Morgunblaðið - 25.04.2004, Page 1

Morgunblaðið - 25.04.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 112. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Fjölmiðla- skýrslan Fjölmiðlanefnd segir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði óæskilega 18 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Mataræði, hollusta og heilsupíramídinn  Setglaðir sófistar  Frískandi frá Suður-Ítalíu Atvinna | Vinnumark- aðsrannsókn Hagstofunnar  Meistarar í pípulögnum 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 JOHN Kerry, forsetaframbjóðandi bandaríska Demókrataflokksins, kveðst sammála þeim markmiðum sem ríkisstjórn George W. Bush for- seta hafi sett sér í málefnum Íraks, Mið-Austur- landa og á vettvangi hryðjuverkavarna. Ágrein- ingurinn snúist einkum um leiðir. Kerry lét þessi orð falla á fundi með blaða- mönnum á föstudagskvöld en samkvæmt skoð- anakönnunum treysta mun fleiri kjósendur Bush forseta en honum til að tryggja þjóðaröryggi og leiða mál til lykta í Írak. „Við eigum okkur sameiginlegt markmið og það er fullnaðarsigur,“ sagði Kerry. „Og þið getið treyst því að hryðjuverkamennirnir munu tapa, sama hver sigrar í forsetakosningunum,“ bætti hann við. Kerry kvaðst ósammála þeim aðferðum sem stjórn Bush beitti í baráttunni gegn hinni hnatt- rænu hryðjuverkaógn. Hann kvaðst þeirrar hyggju að það myndu reynast mikil mistök að hverfa frá Írak áður en stöðugleika hefði verið komið á í landinu. Hann kvaðst einnig sammála forsetanum í málefnum Mið-Austurlanda og sagðist styðja þá stefnubreytingu sem Bush kynnti í liðinni viku þegar hann lýsti yfir stuðn- ingi við áætlun Ísraela um brottflutning frá Gaza-svæðinu og innlimun byggða landtöku- manna á Vesturbakkanum. Kerry lagði áherslu á að hann myndi ekki síður en Bush reynast staðfastur leiðtogi yrði hann kjörinn forseti. „Sem forseti mun ég aldrei hika við að beita valdi Bandaríkjanna til að verja hags- muni okkar hvar sem er í heiminum,“ sagði hann. Kerry sammála Bush Washington. AFP. NÝ OG viðamikil rannsókn á lífsstíl íslenskra barna á aldrinum níu og fimmtán ára sýnir að íslensk börn „eru meðal feitustu barna í Evr- ópu“. Um 20% íslenskra barna á þessum aldri töldust vera of feit eða of þung en líkur benda til að hlut- fallið sé í reynd nokkru hærra. Þá bendir margt til þess að húðfell- ingar íslenskra barna séu 20 til 30% meiri en í nágrannalöndunum. Of þung börn á Íslandi eru með lakara þrek og hreyfa sig minna en þau sem eru í kjörþyngd. Þetta eru meðal helstu niðurstaðna rannsókn- arinnar „Lífsstíll 9 og 15 ára Íslend- inga“ sem kynntar voru á Íþrótta- þingi ÍSÍ í gær. „Mjög sláandi tölur“ Erlingur Jóhannsson, verkefnis- stjóri rannsóknarinnar, segir að hlutfall of feitra eða of þungra barna sé á bilinu 12–14% í Dan- mörku og Noregi á móti 20% hér á landi. „Þetta eru mjög sláandi tölur. Menn verða einnig að hafa í huga að við erum með 71% þátttöku í rannsókninni þannig að hlutfallið er eitthvað hærra og ég myndi telja að við værum nær Bandaríkjamönnum í þessum efnum en hinum Norð- urlandaþjóðunum. Menn segja að fjórða hvert barn á aldrinum 6–17 ára þjáist af offitu í Bandaríkjun- um,“ segir Erlingur. 