Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Blaðsíða 10
inu, sem rykkir svona i bátinn, sagði Kristján við hinn helming nafns mins. — Og hvar ertu þá staddur, hengil- mænu orðhákurinn þinn. Ætli þú megir ekki þá hafa þig allan við, að halda áru þinni hreinni. Þú ert, — þú ert hreinn viðbjóður mins nafns. Þú þykist vera aö drepa laxa, en verður næstum sjálfur drepinn við þá athöfn. Sjálfur var bara é g, — um stund ópersónulegur, nafnlaus norpulegur likami, hét ekki niett — var ekki neitt. Þetta ég var ekkert, bara hrúgald, sem misst hafði jafnvægið á þóftu út á stöðuvatni, sem hét svo mörgum nöfnum, að ekkert þeirra var nýtilegt i daglegu tali, — og þvi kallað bara: Vatnið. — Það er enginn nykur til i þessu nafnmarga vatni,og svo ertu bara heigull, vesæll heigull. Já, það ertu Jánki minn, hrópaði Karl. Og Heiðna- fjallið endurtók samvizkusamlega: Jánki minn — mi-i-inn. — Þú ættir að skammast þin Karl. Þú — þú, sem ekkert ert nema skag- firzkt spott, feðrað fram i ættir af dönskum baunverjum. Sérðu! Littu á þetta hrúgald, að tarna franslundaði amlóðinn þinn. Sérðu það, segi ég. Þetta grey hefur verið að leitast við að bera nöfn okkar, nokkuð skamm- laust, i nærfellt sex áratugi. Og þú — þú litur ekki á vasalinginn! — Ég skammast min fyrir þig, föru- nautur mins nafns. Það var þótti, — fyrirlitning i þessum tón. — Ok, svei-svei. Heyr á endemi! Þú siðapostuli nafns okkar beggja. Hver var svo arfleifð þin? Ekkert, nema kvenskan, kúðhyrnd pilsaglenna ni- ræðra kerlinga, allt frá Agli Skalla- Grimsyni til vorra daga. Þú forhertur nikótinisti, pipukokkáll með meiri. Gjörðu það fyrir mig, fyrri helmingur mins nafns — og þegiðu. Og nú var eins og lofthjúpur Karls drægist saman, félli inn i sjálfan sig, og hann varð iðrunarfullur. Það var eins og kippt hefði verið i streng, og hann varð brjúgur, sáttfús. — Nei, annars. Við skulum sættast. Hrúgaldið þarna er að ranka við sér. Við skulum vera vinir, bræður, heiðr- að nafn þessarar ópersónulegu persónu, sem liggur þarna i ómegin minnisleysisins. Ég vil sættast, þvi að þú ert eir, þú ert silfur, nei, þú ert gull og gimsteinn vors nafns og skreytir það i opinberum gögnum svona: krjúl. — Þar erum við eitt. Þú ert ég og ég er þú. Og þar með sættust nöfnin min bæði, sneru til min aftur svo ég varð ég. Þau grófu sig inn i vitund mina eins og ánamaðkur, sem grefur sig i gljúp- an jarðveg. Ég kom til sjálfs mins, en minnugur 514 þess þó, að hafa heyrt ókenndar raddir um stund. Ég fór hendi um höfuð mér og fann að mér blæddi örlitið úr hnakka. Og nú var að hrista af sér drungann og taka til höndunum. Ég greip stöngina og fór að vinda inn linuna. i fyrstu virtist hún létt en svo smá þyngdist hún og nú var hún föst. Alveg blýföst. Hvað átti nú að gera? Biða. Það hafði þrautreyndur lax- veiöimaður sagt mér einhvern timann. Ef laxinn þreyttist, og eflaust hefði hann þreytzt á þessum hundrað metra spotta, þá legðist hann, settist á botn- inn sem blý. Þaðan yrði honum ekki hnikað, fyrr en hann vildi sjálfur. Ég setti út árar, og hamlaði bátnum. Þaö slaknaði á linunni og ég vatt slakann inn á hjólið. Þannig hélt ég áfram: hamlaöi, vatt inn, þar til linan lóðaði þvi nær beint niður, þá tók ég léttu taki á stönginni, beindi henni upp á við og hviss-iss, kvaö við i hjólinu. Linan þaut þvert á bátinn i áttina að Miðdal. — Nú hlýtur hann að slita, hugsaði ég með sjálfum mér.