Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Side 18
getur af og til dregið úr fallhraðanum i skorningum og á sillum, þar til hann fótar sig til fulls um miðja skriðuna. Maðurinn er i ómegni og hreyfir hvorki legg né lið. Hundurinn stendur ýlfrandi yfir honum og sleikir ákaft blóðugt andlit hans og hendur, borar trýninu inn undir höfuð hans og reynir að lyfta þvi frá jörð. Þegar þessar til- raunir, sem miða að þvi að vekja manninn til meðvitundar, bera engan árangur, fer seppi að gelta og toga i föt hans með tönnunum. Allt kemur fyrir ekki, maðurinn bærir ekki á sér fremur en fyrr. Þá hættir hundurinn lifgunartilraunum sinum, veltir vöngum um stund og undrun virðist lýsa sér i móbrúnum viturlegum augunum. Hann rekur upp hátt og hvellt gól, hleypur niður til árinnar, sem er isi lögð og fer siðan i hendings- kasti heim lágdalinn á leið til bæjar. - - Hann lauk upp augunum til hálfs, en sá ekkert nema gulhvita móðu. Ógn- þrunginn sársauki heltók allan likama hans, og höfuðið var þungt sem blý. Augu hans luktust að nýju, en óþolandi kvöl brann i limum hans og glóði eins og eyðandi eldur, sem olli viðbjóðs- legri velgju i innyflunum, svo að hann kastaði upp og kúgaðist hvað eftir annað. Hann skynjaði óljóst sem i fjar- lægum draumi, að svöl og góð hönd studdi reifað höfuð hans, og strauk af þvi svita þjáningarinnar eftir megni. Þegar velgjukastið rénaði leið honum ofur litið skár um stund, svo að þrátt fyrir sársaukann reyndi hann að opna augun enn á ný og litast um. Með itrustu áreynslu tókst honum að sjá hvitleita veggi, sem endurköstuðu skerandi ljósi, að honum fannst, bjart andlit ungrar stúlku i ljósum kyrtli, með hvita blæju yfir dökku hári. Hún laut yfir hann, alvarleg og áhyggjufull á svip, og reyndi að hagræða særðum likama hans sem bezt. Það, sem'hann hafði séð,varð honum ofraun um sinn, og höfuð hans hneig máttlaust niður á koddann. Hann reyndi af alefli að koma skipulagi á hugsanir sinar og minni, þó að þján- ingin gæfi engan grið. Það sýndist raunar augljóst, að hann lá nú i sjúkrahúsi, enda minntist hann þess sem I martröð, er hann stóð á dalbrún- inni og hrapaði. En augu hjúkrunarkonunnar og svipmót rugluðu hann gersamlega. Þessi dökkbláu kyrrlátu augu voru brennd inn i hug hans og hjarta, en hvar, hvenær? Ofsjónir, hugarórar, sem stöfuðu frá hitasótt og ólýsanlegri vanliðan, ailt lagðist á eitt að trufla hann og þjá. Gestsþula Þessa sérkennilegu þulu skrifaði ég eftir Sveinbirni Björnssyni frá Húsavik i Borgarfirði eystra, en hann lærði hana af móður sinni, Ólöfu Jóhannsdóttur. Ég hef hvergi heyrt hana annars staðar og vildi þvi halda henni til haga. Maður kemur á bæ og er spurður frétta. Hann svarar svo: Ég er einn, fer einn og kem einn eins og Gyðingurinn gangandi, gangandi, gangandi i tiðinni. Þar sem ég hef kalmakað við þig i svo háa tið verður þú að taka á þvi bezta, sem þú átt til i sálinni. Fara i flugin, verða fyrir þvi i trúnni, láta ganga strolluna þar til allt kemur i eina heild. Ég brúka ekkert pipó og elti þig ekki með neinn doðrant. Gullið er ekki i skelinni, og þú verður ekki dannaður, eða haldið þið það, piltar? Gyðingurinn gangandi þegar vond voru veður. (H.P.skráði) Hann vildi þó ekki gefast úpp, heldur barðist án afláts við lausn þeirrar örlagagátu, sem svöl, góð hönd og bliðleg augu ungu hvitklæddu stúlkunnar hafði orðið honum. Hvar? Hvenær? Þegar hvass útnyrðingur hrekur úr- svala sæþoku inn yfir fjöll og dali, skiptir oft ört um sjónarsvið, svo nýtt og nýttkemursifellt i ljós, þá er annað hverfur i þokuhafið, þannig rofaði loks til í þjáðum heila hans. Hann mundi nú hver átti þessi fögru kyrru augu, sem lutu yfir hann svo alvarleg og kviðin, þótt þau jafnframt lýstu ástúð og blíðu. Hann minntist siðasta fundar þeirra og hvislaði slitrótt: „Varstu hrædd, við, við árstrauminn? Þá lagði hún svalar og góðar hendur sinar á brenn- heitt höfuð hans, en snerting þeirra og vitundin um nálægð hennar lægði öldur þjáninganna, eins og vorblær vetrarbrim, og hún sagði undur lágt: „Nei, nei, þú ert svo sterkur, en nú ætla ég að hjálpa þér yfir Svartá.” Sunnudagsblað Tímans óskar gjarnan eftir vel rituðum frásögnum frá liðinni tíð um minnisverða og sérstœða atburði. Handrit þurfa að vera vélrituð „Gáðu að kettinum, Vigdís” Einu sinni voru hjón á bæ. Konan hét Vigdis, en nafn bóndans veit ég ekki. Ekki er getið gripaeignar þeirra hjóna, utan eins kattar. Karlinn var fár við köttinn, þvi að hann var hinn mesti rummung- ur og stal öllu ætilegu, sem hann náði til. Karl las að siðvenju hús- lestur, og skipaði jafnan kerlingu að hafa auga með kettinum á meðan. Hann hafði lika gætur á kisa sjálfur, og þætti honum kattargæzlan ekki fara nógu vel úr hendi konu sinnar, kallaði hann upp úr lestrinum viðvörunarorð til hennar. Hér er sýnishorn: Fertugasta og niunda hugvekja. „Gáðu að kettinum, Vigdis”. Sem hljóðar um kvalir hinna fordæmdu. „Þar hljóp hann með stykkið”, I helviti. „Farðu á eftir honum, kona”. (H.P. skráði) 522 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.