Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSK BÖRN OF FEIT
Íslensk börn „eru meðal feitustu
barna í Evrópu“. Um 20% íslenskra
barna á þessum aldri töldust vera of
feit eða of þung en líkur benda til að
hlutfallið sé í reynd nokkru hærra.
Þá bendir margt til þess að húðfell-
ingar íslenskra barna séu 20 til 30%
meiri en í nágrannalöndunum. Þetta
kemur fram í nýrri viðamikilli rann-
sókn á lífstíl íslenskra barna á aldr-
inum níu og fimmtán ára.
Kerry sammála Bush
John Kerry, sem ljóst er að verð-
ur forsetaefni demókrata í kosning-
unum í Bandaríkjunum í nóvember,
segist vera sammála stefnu George
W. Bush forseta í Írak, deilum Ísr-
aela og Palestínumanna og varðandi
baráttu gegn hryðjuverkum. Hins
vegar greini þá á um leiðir að mark-
miðunum. Kerry segir að það myndi
vera mjög misráðið að draga banda-
ríska herliðið frá Írak áður en kom-
inn væri á stöðugleiki í landinu.
Áhrif loftslagsbreytinga
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra og formaður Norðurskauts-
ráðsins segir breytingar á loftslagi
næstu áratugina munu snerta allar
hliðar daglegs lífs. „Ef til vill höfum
við ekki fulla vitneskju um hvað það
felur raunverulega í sér en við meg-
um ekki sitja aðgerðalaus og bíða og
sjá hvað gerist,“ sagði Halldór í opn-
unarávarpi sínu á Vísindadegi.
Tillögur SÞ undir atkvæði
Þjóðaratkvæðagreiðsla var á Kýp-
ur í gær um tillögur sem Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, lagði fram til lausnar deil-
um þjóðarbrotanna tveggja á eynni.
Er í þeim gert ráð fyrir að stofnað
verði sambandsríki Kýpur-Grikkja
og Kýpur-Tyrkja. Fari svo að hug-
myndirnar verði felldar mun ein-
vörðungu ríki grískumælandi Kýp-
verja ganga í Evrópusambandið í
vor en tyrkneskumælandi hlutinn
verða skilinn eftir.
Óljós staða í viðræðum
Ekkert verður af fyrirhuguðum
samningafundi Samiðnar og Sam-
taka atvinnulífsins yfir helgina og er
alls óljóst hvernig málin þróast eftir
helgina. Samninganefnd Samiðnar
kom saman á föstudag til að ræða
stöðu mála og í gær var einnig hald-
inn fundur þar sem m.a. var farið yf-
ir viðbrögð félagsins ef ekkert mið-
aði í samkomulagsátt eftir helgina.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Myndasögur 48
Rispur 12 Bréf 48/49
Listir 27/31 Dagbók 50/51
Af listum 28 Staksteinar 50
Forystugrein 32 Kirkjustarf 53
Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 54
Skoðun 34/37 Fólk 54/61
Þjónusta 46 Bíó 58/61
Minningar 41/45 Sjónvarp 62/63
Hugvekja 45 Veður 63
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HÆTTA er á að fagleg sjónarmið
víki fyrir fjárhagsstöðu sjúklinga og
tvöfalt heilbrigðiskerfi myndist hér á
landi, annað fyrir hina efnameiri og
hitt fyrir hina efnaminni. Þetta var
meðal þess sem fram kom í máli
Garðars Sverrissonar, formanns Ör-
yrkjabandalags Íslands, á málþingi
sem bandalagið hélt í Súlnasal Hót-
els Sögu í gær í tilefni af fyrirhug-
uðum verðhækkunum á lyfjum til
notenda, sem taka munu gildi 1. maí.
Verið að sporna við útgjalda-
aukningu vegna lyfja
Á málþinginu tóku til máls fulltrú-
ar ólíkra aðila, þ. á m. heilbrigðis-
ráðuneytisins, hagsmunasamtaka
sjúklinga, lækna og annars fagfólks.
Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmað-
ur heilbrigðisráðherra, sagði hið
nýja fyrirkomulag vera svokallað
analog-kerfi, ætlað til að sporna við
útgjaldaaukningu vegna lyfja með
því að beina kaupum sjúklinga að
ódýrari lyfjum. Á móti kæmi að heil-
brigðisráðuneytið hefði náð fram al-
mennri lækkun á verði lyfja með
samningum við heildsala.
Ingunn Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Lyfjafræðingafélags
Íslands, sagðist undrast að ekkert
samráð skyldi vera haft við lyfja-
fræðingafélagið um þessar breyting-
ar á lyfsölukerfinu.
Í máli Kára Stefánssonar, for-
stjóra Íslenskrar erfðagreiningar,
kom fram að vaxandi kostnaður
vegna heilbrigðisþjónustu væri með
erfiðari vandamálum sem íslenskt
samfélag stæði frammi fyrir.
Skýringin liggur
í innkaupsverðinu
Kári sagði ekki hægt að líta fram
hjá því að við létum kostnað og fé
stýra miklu um það hvernig við hög-
uðum okkar heilbrigðisþjónustu.
Hann sagði helstu skýringuna á því
að lyfjakostnaður hér á landi er 40%
hærri en í Noregi og Danmörku
liggja í innkaupsverðinu. Kári sagði
að sér fyndist það slappt í samfélagi
sem væri jafnvel statt og Ísland að
grípa til ráðstafana sem skertu þjón-
ustu við sjúklinga. Verið væri að
koma á hættulegu lyfjasölukerfi á Ís-
landi sem stuðla myndi að ójöfnuði.
