Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Blaðsíða 5
Húsavlk og fjaran sunnan viö Búöarána og bátabryggjuna hiö næsta á myndinni. Sú fjara er undir Stangarbakkanum, og þarna strönduöu skipin, sem sagt er frá. aö brimið var feiknlegt og brotsjóirnir miklir. Þarna valt skipið um kjöl, er það kenndi grunns, en það var nýtt og serkbyggt og brotnaði þvi ekki, en enginn maður komst nærri skipinu, þar sem það byltist i brimgarðinum, til þess að bjarga mönnunum. Mjög skammt var frá rótum Stangarbakkans fram að skipinu, en þó heyrðist ekki mannsins mál til lands frá skipinu fyrir háreysti sjávar- ins. Þá hugkvæmdist Húsvikingum bjargarráð, sem kom að haldi. Þeir ráku staur niður i bakkann og létu kvartil á enda hans. Þetta var eins og flagg eða merki til skipsmanna, og þeir skildu bendinguna, tóku tvi- botnaða tunnu, bundu hana á streng og létu hana reka yfir brimgarðinn til lands. Heimamenn náðu tunnunni, bundukaðalendann. trýggilega fastan uppi á bakkanum, og þegar skipsmenn sáu þaö, festu þeir einnig sinn enda. Nú var komin lina milli lands og skips. En áður en þeir festu björgunarlinuna, tóku þeir stóra fiskikörfu úr tágum með stórum kaðalstroffum á börmum, smeygðu stroffunum upp á kaðalinn og létu körfuna siðan reka til lands. 1 körfuna var siðan fest grennri lina i landi, og eftir það drógu skipsmenn hana aftur út til sin og létu kokkinn setjast i hana. Menn i landi drógu körf- una siðan til sin og björguðu matsvein- inum, en allmiklar dýfur hafði hann fengið i þeirri ferð. Siðan gekk karfan greiðlega milli skips og lands og var skipverjum bjargað einum af öðrum, unz skipstjórinn einn var eftir. Hann hét Dag og var mjög stór og feitur. Þegar hann var að reyna að komast i körfuna steyptist hann i sjóinn en þó hafði hann tak á henni um stund, og Húsvikingar reyndu aö draga hann i land. A miðri leið missti skipstjórinn þó tökin á körfunni, en af þvi að hann var þá kominn á siöustu öldu til lands, barst hann svo nærri, að Húsvikingar gátu krækt i hann, áður en útsogið tók hann en litlu munaði að hann drukkn- aði þarna. Björgun þessi tókst giftu- samlega, þótt með frumstæðum tækj- um væri. Engu að siður fundu menn þarna ef til vill af hyggjuviti sinu sömu aðferð og notuð hefur verið við björgun úr strönduðum skipum með betri tækj- um. Að viku liðinni var skipbrotsmönn- um fylgt á hestum til Akureyrar. Það gerði Ólafur Sveinar Haukur, sonur Benedikts Sveinssonar sýslumanns. Þeir gistu fyrstu nóttina i þessari ferð á Silaiæk, aðra á Sigriðarstöðum i Ljósavatnsskarði og komust þaðan á einum degi til Akureyrar. Þaðan héldu þeir með skipi til Danmerkur. Skipið Alfreð var gert að strandi með öllum vörum, sem i þvi voru og boðið upp nokkru seinna. Þar bjuggust sveitamenn við að geta gert góð kaup, en það fór á annan veg. Þórður Guð- johnsen var þá i striði við kaupfélagið og sá um, að kaupfélagsmenn fengju ekki góð kaup á uppboðinu. Hann bauð svo grimmt á móti félagsmönnum, að vörurnar fóru á fullu verði. Til að mynda varsaltkjötstunnan slegin á 70- 75 kr. og gærur, lax og saltfiskur fór allt á fullu verði. Vörurnar náðust að mestu óskemmdar úr skipinu, þvi að skipið lagðist þannig i sandinn, að kjölur vissi að landi, en þilfar og siglur til sjávar. Þar gátu Húsvikingar lagt bátum að og bjargað vörunum, þvi að góðviðri kom eftir strandið. Einnig fundu þeir annað þjóðráð til þess. Þeir gerðu dyr á botn skipsins, er að sandinum vissi, og gátu þá velt tunn- unum upp um fjöru. Siðan voru vörurnar dregnar upp á Stangar bakka. Húsvikingar fengu mikla og vel launaða vinnu við að bjarga vörun- um. Skipið sjálft keypti Guðjohnsen á uppboðinu og lét siðan Húsvikinga rifa það um veturinn og seldi timbrið á uppboði um vorið, en ekki voru sveita- menn þá eins fjörugir við boðin, enda vildu þeir gjalda Guðjohnsen skráveif- una frá haustinu. Þegar Alfreð strandaði hafði brotnað botn úr laxafati „uxahöfði” og sandur komizt i efsta lagið. Það laxafat hreppti ég á haustuppboðinu fyrir 36 kr. Eftir uppboðið bauð ég Guðjóhnsen fatið með laxreiðunum fyrir 75 kr. en hann vildi ekki gefa 509 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.