Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Síða 20
Hvenær er maðurinn upp á sitt bezta á lifsleiðinni? Liklega er likamsatgervi hans og hreysti mest beggja megin þritugs, og sumir segja, að allt sé fertugum fært. Eftir fimmtugt fer að halla fyrir flestum, einnig andlegu þreki. Þor- steinn M Jónsson, sá mikli hreysti- maður og sterki hugsandi, kvaðst einhvern tima i viðtali halda, að hann hefði verið bezt á sig kominn andlega um sextugt. Þá hafi reynsla, lifsþekking og eiginleikar átt bezta samleið. Ýmsir munu þó telja, að sú óskastund sé fyrr á ævi hjá flestum. En i þessu efni er vafalaust jafnmargt sinnið sem skinnið. Ýmsum hefur orðið að visuefni sú lifsreynsla að finna Hfsatgervið, andlegt sem likamlegt, fjara hægt út með ellinni og getizt misjafn- lega að. Kristján Ólason sagði til að mynda i visu, sem birt var hér i þættinum nýlega: Verið er að murka úr mér mannvitsóveruna. Eftirfarandi visa, sem mun all- gömul og við vitum ekki höfund að, lýsir sömu kennd „hins gamla”. Það ég finn, að þetta er þolraun sinni og skinni, að verða að kynnast sjálfum sér sifellt ininni og minni. Menn taka þeim lifsins lögum af misjafnri karlmennsku, en treginn á þó hug flestra. Hann er ýmist ljúfsár eða beizkur. GIsli á Eiriks- stöðum segir: Myrkrið skellur óðum á ævi svella siörkin, hárið fellur, fölnar brá, finn ég ellimörkin. Gisli kveður einnig svo af karl- mennsku sinni: lllilll Útsýn min er ekki dimm ennþá glaður vaki, samt eru árin 75, sem ég á að baki. Eftir þessi ævistig yndi er að vaka og dreyma. t landvarinu langar mig að lifa og sofna heima. Hörður Gislason yrkir svo um ellikynnin: A mér tökum ellin nær, allt er breytt, sem var i gær, iturmennskan undan slær, utan gátta dauðinn hlær. En þó að sviði kaunin kals, kvelji minning hroðins mals, þegar kemur allt til alls, er ég kannski á tindi fjalls. Ýmsir eiga bágt með að hugsa sér kyrrð, friðsæld — og einmana- leik ellinnar — og vilja helzt hugsa sér að láta aldrei undan siga, fyrr en yfir lýkur. Rósberg Snædal kveður: Aldrei svifa undan sjó, um mig drifið rýkur. Faldinn rifa fráleitt þó fyrr en yfir lýkur. Bezt er að hætta slætti á þessa strengi og leita að öðrum nótum. Rósberg Snædal yrkir um andvök- una, sem mörgum verður leið og löng: Eirð mig brestur, i mér fjand- inn vill festa rætur. Þó er verst að vera and- vaka flestar nætur. Þessi fallega vorvisa um ástir og bústang mófuglanna er eftir Hjört Gislason: Hér i þessum hlýja mó — heimi farfuglanna — skýlir vakin viðikló vonum elskendanna. Þessi gráglettna visa Hjartar er hins vegar um ástir mannanna, og taki þær sneið sem eiga: Út I lifið létt og kátt lokkar svanninn manninn, og I rúmið raunagrátt rekur manninn svanninn. Margur hefur ort um þá ónáttúru mannkindarinnar að kunna sizt að meta það, sem henni gefst, en halda jafnan, að mikils hafi verið misst i þvi, sem aldrei varð. Hjörtur Gislason orðar þetta á þennan veg: Dásamlegt margt ég mátti muna, sem þó er gleymt. En það, sem ég aldrei átti, alltaf getur mig dreymt. Sætt er samlyndi, segir á ein- hverjum stað. En slikt er ekki yndi allra. / Þeir virðast kunna þvi bezt að eiga I útistöðum meðan þeir geta tuggið smjörið. Um þetta segir Gisli á Eiriksstöðum: Völt er löngum vinasátt, vandi þar af stafar. Sumir geta alltaf átt i erjum — fram til grafar. Og að lokum skulum við rifja upp þessa angurværu heimferðarvisu Rósbergs Snædal : Æskan liður okkur frá elfur timans streyma. Bak við fjöltin blikar á bæjarþilin heima. Gnúpur. 524 Sunnudagsblað Tímans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.