfdán leyft mér afnot af henni undanfarin sumur. Hefur það komið sér einkar vel, þvi að bátar Stang- veiðifélagsins eru mun stærri og þyngri, og varla mitt meðfæri, hálf- lappalausum manninum. Ég færði veiðidótið mitt úr bilnum i bátinn og baslaði við að ýta honum á flot. Stefnan skyldi tekin á Seleyri. Þar eru ágæt bleikjumið. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að bleikjan tekur ekki nema á vissum tima dagsins, og þá að- eins stutta stund: Veðrið var dásamlegt, léttskýjað og hægur andvari, mátulega mikill til að halda mýbitinu i skefjum. £g renndi nokkrum sinnum, en árangurslaust. — Það er bezt að halda að Seleyr- inni, róa færið út, drekka kaffið i rólegheitum og fá sér siðan hænublund uppi i móunum. Ég fór að þessum ráðum min sjálfs. Það veit enginn, nema sá sem reyn ir, hve blessað kaffið bragðast vel, þegar þess er neytt út i guðsgrænni náttúrunni á friðsælum stað, i hæsta gróandanum. — Morgungolan, ylhlý, leikur um vanga og örvar lystina. Fuglahópurinn, sem setið hafði á eyrinni flutti sig utar svo kyrrðin var algjör, nema hvað einstaka garg gráð- ugs mávs, rauf hana og lét i eyrum sem sarg i bitlausri sög, — eða draugaspil á glugga. Leiðinlegur og ljótur fugl, mávur- inn, og vekur andúð. — Gleymdu þér dulitinn dropa þangað til um ellefu-leytið, gamli minn, heyrði ég sjálfan mig segja. Ég gerði það. Það er svo ósköp notalegt að fá sér sopa og skola kverkarnar, þegar liður á morguninn, — einkanlega, ef hann er tregur. Tók ég nú saman dótið mitt og hallaöi mér að þægilegri þúfu. Nú skyldi fara notalega um mig, meðan legan var gefin, og hann var að átta sig á, hvort þetta tifur þarna framundan, væri gómsætur morgunverður eða grimmúðleg gildra. Þúfan, sem ég hvildi við, var ósköp þægil. Það var ekki að þvi aö spyrja, þegar svona vel fór um mig, reikaði hugurinn til æsku minnar. Þúfan sú arna minnti mig á, þegar faðir minn réðist gegn þýfinu i Hraunstúni. Svona hafði það verið þýft. Þar var þúfa við þúfu, svo hvergi svo hægt að dreifa úr flekk. Það þoldi ekki Július Hjaltason, og réðst gegn kargaþýfinu með ljá og skóflu. Þá voru ekki komnar til sög- unnar þessar stórvirku landbúnaðar- vélar, sem þekkjast i dag, svo ljárinn og skóflan urðu að duga við jarðar- bæturnar. Nú, svo var það, að einn nágranninn hafði orð á þvi við föður minn, að hann skildi ekki neitt i honum Júlla i Hrauni, að hann skuli fara svona með þúfurnar ,,Jú-hú, skilur hann það ekki, maðurinn, að hann fær miklu meira gras af þúfunum heldur en flaginu.” — Hvernig má það vera? — Jú-ú-hú. Það er auðskilið, maðurinn, að hann fær miklu fleiri stráin af þúfunum, — fleiri ræturnar, gefa þvi fleiri stráin. — Það er þó alltaf meiri timi og erfiði, sem fer i að slá þúfurnar. — Júhú, meiri timi, ekki erfiði. Slétturnar eru erfiðari. Sérðu til, að sléttunni stendur maður alltaf beinn við sláttinn. Það er erfitt að standa alltaf beinn. 1 þúfunum eru alls konar sveiflurog beygjur. — Hrein „gymna- stikk” við blessaðar þúfurnar. — Ég held nú samt, að ég verði að fá mér sléttan blett, svo sem á stærð við svuntubleðil, til að þurrka á. — Júhú, — nehei. Þornar betur á þúfnakollunum, maðurinn. Sléttan er blautari. Þúfnakollarnir standa þó alltént nær blessaðri sólinni. Hann skilur það, maðurinn. Þetta voru rök, sem erfitt var að mæla i gegn. Og nú reyndi ég enn eina staðreynd: Skelfing var gott að hvilast við þúfuna þá arna. Já, svona var það. Hugur manns er merkilegt tæki. Hvar, sem maður er staddur, hvort heldur fram til dala, út á sjó eða upp til fjalla, jafnvel i þyngdarleysinu upp i tunglingu, er mannshugurinn starf- andi. Hann kallar fram löngu liðnar minningamyndir, allt frá æsku til elli, hvort sem þær eru ljúfar eða leiðar. Hann lætur hann aldrei i friði, hvorki i vöku sé svefni. — Já, ekki einu sinni við laxveiðar! Laxveiðar! Já, þarna minnti ég sjálfan mig á, hvers vegna ég lá hér uppi við þúfnakoll fram á Seleyri. Ég komst samstundis til nútiöarinnar, hinnar liðandi stundar. Mér var litið niður að stönginni minni þarna, sem ég hafði stungið henni örugglega i mjúkan jarðveginn. Ogsjá! Hamingjan er i fylgd með þér i dag, Kristján minn Karl. Ekki ber á öðru. Það fer eins og rafstraumur um allan likamann. Tilhlökkun eða hvað? Ég hef aldrei losnað við þessa undarlegu tilfinningu, enda mun ég ekki óska þess heldur. Þetta er eftir- væntingin, tilhlökkunin, sem gerir veiðarnar svo eftirsóknarverðar. Ef þessi tilfinning kæmi ekki fyrir mig, mundu veiðarnar verða eins og hver annar hversdagsleiki sem liöi hjá og skildi ekkert eftir. En einmitt af þvi, að þessi tilfinning er til staðar i hvert sinn og stöng er borin að vatnsfleti, varðveitist endurminning um hvern fisk, sem veiðist og atvik, sem tengd eru hverri veiðiferð. Ég „skakkaðist” niður aö stönginni, greip hana báðum höndum, — og sá, mikill fiskur var þetta á færinu. Átakið á linuna er langdregið. Þetta hlýtur að vera stór fiskur, — og 512 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.