Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Qupperneq 7
Kristián Júliusson: Sumardagar við veiðivötn Þegar laxinn minn Bændurnir, sem eiga jarðir að veiði- svæði okkar Bolvikinga, — eiga það. Þeir leigja svo Stangveiðifélaginu það i eitt ár, eða fleiri, eftir þvi, sem um semst hverju sinni. 1 leigusamningi er kveðið svo á, að bændur fái ráðstöfunarrétt á einum degi i viku hverri. Skipta þeir sjálfir þeim veiðileyfum á milli sin. Er ætlazt til, að ef bændur geti ekki hagnýtt sér þessi leyfi, hafi Stangveiðifélagið for- gangsrétt á þeim. Að sjálfsögðu mega bændur ráðstafa leyfum sinum til vina og vandamanna, en ekki er ætlazt til að þeir láti óviðkomandi þau i té. Vegna þessa ákvæðis hefi ég ofar komizt i veiðiferðir, en annars hefði orðið, og mun oftar en flestir félagar minir i Stangveiðifélaginu. A ég það að þakka vinarþeli og hlýhug hinna ágætu vina minna, bændanna. Þeir hafa sent mér veiðileyfin sin og boðið mér að hagnýta mér i vil, ef ég vildi. Og auðvitað hefur viljinn ávallt verið fyrir hendi. Rausnarlegust, i þessum efnum, hafa þau Oshjón verið. Ég vona, að ég halli á engan, þótt ég fullyrði þetta. Þau hafa sent mér veiðileyfi fyrir fimm aukadögum, yfir veiðitimann, undanfarin ár. Trygglyndi þeirra á sér fáar hliðstæður. — Aldrei hef ég fengið að borga eyri fyrir þessi aukaleyfi. varð að ^Þennan veiðidag fékk ég að gjöf. 'Um morguninn, þegar ég kom á fætur, var veðurútlit harla gott. Himinninn var léttskýjaður, þó ekki sólskin. Stafalogn var á. Það leit þvi út fyrir gott veiðiveður. — Nú aflar þú vel i dag, gamli skrjóður, gældi ég við sjálfan mig, meðan ég var að hita kaffisopann. — 0, fussum svei, sagði Karl við hinn helminginn að nafni minu — Sá held ég nú fiski. Ætli dagurinn fari ekki hjá sér við þessa hugaróra þina? Þú ert við sama heygarðshornið og vant er: sifelldar vangaveltur út af þessu eða hinu! Osvei-hu! Þá er nú ekki laust við að Kristjáni rynni i skap. Bannsettur naggurinn, hann Karl, að ympra á þessu núna. Það gæti farið svo, að úr þessu yrði kaldranaleg orðahrina á milli þeirra, kappanna. Æ, jæja. Þeir jafna sig eftir kaffið. Þeim, höfðingjunum, hefur jafnan þótt góður sopinn. Það hefur aldrei brugð- izt, hve alvarleg, sem sundurþykkja þeirra hefur verið, að þeir hafi ekki jafnað sig, þegar þeir hafa fengið heitt og rjúkandi kaffi. bleikju — Jæja, Karl minn! Taktu ofan fyrir betri helmingi nafns þins, sem dekrar svona við þig, býður þér upp á bezta kaffi, sem lagað hefur verið á Vitastignum. Það er aðeins móðir okk- ar, sem búið hefur til betra akffi. Taktu gleði þina, perla mins nafns, og vertu kátur. Þetta sagði Kristján i bjartri og skærri tóntegund. — Komdu þá með það, sagði Karl, fýldur, og röddin var djúp og dimm. — Það skulum við, bróðir mins nafns, heita hvor öðrum, að syngja laxinum óð, ef við fáum hann i dag. Hann gæti heitið tvisöngur lax og bleikju. Þetta tvital, nafna minna, varð ekki lengra. Nöfnin min bæði sættust við að fá blessað kaffið. Og nú óð áhuginn fyrir laxaóðnum uppi. 1 höfði þessara heið- urskappa, var rétt eins og laxatorfa væri að skvettast og rassskellast um á bliðviðris sumardegi.- Grána min, blessuð, beið min með óþreyju á hlaðinu. Ég"Tór að leggja á hana veiðidótið mitt. — Margan spölinn ertu búin að bera mig, blpssunin, gældi ég við hana. — Sunnudagsblaö Tímans 511

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.