Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Side 9
þungur. Fiberstöngin min svignar i
stóran boga, alveg upp að hjóli. Linan
hefur runnið út af hjólinu svo aðeins
eru vafningar eftir. Það er þvi
þörf að fara varlega. Ég spóla inn á
hjólin, ósköp rólega samt. Ég stilli
gætnina með þvi að telja hringi
sveigarinnar, svona: e-einn, tv-tv-ei-r,
þr-i-ir og held svona áfram þangað til
ég er búinn að telja upp að tuttugu. Ég
áræði ekki að segja sextiu vegna þess,
að þá mundi mér verða núið þvi um
nasir, að ég færi með rithnupl. Og
einmitt, þegar ég segi tuttugu, er kippt
i færið, og það heldur óþyrmilega. Það
rennur út af hjólinu aftur, allt sem ég
var búinn að ná inn. Allt i einu linast á
stönginni svo hún réttir úr sér og linan
virðist laus. Ég hamast við að vinda
upp á hjólið, — það eru aðeins nokkrir
faðmar eftir, þá er rykkt i færið enn
einu sinni og linan þýtur eitthvað fram
i vatnið, — bara eitthvað. Það slaknar
á og enn er undið. Svona gengur nokk-
ur skipti. Eftir hæfilegan eltingaleik,
sá ég eitthvert ferliki byltast i vatns-
borðinu framundan. Ég dreg linuna
hægt, en ákveðið til min. Innan stund-
ar dreg ég urriða, silspikaðan silfur-
gljáandi upp i fjöruborðið við fætur
mér. Ljómandi fallegur fiskur, alltaf
fimm, sex pund.
Ég reyni að losa öngulinn, en hann
neitar að opna á sér gúlann. Ég neyðist
þvi til að slá i hausinn á honum með
rotaranum, og þar með er sá bitinn
ónýtur. Eins og hausinn er annars
góður matur. Það er sagt um okkur
íslendinga, að okkur finnist ,,sviðin”
góð, og má það einu gilda af hvaða
skepnu þau eru.
Eftir tvö rothögg opnaði hann á sér
gúlann, en björninn var ekki unninn
fyrir þvi, eins og þar stendur. Auðvitað
hafði hann kokgleypt öngulinn, og þvi
engin leið að ná honum, nema að skera
niður i munnamaga. Þá losnaði hann.
Urriðinn er gráðugur fiskur enda er
hann sannkallaður ránfiskur meðal
vatnafiska. Einu sinni taldi ég yfir
tuttugu laxa- og silungsseiði i maga
þriggja punda urriða, ásamt fjölda
hornsila. Hann er lika alltaf feitur og
bústinn og virðist ekki vera mat-
vandur. þar sem hann gleypir hornsili.
Mér þykir verst að það skuli blæða
svona mikið úrhonum, vegna þess að
allir vatnafiskar tapa bragði við blóð-
missi. Ég blóðga aldrei vatnafiska. —
Ég tók dót mitt og kom mér fyrir i
bátnum og réri rólega á vatnið, reyndi
nokkrum sinnum án nokkurs
árangurs. Það var alveg dautt vatnið,
— steindautt. Það var ekki einu sinni
afæta. Ég lét færið liggja og fékk mér
kaffisopann, sem eftir var i
geyminum. Ég var rétt búinn að
skrúfa bollalokið yfir, þegar ég vissi
ékki fyrr til en ég lá kylliflatur i
rúminu milli þóftanna i bátnum.
Það var tekið svona hraustlega i
færið. Linan rann öll út og rykkurinn
varð einmitt, þegar hún tók i endann,
sem var kirfilega festur um ásinn á
hjólinu.
Hófust nú læti, sem seint munu úr
minni liða. Ég dreg i efa að nokkur lax-
veiðimaður hafi nokkru sinni lifað
slikan óhemjuskap.
Nöfnin min bæði rifu sig úr viðjum
skirnarbandanna og hinn helgi
sáttmáli, sem tengdi þau við ómálga
likama þessa hrúgalds, er lá þarna i
bátnum, hafði engan hemil á þeim
lengur.
— Skárri eru það læti i þér,
Kristján, hrópaði Karl með drynjandi
bassarödd, sem bergmálaði i Heiðna-
fjallinu: Skárri, —
Og blærinn hætti að vera blær. Hann
fölnaði upp og stakk sér i djúpið og
varð að kuli, sem gáraði vatnsflötinn.
Allt, sem er viðkvæmt og veikt, vikur
undan óhemjuskap og fordæði.
Bergmálið i Heiðnafjallinu lét i
eyrum íikt og langdregið neyðaróp
nykursins.
— Þegi þú, Karl. Þú veizt ekki nema
þetta kunni að vera nykurinn i vatn-
Sunnudagsblað Tímans
513