Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1973, Side 6
\ önnur mynd af Húsavfk. Þar sést meginbærinn fyrir miöju upp af aöalhöfninni, sem nú er, en Stangarbakkinn tekur viö til hægri. nema 50 kr. fyrir það. Það þótti mér of litið, þvi að laxinn reyndist óskemmd- ur, þegar kom niður úr efsta laginu. Ég ók þvi fatinu heim, þvoði og burstaði laxreiðarnar, reykti siðan i eldhúsi. Vorið eftir fór ég með þennan reykta lax til Akureyrar og seldi hann þar fyrir 90 kr. Úr þessu Alfreðs- strandi á ég enn káetuhurð og sex manna vængjaborð með skúffum. Einnig er hér enn til stórsegls-gaffall- inn. Það var 15 álna ás og sýnir það stærð skipsins. Asinn, er nú, árið 1945, mæniás i fjárhúsi á Silalæk. Tveimur árum siðar varð enn eitt skipsstrandið á Húsavik. Þá lá norskt fiskiskip þar á höfninni seint i september. Gerði þá norðan rok, en ekki varð brim á vikinni til muna. Samt tók skipið að reka að landi og draga legufærin. Að lokum rak skipið upp i fjöru undir Stangarbakka á svipuðum slóðum og Alfreð strandaði. Þar komust skipsmenn á land á skips- bátnum, en skipið var orðið lekt og kominn i það sjór, svo að það var gert að strandi, enda var það orðið gamalt — ryðkláfur úr járni. — Nokkru siðar var það boðið upp ásamt þeim litla fiski, sem i þvi var. Egill Sigurjóns- son. bóndi á Laxamýri, keypti skipið fyrir 200 krónur. Skömmu siðar gerði mikinn garð. Þá liðaðist skipið sundur við fjöruna, svo að Agli varð ekki gagn að öðru en möstrunum, þiljum og skilrúmum. A þessu stranduppboði keypti ég tunnu, sem var hálf af sirópi. Hún kostaði 16 kr. Ég flutti tunnuna heim og tappaði af henni sirópinu i flöskur og seldi þær siðan ýmsum á eina krónu hverja. Nú árið 1945, er verið að gera allmiklar hafnarbætur á Húsavik, þar á meðal mikinn varnargarð og brimbrjót, svo að vonandi getur út- hafsaldan ekki lengur ætt óbrotin inn á höfnina og hrakið til strands skip, sem Leiðrétting t sögunni „Strengir eldhugans” i siöasta- tölublaöi varð meinleg prentvilla i erindi úr hátiðaljóði Jóhannesar úr Kötlum. Hendingin er auðvitað ,,brot af þinu bergi er" (ekki brosi). Þá vantaöi einnig nafn höfundar sögunnar, en hann er Ingólfur Jónsson frá Prests- bakka. 510 Sunnudagsblað Timans

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.