Ég herti á brems- unni, ósköp varlega þó, og hraði lin- unnar varð skaplegri. Svo varð allt hljótt og kyrrt, svo kyrrt, að það mátti heyra andardrátt kyrrðarinnar i kring. Undursamleg kyrrðin stillti æstar öldur veiðihvatar- innar og vitund min endurnærðist af ylhlýjum andvaranum. En Adam var ekki lengi i Paradis. Nú endurtók sig sami leikur og fyrr, hamlað, undið og hamlað, stönginni lyft og tekið varlega i þotið út með lin una hornrétt á bátinn. Þannig barst leikurinn æ nær bakkanum, Miðdals meginn. Loks var ekki lengra i land en svo, að ég gat róið bátnum að landi og gefið linuna út um leið. Þegar landi var náð, brýndi ég bátnum og vatt inn á hjólið þar til ég fann til þunga fiskj- arins og þóttist skynja, að hann væri ekkert á þeim buxunum að gefa sig strax. Hann lá eins og blýklumpur i botni. Ég leit á klukkuna og sá, að nú yrði úr vöndu að ráða. Það var hálfnaður matartiminn og samvizku minnar vegna fannst mér ekki rétt að hanga hér miklu lengur, þar sem konan og drengirnir voru i vinnu og yrðu að mæta á réttum tima til vinnunnar aftur eftir hádegi. Af þeirri reynslu, sem ég var búinn að fá af linunni, taldi ég vist að henni mundi óhætt, þótt ég skildi hana eftir úti, bara ef ég gæti gengið svo frá stönginni að hún færi ekki. Ég leitaði að mjúkri þúfu á vatnsbakkanum, stakk þar niöur enda stangarinnar þvi nær upp að hjóil. t>i aðgætti ég hvort linan lægi mátulega laus á hjólinu. Þegar ég hafði genglð frá öllu, sem tryggilegast, fór ég að bflnum minum og keyröi heim. Grána min, blessuö, var fíjót t förum, eins og hennar er von og vfaa, og ég var enn fljótari að borða. Stðan hjálpaði ég með uppþvottinn. A nieðan tók konan min til með kaffinu handa mér. Aö þvi loknu lögðum vtð, Grána af stað fram eftir og vorum fljót. Þennan dag átti ég ekki nema eina stöng, en þeir, sem áttu stangirnar á móti mér voru ekki komnir, enda annriki mikið i þorpinu og vorannir i sveitinni. Þegar frameftir kom, velti ég mér út úr bilnum og beindi sjónum mtnum að stönginni. Jú, hún var þarna og benti ekki til himins, heldur „hina leiðina”. Ég flýtti mér að henni og tók hana höndum.dró varlega til min linuna, minnugur fyrrl svaðilfara. Þessi varfærni reyndist þó óþörf, þvi kippirnir uröu æ þróttminni, eftir þvi sem nær dró landi. Þetta vorii siðustu umbrotin — og það glitti f IJós- an kviðinn. Nú þetta var þá enginn vafi. Þetta hlaut að vera lax. Ég minntist ekki að hafa nokkru sinni stillt varfærni mina jafn hárná- kvæmt eins og i þetta sinn. Ég leyfi mér að halda, að visindamennirnir I Huston stillí ekki tæki sin nákvæmar við geimferðir tunglfaranna, en ég stillti varfærni mina við löndun þessa merkilega fisks. Nú var hann kominn upp að fótUm mér og kviöur hans sneri upp. Ég seildist i háfinn, brá honum eldsnöggt undir lifvana fiskinn og hóf hann upp úr vatnsborðinu. Hann hreyfði sig ekki i háfnum og ég stauiaðist méð hann i land. Rétt i þann mund og ég snéri að bakkanum með feng minn, kom Bírgir bóndi á Miðdal út á tún til Vér- hreinsunar, með fólk sitt. Þegar ég fann nú að ég hafði fast land undir fótum, fannst mér nauösyn á að fá þátttakendur i gleði minn. Tók ég þvt fiskinn úr háfnum, krækti fingrunum undir tálkn hans og lyfti honum beinum armi eins hátt og ég gát, og hrópaði: Ha — Hæ. Fólkið hans Birgirs snarstanzaðí, leit eins og undrandi i kringum sig, svo sem til að átta sig á hvaðan þetta ha — hæ kæmi. Gat þetta ha —hæ verið úr mannsbarka? Og Heiðnaf jatlið- magnaði ópiö samvizkusamlega svo það lét i eyrum eins og margmagnaö villimannsóp, sunnan frá hinum svarta heimi, Afriku. Sunnudagsblaö Tlmans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.