Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Side 17
orö hennar roðnaði hann ekki, heldur náfölnaði, þvi að blóðið streymdi svo ört til hjartans, sem hamaðist i brjósti hans. „Ég ætla að skrifa þér”, hvislaði hann lágt. „Má ég það ekki?” „Jií, kannski”, svaraði hún eins og annars hugar, en þá var sem hún tæki nýja á- kvörðun, hvarf til hans og kyssti hann löngum og innilegum kossi, og var svo öll á bak og burt, áður en hann eigin- lega áttaði sig á þvi hvað gerzt hafði. Hún gekk hvatlega norður með Vatninu, og leit aldrei um öxl. Hann stóö kyrr i sömu sporum og horfði á eftir henni, unz hún hvarf sjónum hans. Þá ranglaði hann heim á leið, sár og vansæll. Þótt hann fyndi ljúfan unaðinn af kossi hennar i öllum likama sinum, undraðist hann samt hve dimmt var i lofti og vindurinn napur, svo að hroll setti að honum. Þau höfðu sjálfsagt verið hálfgerðir krakkar. bæði tvö, þó var þetta enn svo sárt, og hann hafði aldrei skrifað henni, nema i huganum. Hvers vegna var hann þá sifellt að heimska sig á þessum draumi, sem var löngu liðinn og kæmi aldrei aftur, þvi að hjóli tim- ans verður ekki snúið til baka.------ Hvell hundgá lætur hátt i eyrum hans og vekur hann upp til þess sem er. Hann ris á fætur, stingur pipu- stertinum og tóbaksbréfinu i vasa sinn og skimar æfðu auga smalans út yfir holt og ása heiðarinnar, þangað sem hundgáin heyrist frá. Þó að nú sé næst- um hálfrokkið, sér hann glöggt, að norðan fyrir fellin kemur seppi skokkandi með hóp kinda, sem þeir höfðu verið að leita að og vantað lengi. Þegar hundurinn sér húsbónda sinn og veit, að eftir honum er tekið, yfirgefur hann kindahópinn, kemur stökkvandi til hans i loftköstum og hendist upp um hann með miklum gleðilátum, i von um hrósyrði og klapp, sem hann og hvort tveggja fær i rikum mæli. Þegar kindurnar verða mannsins varar taka þær á sprett niður til dal- brúnarinnar. Hann er eins og hálfpart- inn viðutan, ekki laus við höfuðþyngsli og tekur ekki nógu fljótt eftir þvi, að þær ætla sýnilega aðra leið og skemmri niður i dalinn en þá, sem honum likar. Þær stefna að mjórri fjárgötu á milli tveggja klettabelta, sem er að visu fær leið á auðri jörð að sumarlagi, en nú vafalaust langtum ófær sakir svella og hálku. Hann fer þvi einnig að hlaupa til þess að komast I veg fyrir þær, áður en brúninni er náð, en verður of seinn. Þegar hann kemur fram á brúnarklettana er hópurinn runninn i sporaslóð alllangt niður i sneiðinginn, og þvi gersamlega vonlaust að snúa honum við úr þessu, slysalaust. Maðurinn stendur tæpt é biábrún- inni um stund og horfir gramur á eftir fé sinu, sem helzt litur út fyrir að ætli að komast klakklaust niður stiginn, þó að glæfralegur sé. Á einum stað hefur vatn nýlega sytrað fram og bólgnað upp, svo að þar er nú flugháll svellbunki, sem þó er eigi breiðari en svo, að fyrstu og færustu kindurnar stökkva yfir hann án slysa og tekst að ná fótfestu hinum megin. Hinar næstu eru ekki jafn léttar á sér, þær missa fótanna á hálk- unni og hrapa i loftköstum fram úr þræöingnum, niður skáhalla hamra- stalla, snarbratta, staksteinótta skriðu og nema loks staðar i stórgrýttri urð, neðan hennar. Þar liggja þær sem dauðar. Þegar sauðir þeir, er siðar fara, sjá þessar ófarir, þrengja þeir sér saman svo sem kostur er á, ofan við hættu- staðinn, og þora ekki lengra. Maðurinn hafði raunar búizt við slysum þarna, þó að hann fengi ekki að gert, samt bregður honum illa við