Málþing Öryrkjabandalags Íslands um verðbreytingar á lyfjum
Hætta á að tvöfalt heilbrigðis-
kerfi verði til hér á Íslandi
Morgunblaðið/Sverrir
F.v.: Eggert Skúlason, Kári Stefánsson, Pétur Hauksson og Garðar Sverr-
isson, en Kári, Pétur og Eggert fluttu erindi á málþinginu.
DAGUR umhverfisins var í
gær, laugardag, en þann dag
fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti
íslenski náttúrufræðingurinn,
sem einna fyrstur hvatti til að-
gerða gegn skógareyðingu á
Íslandi. Í tilefni dagsins var í
gær opnuð sýningin „Dagar
umhverfisins“ í Smáralind á
vegum Umhverfisfræðsluráðs.
Þar kynna þrjátíu og tvö fyrir-
tæki, stofnanir og samtök ýms-
ar vörur, þjónustu og verkefni
sem hafa með umhverfisvernd
að gera. Þar á meðal eru
Ferðaskrifstofan Embla,
Græni hlekkurinn, Landvernd
og Vistvernd í verki, Morgun-
blaðið, Orkuveita Reykjavíkur
og Alcan á Íslandi. Á sýning-
unni má finna fjölmargar ólíkar
nálganir á umhverfismál, allt
frá lífrænt ræktuðum afurðum
og vistvænu eldsneyti til um-
hverfisstefna og sjálfbærs lífs-
stíls.
Markmið sýningarinnar er
tvíþætt. Í fyrsta lagi að gefa
sýnishorn af þeirri vitundar-
vakningu sem er í umhverf-
ismálum hér á landi, ekki síst í
atvinnulífinu. Hins vegar er
markmiðið að hvetja almenn-
ing til þess að huga að um-
hverfismálum í sínu daglega
lífi, m.a. með upplýstum inn-
kaupum og neyslu, en þannig
eru fyrirtæki hvött til að gefa
umhverfissjónarmiðum meiri
gaum. Megináherslan er lögð á
að breytni einstaklinga skipti
öllu máli í umhverfismálum,
enda leggi einstaklingar lítil lóð
á vogarskál betra umhverfis.
Við opnun sýningarinnar
opnaði Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra einnig Arn-
arvefinn, sem er fræðsluvefur
um haförninn. Þá var tískusýn-
ing á notuðum fötum frá Rauða
krossi Íslands. Meðal sýnenda í
gær voru Margrét Vilhjálms-
dóttir leikkona, Ólöf Guðný
Valdimarsdóttir, formaður
Landverndar, og Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra.
Dagur um-
hverfisins
kynntur í
Smáralind
STEFNT er að því að sameina í einn
gagnagrunn sjúkraskrár fólks í um-
dæmi Heilbrigðisstofnunar Austur-
lands (HSA), en það nær frá Vopna-
firði til Djúpavogs.
Persónuvernd hefur samþykkt yf-
irfærsluna.
Undanfarið hefur verið unnið að
gagnagrunninum og á að vista hann
hjá heilsugæslunni á Egilsstöðum.
Læknar HSA munu fá aðgang að
grunninum, auk takmarkaðs aðgangs
annars starfsfólks.
Efasemdir hafa vaknað hjá sumum
íbúum á Austurlandi sem hafa m.a.
spurt um réttmæti gagnagrunnsins.
Bent hefur verið á að nokkuð langt sé
þar gengið í meðferð persónuupplýs-
inga sjúklinga og að gagnagrunnur-
inn einfaldi ekki að marki upplýsinga-
aðgengi. Fólk mun samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins ekki
hafa val um hvort upplýsingar um það
fari í grunninn eður ei. Sjúklingar
geta þó ákveðið hvort um þá sé yfir
höfuð haldin sjúkraskrá.
Samkvæmt upplýsingum frá Stef-
áni Þórarinssyni, lækningaforstjóra
HSA, verða persónuupplýsingar
sjúklinga öruggari á þennan hátt ef
eitthvað er og tilgangur gagna-
grunnsins sá að laga skráningu upp-
lýsinga að nútímanum. Tilkoma hans
auðveldi sjúklingum að leita læknis
hvar sem er innan umdæmis HSA.
Kostnaður við gerð gagnagrunns-
ins mun verða nokkur, en stofnunin
leitar nú leiða til að skera rekstr-
arkostnað sinn niður um hundrað
milljónir króna.
Heilbrigðisstofnun Austurlands
Allar sjúkraskrár
í einn gagnagrunn
UNNIÐ hefur verið að niðurrifi
hússins við Miklubraut 16 en nauð-
synlegt er að fjarlægja húsið vegna
færslu Hringbrautarinnar, sem
mun liggja þar sem húsið hefur
staðið. Borgin hefur keypt húsin
við Miklubraut 16 og 18–20 en hús-
ið við Miklubraut 18–20 verður þó
ekki rifið í þessum áfanga.
Morgunblaðið/Sverrir
Miklabraut 16 jöfnuð við jörðu
STÓRUM bát sem stóð fyrir utan
verkstæði á Eyjaslóð í Reykjavík var
stolið í fyrrinótt. Báturinn sem er í
eigu fyrirtækisins Vinnubátur sf. er
sex metra langur. Var hann geymd-
ur á kerru við verkstæðið en þegar
eigendur komu að í gærmorgun var
hann horfinn.
Báturinn er af tegundinni
Sea-Rover og var smíðaður fyrir
tveimur árum. Hann er með utan-
borðsmótor, svartur á lit og líkist
slöngubát í laginu. Hefur báturinn
verið notaður við botnrannsóknir.
Er hann mjög sérhæfður og sá eini
sinnar tegundar á Íslandi. Lögreglu
var þegar tilkynnt um hvarf bátsins.
Sex metra
bát stolið