Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Síða 14
Sú hugmynd um framkvæmd jafnréttis, aðhvert barn, sjö
ára og eldra, dvelji i fjarlægum heimavistarskóla allan
veturinn er svo slæm, að frá henni virðist að mestu leyti
horfið. Þær miklu fráfærur mundu leggja margt býlið i
auðn. Foreldrum gæti þótt veturinn langur, og einhver
gimbillinn mundi gráta við stekkinn.
— Hvaða lausn telur þú þá bezta?
— Kennslumál afskekktra byggða verða ekki leyst, nema
með einhvers konar möguleika til kennslu heima fyrir, til
dæmis meðskólahúsnæði — stofu og kennaraherbergi, áfast
viöeinhvern sveitabæ, þar sem þéttbýlast er.Þaðsemerfið-
ast er á heimilum er, að lána skólastofu, en ekki það að hýsa
þessi fáu börn, sem þurfa að gista. Lika er dálitið erfitt að fá
kennara, ef ekki er hægt að bjóða honum upp á eitthvert af-
drep, sem hann getur haft út af fyrir sig og sitt hafurtask —
nema hann sé flækingur af Guös náö og láti sig slíkt engu
skipta.
Kennarinn yrði þó að vera við þvi búinn að flytja stundum
bæja á milli, ef sérstaklega stendur á. Og það stendur oft
sérstaklega á í sveitinni i ótið og annrfki.
Raunar er óþarflega mikið gert úr erfiðleikum við
kennslu i dreifbýli. Umfram allt verður að leysa hvert
vandamál eins og hentar á hverjum stað. Vandamálin eru
vist engu færri i Reykjavik. Ekki vildi ég skipta við kennar-
ana þar, sem fá það óleysanlega verkefni, að kenna 30 börn-
um i sama bekk. Það er raunar fullyrt i grunnskólafrum-
varpinu að barnaf jöldinn i bekknum breyti litlu um árangur
kennslunnar.
Hitt er skiljanlegt, að það kostar eitthvað að fækka i
bekkjum. En þvi ekki að nefna bara þá ástæðu, i stað þess
að bera á borð fáránlega fjarstæðu?
— Eru þessi mál ekki einmitt i deiglunni?
— Ójá, margt hefur verið ritað og rætt um skólamál i vet-
ur. Sumir virðast skipta öllum unglingum i tvo flokka: þá,
sem auðveldlega standast gagnfræðapróf og — vangefna.
Þó er það staðreynd, að fjöldi af myndarlegu og greinar-
góðu fólki hefur einmitt ekki þá námshæfileika, sem þarf til
aðleysa getraunir prófanna. Eðlilega leiðist þeim þá nám-
ið. Margir ná seinna ágætum þroska. En þá er búið að : .niöa
úr þeim alla bókhneigð með þjakandi skólasetu.
Þaö er verið að gera þessu fólki rangt til með þvi að neyða
það til að hanga yfir tölvisi og bóklegum fræðum með litlum
árangri, áður en það fær að læra verk sitt. Og nú hóta þeir
að lengja skyldunámið.
Aður fyrr voru til unglingar, sem grétu vegna þess, að
þeir fengu ekki að læra bækur. Nú eru þeir fleiri, sem eru
daprir vegna þess, að þeir fá ekki að vinna þau verk, sem
þeim eru kærari en bækur, og þeir gætu leyst af hendi með
prýði.
Vistarverur iðnskólans eru margar. Sumar krefjast
undirstöðumenntunar. Aðrar alls ..engrar. Þó verða aliir að
hafa lokið sama námi. Hárgreiðslukonan má ekki vera slök
i algebru, múrarínn ekki neinn klaufi i setningafræði.
— Fjárhagshliðin er oft rædd i sambandi við skólamál
landsbyggðarinnar.
— Er það furða? Það kostar allt að þvi 50 þúsundir á vetri
að hafa einn ungling i héraðsskóla. Unglingar á þessum
aldri fá ekki fullt kaup. Og erfitt að fá vinnu.
Foreldrar i þessum sporum segja gjarnan: ,,Við verðum
að reyna að kosta hann áfram. Enginn fær að læra neitt
verk, án þess að hafa gagnfræðapróf”. Stundum er bætt
viö: „En hann langar mest til að komast strax i vinnu”.
Hjón af Snæfellsnesi búa nú I Reykjavik með sex börn.
Konan sagði við mig, að sannarlega hefðu þau ekki flutt
viljug. Þau eiga að hausti fimm börn i skóla. Hún reiknaði
dæmiö þannig, að þau gætuekki kostað þau i heimavistar-
skóla I fjarlægri sveit, öll i senn.
518
— Hvað er þér minnistæðast úr farkennslunni?