þessa sjón og hann finnur sárt til með þeim kindum sinum, sem nú liggja dauðar og dauð- vona langt niðri i fjallshliðinni. Hann bregður við hart og hyggst snúa á aðra auðfarnari leið niður hliðina, en i asanum, sem á honum er, gætir hann þess ekki, að hann stendur tæpt og höllum fæti, er hann stigur á lausan hellustein og riðar til falls. Hann finnur, að hann muni falla, og reibir þvi upp staf sinn til höggs i þeirri von að ná festu með stafbroddinum, til að stöðva sig við. Atburðurinn gerist svo snöggt, að hann fær engu um það ráðið hvar höggið nemi staðar, en óheppnin ræður þvi, að broddurinn steytir við afslepptum steini og nær engri festu. Hann steypist þvi fram af brúninni og byltist niður skáhalla klettana, stall af stalli með flughraða, fram úr hillunni, þar sem sauðir hans standa og niður næstu hjalla, sem loks enda i ofur brattri aurskriðu, með urðarhrúgaldi i hlíðarfætinum. Svo vel tekst þó til, að hann missir ekki stafsins i hrapinu. Þegar hann kemur I skriðuna hefur hann enn þá meðvitund, að hann getur notað staf- inn til þess að draga dálitið úr ferð, er broddurinn rispar freðinn aurinn. Hann staðnæmist þvi neðst i skriðunni, ofan til við mesta stórgrýtið. 1 fallinu hafði hann af fremsta megni reynt að verja höfuð sitt, þótt eigi tækist nema ab litlu leyti, en föt hans viða rifin eftir egghvassa steina og klettanibbur. Hann er enn með nokkurri rænu og gerir sér þess ljósa grein hvað skeð hefur. Þegar hann reynir að brölta á fætur, eru limir hans máttvana þrátt fyrir það að hann finnur engan sárs Spori Við áttum eitt sinn hund, sem hét Spori. Hann var svo fylgispakur manninum minum, Árna Halldórs- syni, að hann fylgdi honum hvert fótmál. Eitt sinn þurfti Árni að vera um tima undir læknishendi og er vart unnt að lýsa þvi með orðum, hvernig Spora leið á meðan. Hann leitaði Arna þrotlaust utan húss og innan og hafði vart sinnu á þvi að hirða mat sinn. Eitt sinn hafði Árni komizt út að morgunlagi, án þess að Spori yrði þess var. Þegar ég kem ofan, segi ég við Spora: „Veiztu, að Arni er fyrir löngu kominn i húsin?” Spori brá þá hart við og þaut eins og pila niður i hús. Ekki vildi Spori fara með krökkunum af bæ nema honum væri sagt það, og ekki heldur Ólafi, sem hjá okkur var og var þó góður við hann. Eitt kvöld fór Ólafur að sækja kýrnar og bað Spora að koma með sér, en hann lét sem hann heyrði það ekki. Ég varð vör við þetta, og þegar ólafur var kominn I hvarf niður fyrir hús, segi égviðSpora: „Þvi fórstu ekki með Ólafi að sækja kýrnar”? Þá reis hann á fætur heldur sein- lega og fer i slóð Ólafs lúpulegur meb skottið milli fóta. (H.P. skráði eftir Stefáný Nielsdóttur húsfreyju i Húsey i Hróarstungu) auka, þvi að sár hans eru tiofin, þó að sum þeirra blæði. Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir við að hreyfa sig, fellur höfuð hans máttlaust niður og fullkomið meðvitundarleysi tekur við. Seppi, sem horft hefur upp á allt þetta, hleypur fjárslóðina niður i þræðinginn, unz hann kemur að þeim stað, þar sem húsbóndi hans fór niður, þá sezt hann á rassinn, kreppir aftur- lappirnar fram undir kviðinn og lætur sig falla niður kleltana á eftir honum. Þó að hamrahjallar þessir séu bæði háir og braítir, eru þeir viða mis- gengnir og hallast að sér i smástöllum og þræðingum. Hundurinn tapar þvi aldrei jafnvæginu i þessu heljarstökki. Sunnudagsblaö Timans 521

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.