Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Blaðsíða 19
Mér barst nýlega i hendur úrklippa og er eftir guðfræðistúdent að nafni
úr dönsku blaði. Þar skrifar prestur- Holger Lissner.
inn séra Poul Falk Hansen grein um Sálmurinn er þannig til orðinn, að
nýjan danskan sálm, sem hann birtir Kristeligt Dagblad i Kaupmannahöfn
Nýr sálmur
Af stað þú oss, Drottinn, til starfs hefir leitt
á stórborgar þysmikla vangi.
Þar bústað vér reistum með útsýni eitt,
sem óhreinir strompar og hús geta veitt.
Af himni sést ei nema angi.
Vor efasjúk önd
vart eygir þá hönd,
sem heldur oss föður i fangi.
Ótt bárufall timans oss ber fram á við,
þó bæn vor sé rósemd og næði
Um óskalönd frelsis, um friðarins hlið
æ fylgir oss spenna og veitir ei grið
með hugann við heimslystar æði.
Ei gleymd vorum vér,
þó gleymdum vér þér.
Þú gefur oss friðarins gæði.
Metta oss áhrif hvern einasta dag,
þitt orð virðist stakt í þeim flaumi.
Og hér kunna áróðursöflín sitt fag
að ummynda skoðanir bezt sér í hag
með viljann svo veikan í taumi.
I frelsi frá þér
þó frjáls erum vér
að helgast þér heimsins í glaumi.
Ó, kenn ossað lifa. ( lögum við þig
á lífið i bænum að vera.
Lát mildi oss tjá, þeim, er misstíga sig,
sem máttvana hrekjast um þrautanna stig
og lífs með þeim byrðarnar bera.
Guð, gef að þitt orð
megi geisla um storð
Allt líf vort til lofs þér skal vera.
Holger Lissner
efndi til samkeppni um sálm, er sér-
staklega skyldi ortur meö tilliti til viö-
horfa í nútima þjóöfélagi.
Falk Hansen getur þess ennfremur i
grein sinni að Danir eigi margar svip-
myndir i dönskum sálmakveðskap,
sem minni á llf sveitarinnar, bylgjandi
kornakra, sveitar-sælu og þar fram
eftir götunum, en fátt sé um sálma,
sem lýsa viðhorfum Ibúans i borginni.
Margir tóku þátt i samkeppninni. Að
mati dómnefndar var þó aðeins einn
sálmur talinn hæfur til verðlauna og
bar hann af öörum. Sá sálmur fékk 1.
verðlaun. t greinni fer Fálk Hansen
lofsamlegum orðum um sálminn, og
telja honum það mjög til gildis, að
hann höfði til nútimamannsins i stór-
borginni.
Ég hefi gert tilraun til þess að þýða
þennan danska sálm, og birtist þýð-
ingin hér. Ég þakka Kristjáni skáldi
frá Djúpalæk ágætar ábendingar við
þýðinguna. —
Sömu sögu er að segja hér hjá oss,
að i umhverfi hinnar gamalgrónu
sveitamenningar urðu til flest Ijóð vor
og sálmar. Ný og óþekkt viðhorf þétt-
býlis og borgarlifs skapa ný viöhorf,
sem þörf er á að glima við. Og mikill
fjöldi fólks býr við þær aðstæður i dag.
Sunnudagsblað Timans
523