— Þaö er auðvitað björgunin við Látrabjarg. Þ4,»Var ég « f^
að kenna á Látrum og fylgdist með út á Bjarg, eins óg’áíliV',^ *
sem ferðafærir voru. Það var vist ekki hættulaust fyrir
neinn, sem kom nálægt þessu. En fólkið var samtaka og
æðrulaust. Strandinu er annars lýst nákvæmlega-f-bók- •*>
Steinars Lúðvikssonar. Þá voru átta býli á Látrum.
Ég kenndi lika á Rauðasandi og varð að ganga nokkrum
sinnum yfir Látraheiði. Um páskana fór ég gangandi hring-
ferð um hreppinn. Stundum fer ég vestur á sumrin og geng
þessa leið, eða hjóla. Og þaðan kem ég alltaf dálitið hug-
rakkari og bjartsýnni.
Ég held, að Vestfirðir séu það islenzkasta af landinu, hvað
sem sjónvarpinu tekst að gera úr þeim.
Ég hef lika kennt hjá góðu fólki á Snæfellsnesi fjóra vetur.
ísland minnkar svolitið, ef Brokey fer i eyði. Ungá ky.nslóð-
in er þó ekki með öllu horfin þaðan. Strákarnir hafa verið að
rækta tún þar af kappi. Krökkunum af Skógarströndinni
þótti alltaf gaman að fara út i Brokey, þegar skólinn var
þar. {.H'f'! .?*•»:• *
Jarðir á Skógarströnd eru margar farnar i eyði. Hreppur-
inn kaupir þær dýrum dómum. Reykvikingar, bjóða á móti.
Þetta er dreifbýlismál sem ekki er nafnið tómt. Þetta ,er
landhelgismál okkar i dreifbýlinu.
— Þú segist hafa gripið i kennslu t stórum skólum: lika. j
— Já, ég kenndi tvo vetur á Raufarhöfn'Og eiúÚ,á..Siglur ■
firði. Það var i veikindaforföllum. Siglufjörður 'væpj ..vjð-,
fellinn staður, ef fjöllin væru ekki svona nálæg og i^ieg og
gjörn á að hrista af sér fönn, þegar minnst varir.iÞjrr setja
iþróttir og hljómlist svip á bæinn. Ekki færrLen átta;, a£,i
tuttugu og fjórum, sem ég kenndi voru i tónlistafskója. aúk. j
þess sem söngkennsla var i skólanum.
Það minnisstæðasta frá Siglufirði er ljósaskréýting -bæj-
arins um jólin og dagurinn, sem gefið var skiðáfri.íÞað var
sjón að sjá þau loftköst upp um allar brekkum v
Alfadans unga fólksins er mér lika minnisstæður. t>ar yar .
glatt á hjalla við brennuna, hljómlist og söngur. -En þegar;
bálkösturinn var brunninn, fór hver heim til sin;"og hvergi
var háreysti eftir það. Eitt af þvi, sem stur svip' á Siglu-
fjörð, eru auðar sjóbúðir, vinnustöðvar og ibúðarhús. Þarna
sá ég hvergi brotna glugga, né önnur skemnidarverk, Ekki
heyrði ég heldur getið um unglingavandamáL Enda stýður
barnaskólinn nemendur i reglusemi með ágætum árangri.
— Þú vannst mikið hjá Hernámsandstæðingum hér á árun-
um.
— Já, það var skemmtilegt. Nú er að færast lif f þá hreyf-
ingu aftur. Unga fólkið tekur við. Það á að erfa lðndið og á
mest á hættu, ef við töpum baráttunni um réttindi okkar.
— Hvaða álit hefur þú á unga fólkinu?
— Þetta er ekki ný spurning, og ég héf ekki sama álit á
öllu ungu fólki. Stundum er talað um það eins og einhverja .
aukaþjóð i landinu og samlita hjörð. Ungt fólk hefur liklega
aldrei verið ólikara innbyrðis en nú. Ég kann-ekkí að ;meta
ungmenni, sem stofna stjórnmálaflokk að gamni sinu og *
spreytir sig á aulafyndni, þegar verið er að deila úm jafn al-
varleg mál og i siðustu kosningum.
Þetta fólk lét sér i léttu rúmi liggja landhelgi, erlend iðjur.
ver og hersetu. ömurleg sjón að sjá þetta skrúmskæla sig
eins og trúða i sjónvarpinu! Svo er verið að tala um. hvað
fólk sé bráðþroska núna! Áður fyrr létu háskblaborgarar á :
þritugsaldri ekki eins og unglingar á gélgjuskeiði.
Auðvitað ber meira á þessum háværu langskölamönnum,
en vinnandi æskufólki, sem farið er áð berá skattabyrðarn-
ar vegna sivaxandi fjölda háskólaborgara m'eð'siváxandi,
fjárkröfur. : t. nr
Svo er nú þetta ungviði, sem kennt er við'vabdamál og, •
Flutt á bls. 526
Sunnudagsblað Tímans