20% íslenskra barna of þung  Gæti orðið/4 FORSALA á tónleika Metallica hófst á há- degi í gær en hljómsveitin leikur í Egils- höll 7. júlí. Þeir Jón og Pétur vildu vera al- veg vissir um að fá miða og slógu því upp tjaldi á stéttinni við verslun Og Vodafone í Síðumúla kl. 11 á föstudagskvöldið eða 13 tímum áður en sala átti að hefjast. Slagveður var undir hádegi þegar blaðamaður brá sér inn í tjald til þeirra en Pétur og Jón voru þó hinir hressustu. Þeir segjast vera harðir aðdáendur Metallicu og hafi viljað vera vissir um að fá miða. „Það var mjög kalt upp úr kl. 3 í nótt og þá pöntuðum við okkur pítsu og átum hana inni í tjaldinu. Og við erum með gítar og vorum að spila eitthvað af Metallicu- lögum. Tjaldið hélst þurrt þótt það rigndi dálítið.Við vorum einir í röðinni þangað til kl. sjö eða átta í morgun,“ sögðu Pétur og Jón. „Við ætlum fimm saman á tónleikana. Við eigum allt plötusafnið þeirra en höfum aldrei séð þá á tónleikum,“ Morgunblaðið/Sverrir Gistu í tjaldi í Síðumúlanum Forsala á tónleika Metallicu LJÓST er orðið að heimsóknir erlendra hljómsveita og listamanna hingað til lands verða fleiri á þessu ári en dæmi eru um áð- ur. Á næstu mánuðum verða haldnir hér á landi ellefu stórtónleikar og þá ekki taldir tónleikar á vegum Listahátíðar í Reykjavík sem hefst í næsta mánuði. Hljómsveitirnar og listamennirnir sem leika hér á næstu mánuðum eru Kraftwerk, Pixies, Korn, Kris Kristofferson, Deep Purple, Metallica, Placebo og Pink, en ætla má að áheyrendur á þessum tónleikum verði ríflega 51.000 og samanlögð velta í að- göngumiðum um 264 milljónir króna. Aðgöngumiðar á 264 milljónir  51.500 miðar/56 ♦♦♦ RAUF Denktash (lengst t.h.), leiðtogi Kýpur- Tyrkja, ávarpar fréttamenn í Nikosíu í gær eftir að hafa greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sáttatillögur Sameinuðu þjóðanna. Þær ganga út á að svæði Kýpur-Tyrkja á norðurhluta eyj- arinnar og Kýpur-Grikkja í suðurhlutanum verði sameinuð í eitt ríki. Falli tillögurnar munu ein- göngu Kýpur-Grikkir ganga í Evrópusambandið 1. maí. Um 600 þúsund manns voru á kjörskrá á allri eynni. Reuters Kosningar á Kýpur BANDARÍKJAMENN krefjast þess að Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, haldi loforð um að vinna Yasser Arafat Palestínuleið- toga ekki mein. Sharon kvaðst í viðtali við ísraelska ríkissjónvarpið í vikunni ekki telja sér skylt að standa við orð sín gagnvart George Bush Bandaríkjaforseta um frið- helgi Arafats. Ísraelar hafa undan- farið drepið nokkra háttsetta liðs- menn palestínskra hryðju- verkasamtaka á borð við Hamas. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brást hart við orð- um Sharons og tók fram að Bush væri sama sinnis. „Forsetinn gaf skýrt til kynna að hann myndi and- mæla öllum slíkum aðförum gegn Arafat og forsetinn er eindregið þeirrar hyggju að Sharon hafi heit- ið sér að ekkert slíkt yrði reynt,“ sagði Powell í viðtali við ABC-sjón- varpsstöðina á föstudagskvöld. Áð- ur sagði háttsettur embættismað- ur í Bandaríkjastjórn að hún liti á „loforð sem loforð“. Í ísraelska ríkisútvarpinu hefur einnig verið greint frá því að Condoleezza Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bush, hafi hringt í Dov Weisglass, yfirmann skrifstofu Sharons, og ítrekað afstöðu Bandaríkjamanna. Rice minnti á að Bandaríkin væru andsnúin öll- um morðárásum á Arafat, að því er sagði í ísraelska útvarpinu. Skrifstofa Sharons staðfesti að símtalið hefði átt sér stað en vildi ekki staðfesta efni þess. Bandaríkjastjórn Arafat verði ekki unnið mein Washington. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.