Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Síða 11
En Birgir bóndi var ekki lengi að
átta sig. Hann lagði frá sér kepp og
kláru og kom niöur túnið i átt til min.
Krakkarnir komu skokkandi á eftir. —
Það vekur alltaf forvitni, þegar
veiðimaður sýnir feng sinn beinum
örrpum og virðist varla valda honum.
— Þarna hefurðu sett i fallegan fisk,
sagði Birgir.
— Já, maður lifandi, — og erfiðan.
Og það er einmitt þaö, sem gerir
stangveiðarnar svona kitlandi eftir-
sóttarverðar. Maður er farinn aö
hlakka til þessarra fangbragða strax
um áramót , sagði ég dálitið drýldinn.
Og áður en ég vissi af, var ég farinn að
segja Birgi frá ævintýri morgunsins.
Hann er svo kurteis hlustandi, hann
Birgir, að maður mundi roðna á
tánum, ef maður segði ósatt orð i
návist hans, eða reyndi aö mikla
maiins eigin persónu.
— Og hérna liggur hann, þessi ljóm-
andi fallegi lax, sagði Birgir. Þar meö
var því slegið föstu: þetta var lax. Og
vei þeim, sem ætlaði að draga þaö i
efa.
Eftir stundarkorn, fór Birgir til
amboða sinna, kepps og kláru, og rot-
aði skit á túni sinu, en ég heim með
minn rotaða lax, vigtaði hann og
mældi: sex pund að þyngd, 63 cm
langur. Auðvitað dáðist ég að honum,
þarna sem hann lá á stálborði eldhúss-
vasksins. Ég þvoöi hann vandlega,
vaföi hann i smjörpappir og setti hann
i frystikistuna.
Þenna þyrfti Bjarni tengdasonur
minn að sjá i haust, þegar hann kæmi.
Bjarni er alvanur laxveiðum og
hefur það fyrir sumarstarfa, að
leiöbeina gestum Coopers, þess, er
leigir Vatnsdalsá af Húnvetningum, og
er þekktur að þvi aö taka málstað fs-
lendinga i þorskastriöinu.
Og nú leið timinn, komið fram i
september. Bjarni og Guörún Hólm-
friöur, dóttir min, komin að norðan,
ásamt dætrum sinum. Alltaf dróst að
sýna þeim laxinn.
Svo var það kvöldið, sem þau komu
til að kveðja, áður en þau lögðu aftur
af stað norður. Þau eru búsett á
Reykjaskóla. Þá sem oftar barst
veiðiskapur i tal. Allt i einu var eins og
loka væri dregin frá minni minu, og ég
hrópaði:
— Nei, heyröu Bjarni. Þú átt eftir að
sjá laxinn minn, sem ég veiddi í
sumar. Eg snaraðist fram i búr og
sótti gripinn, kastaði honum á
eldhúsborðiö og segi hróöugur:
— Sjáðann!
Mikið var gaman að geta skellt
þessum tveimur orðum, i einii þó,
framan i hann Bjarnæ, sem alltaf var
með þessa stóru húnvetnsku laxa i
höndunum, allt sumarið.
Hvað skyldi hann segja nú?
Ég vafði smjörbréfið gætilega utan
af skepnunni, og þegar fiskurinn kom i
ljós, varð mér litið framan i hann
Bjarna. Furðaði mig á þessum vipr-
um, sem komu á manninn. Hvaö
skyldi þetta eiga að þýða? Sér hann
ekki, maðurinn, að þetta er lax, en
enginn ofgotinn öfuguggi?
— Nú, hvað ætlar þú að segja,
drengur? Þetta er laxinn, sem ég
veiddi i sumar og skilgreindur af
okkur Birgi frænda þinum.
Þá sprakk blaðran hjá honum
Flutt á bls. 526
Sunnudagsblaö Timans
515