Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Side 12
I
A þessum vordögum, þegar skólarnir eru sem óðast að
ljúka störfum, leitar hugur margra út i sveit, þar sem hægt
er að hvila lúin bein og þreyttar taugar eftir erfiði vetrar-
ins.
Ein er þó sú stétt manna, sem vafalaust hugsar til
Reykjavikur á vorin fremur en marga aðra árstima. Það
eru kennarar sveitanna. sem nú geta „brugðið sér i bæinn”,
þegar um hægist og nemendur þeirra eru farnir að huga að
sauðburði og öðrum vorverkum.
Einn þessara kennara er Oddný Guðmundsdóttir, far-
kennari. Hún skrapp i bæinn á dögunum.og af þvi að undir
ritaðan grunaði, að hún myndi ekki eira lengi hér á malbik-
inu, var tækifærið notað, Oddný sótt heim og beðin að svara
nokkrum, heldur ófróðlegum, spurningum. Arangur þeirrar
viðræðu fer hér á eftir.
— Hvenær lauk skóla hjá þér?
— Við höfðum heimild til sjö mánaða kennslu. En begar
kom fram i mai, sauðburður byrjaður og grásleppan vað-
andi að landi, varð ég að hafa hraðann á. Þetta urðu þó 152
kennsludagar.
er miðað við það, sem Reykvikingar verða að gera vegna
staðhátta þar. Niu mánaða skólinn i Reykjavik er til þess,
að börnin hafi eitthvað fyrir stafni. Arangurinn er ekki i
réttu hlutfalli við fjölda skóladaga.
Reynslan sýnir, að farskólabarnið, sem fær þriggja mán-
aða kennslu, lýkur með engu verri árangri þeim prófverk-
efnum, sem tólf ára börn um allt land fá i reikningi, réttrit-
un og málfræði. Mörg ljúka þá barnaskólanum alveg, fara i
framhaldsskóla og skera sig á engan hátt úr þar. Astæðan
er augljós. Námsleiðinn er enginn. Börnin lesa milli þess,
sem þau eru i skólanum, og eru fús að koma i skólann næsta
timabil.
— Hefur þú verið lengi farkennari?
— Tuttugu og fjögur ár. Þar að auki kenndi ég tvo vetur á
Raufarhöfn, og einn á Siglufirði. Nú er farið að verða fátt
um afskólahéruð. Mest hef ég verið vestanlands. Siðastlið-
inn vetur var ég i Strandasýslu. Þar hef ég verið samtals
fimm vetur — i Kollafirði og Bitru.
Ég kenndi sautján börnum i vetur, frá sjö ára til ferming-
ar. Vandinn við farkennslu er sá að hafa börn á misjöfnum
aldri á sama tima i sömu stofu, þannig, að allir hafi not af.
Er farkennslan úrelt?
Rætt við Oddnýju Guðmundsdóttur, farkennara
um starfið og sitthvað fleira
— Er það ekki litið?
— Nei, það er mikið. Kennsludagar i farskóla hafa hingað
til verið ákveðnir 134. Hvert barn fær þannig þriggja mán-
aða kennslu. Ekki er börnunum skipt i deildir eftir aldri,
heldur landfræðilega, þó að i sömu sveit sé. Eg hef sums
staðar kennt á sjö heimilum sama veturinn. Húsmæðurnar
færast ekki undan að taka skólann. Á siðari árum hafa vegir
batnað og bilum fjölgað. Sumir óku krökkunum sinum
heiman og heim i vetur, þegar færð leyfði.
Ég veit um sveitir, þar sem kennt er á sama heimili allan
veturinn. Þetta er auðvitað svipað farskóla og sami
kennslutimi.
Bezt þykir mér að hafa hvern flokk aðeins hálfan mánuð i
senn. Það heldur áhuganum lifandi. Börn eru fljót að verða
leið á kyrrsetu.
— Hvernig verða þessi mál leyst á viðunandi hátt?
— Það er ekki hægt að skipuleggja kennslu i dreifbýli
með uppskrift i eitt skipti fyrir öll. Staðhættir eru misjafnir.
Og veðráttan vill ráða sinu. Byggð Islands er ekki öll á eina
bókina lærð. Skólabfll er góður i snjóléttri og þéttbýlli sveit.
Hann kemur ekki að gagni, þar sem ófærð getur valdið þvi,
að börnin verði að dvelja i bilnum tvo klukkutima á dag.
Ekki er það heldur gott fyrir yngstu börnin, sem taka þátt i
fáum námsgreinum, að biða hálfan daginn eftir bilferðinni
heim.
Þegar þessi mál eru rædd, er mikið talað um jafnrétti. Þá
Auðvitað er ekki hægt að komast hjá þvi að hjálpa krökkum
eftir skólatima.
Ýmsar námsgreinar verða útundan i svona stuttum
skóla. Lestur verður að ganga fyrir teikningu og skrift og
reikningur fyrir föndri. Lúther sagði, að þeir, sem geti ekki
sungið, eigiekki að verða kennarar. Ég hlýt, þvi miður, að
taka þetta til min. Og sönglaus skóli er ekki nógu góður
skóli. En börnin i Bitru eru svo söngelsk, að þau buðust oft
til að syngja fyrir mig. Það þótti mér gaman, og huggaði
mig við, að fleiri kennarar en ég eru laglausir.
Aftur á móti ættu allir kennarar að gela haft um hönd
ijóð. Ég læt krakkana kveðast á. Þeir keppast þá við að læra
■visur. Gaman væri að heyra atómskáld kveðast á.
— Þú kenndir i tveimur hreppum.
— Já, á fimm bæjum alls. Þarna er brattur háls á milli,
sem fljótt verður ófær. En sunnanbillinn kemur i hverri
viku, og þá eru vegir ruddir, ef með þarf.
Þarna er oft læknislaust. En þegar inflúenzan geisaði á
Hólmavik i vetur, kom læknir að sunnan með bóluefni og
sprautu upp á vasann, og sprautaði flest fullorðið fólk hjá
okkur. Heimilin eru svo fámenn, að vandræði eru með
skepnuhirðingu, þegar pestir ganga. Seinna i vetur kom svo
læknir til Hólmavikur og var til vors.
— Hvernig miðar rafvæðingu áfram?
— Byggðarafmagnið var að færast um Kollafjörðinn i
516
Sunnudagsblað Timans