Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 11
að gera refsivert með þessu ákvæði.“ Að lokum skal nefnt að frumvarpið gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa útlendingi úr landi ef hann dvelur ólöglega í landinu. Ákvæðið hef- ur verið gagnrýnt á þeim forsendum að at- vinnuleyfi útlendinga sé gefið út af atvinnurek- anda á Íslandi og oft sjái atvinnurekandi alfarið um dvalar- og atvinnleyfi starfsmanna sinna. Björn var í framhaldi af því spurður að því hvort útlendingum yrði vísað úr landi ef at- vinnurekandi hans gleymdi að framlengja at- vinnuleyfi hans. „Það hefur ávallt verið regla samkvæmt íslenskum rétti að útlendingi, sem dvelst ólöglega hér á landi, skuli vísa úr landi. Á þessu sviði sem og öðrum fylgja menn stjórn- sýslulögum, þar sem meðal annars er að finna meðalhófsregluna.“ Ekki þrengt að nýjum aðildarþjóðum Evrópu- sambandsins með breytingum á lögunum Athygli vekur að bæði Alþjóðahús og laga- nefnd Lögmannafélagsins taka í umsögnum sínum fram að samningur um stækkun EES/ ESB banni gömlu aðildarríkjunum að setja strangari skilyrði fyrir dvalar- og atvinnurétt- indum ríkisborgara nýju aðildarríkjanna held- ur en giltu á undirritunardegi laganna 16. apríl 2003. „Í frumvarpi því sem hér er til umfjöll- unar telur Alþjóðahús að skilyrði fyrir dvalar- og atvinnuréttindum séu verulega hert að því er varðar sérstaka hópa innflytjenda sbr. ofan- greindar athugasemdir og það gangi því í ber- högg við aðildarsamninginn að ekki sé gerð sérstök undantekning varðandi ríkisborgara nýju aðildarríkjanna, t.d. varðandi strangari skilyrði um dvalarleyfi vegna fjölskyldusam- einingar,“ segir m.a. í umsögn Alþjóðahúss. Björn svaraði fullyrðingunni á þann veg að í útlendingalögum væri að finna sérstakan kafla (VI. kafla) sem hefði að geyma sérreglur um út- lendinga sem féllu undir EES samninginn og þannig væri málum einnig háttað í reglugerð- inni um útlendinga. „Ákvæði frumvarpsins sem nú er til meðferðar miða ekki að því gera neinar breytingar á þeim kafla (þar er meðal annars að finna sérstök ákvæði um dvalarleyfi fyrir að- standendur sem eru mun víðtækari en almennu ákvæðin) og að umsömdum aðlögunartíma liðn- um munu borgarar allra hinna nýju aðildar- ríkja EES falla undir ákvæði þessa kafla að öllu leyti. Eins og glöggir lesendur frumvarpsins sjá þá falla þessir aðilar (Pólverjar o.s.frv.) strax frá 1. maí nk. undir þennan kafla að mestu leyti að frátöldu ákvæði a-liðar 36. gr. (sjá einnig takmarkanir hvað varðar 35. gr.) eins og skýrt er kveðið á um í 17. gr. frum- varpsins. Þetta er því allt saman afar skýrt.“ Björn fullyrðir að með frumvarpinu sé ekki verið að gera skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfa strangari. „Með frumvarpinu er verið að stoppa upp í göt á lögunum og koma í veg fyrir að menn geti skapað sér rétt til dvalarleyfis á vafasömum eða ólögmætum grundvelli, til að mynda á grundvelli málamyndahjúskapar.“ Verðskuldar ekki hraðferð Eins og áður segir virðist meginmarkmið stjórnvalda með frumvarpinu vera að nýta að- lögunarheimild vegna nýrra ESB-landa í byrj- un maí. Sú tillaga hefur hlotið frekar litla gagn- rýni miðað við ýmsar aðrar greinar frumvarpsins. Björn var í framhaldi af því spurður að því hvort ekki hefði verið eðlilegra að samþykkja aðlögunarheimildina sérstaklega og bíða með aðrar breytingar á lögunum þar til betra ráð- rúm gæfist til að ræða þær til hlítar á haust- þingi. „Auðvitað er alltaf álitamál, hvað er „eðli- legt“,“ sagði Björn. „Í þessu tilviki var hins vegar talið skynsamlegt, að líta til þróunar þessara mála í heild og taka mið af henni, þegar tekið var til við að breyta útlendingalögunum. Alþjóðavæðingin hefur jákvæðar og neikvæðar hliðar og stjórnvöld þurfa að hafa tæki, sem gerir þeim kleift að bregðast við hinu neikvæða um leið og tækifæri hins jákvæða eru nýtt. Við komumst ekki hjá því að horfast í augu við stað- reyndir. Hvers vegna á að fresta því að bregð- ast við hættulegri þróun? Stjórnvöld, sem bera ábyrgð, geta ekki leyft sér slíkt.“ Guðrún Ögmundsdóttir sagði að því færi fjarri að frumvarpið verðskuldaði jafn mikla hraðferð í gegnum þingið og raun bæri vitni. „Þetta frumvarp átti einungis að vera vegna stækkunar ESB og komið var með breytingar á lögunum vegna þess. En viti menn, sumu sem hent hafði verið út í fyrsta frumvarpinu um út- lendingalögin er komið inn aftur, s.s. lífsýna- takan, svo og það sem mesta úlfúð hefur vakið á Norðurlöndunum – ákvæði í danskri útlend- ingalöggjöf um 24 ára aldurstakmörkin. Mér finnst þetta hvorki bera vott um mikla skyn- semi né djúpa hugsun.“ Brennimerki minnihlutahóp Frumvarpið hefur verið gagnrýnt fyrir að senda neikvæð skilaboð til innflytjenda úti í samfélaginu, t.d. spyr Anh-Dao Tran, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna, í ný- legri grein í Morgunblaðinu hvort stjórnvöld hafi engar áhyggjur af því að óvenjuleg ákvæði á borð við hertar reglur um fjölskyldusamein- ingar, 24 ára ákvæðið og DNA-rannsóknir brennimerki ákveðinn minnihlutahóp í landinu. „Er ekki mikilvægara að vinna að því að þessi hópur verði jafnrétthár öðrum í þjóðfélaginu, og hann verði ábyrgur og virkur í samfélaginu, ef okkur á að takast að halda þjóðinni saman sem einni á næstu áratugum?“ segir ennfremur í greininni. Björn var spurður að því hvaða skilaboð/ anda hann teldi að lögin fælu í sér gagnvart innflytjendum á Íslandi. „Ég hef hvað eftir annað sagt í þessum umræðum, að íslensk landamæra- og útlendingayfirvöld eigi að búa við svipaðar starfsaðstæður og tíðkast í ná- grannalöndunum og ekki sé gefið á neinn hátt til kynna, að auðveldara sé að stunda blekking- arstarf við landamæri hér en annars staðar. Fyrir þá sem koma hingað á heiðarlegum og lögmætum forsendum skipta þessar lagabreyt- ingar engu.“ Byggist á brýnum hagsmunum Bjarni Benediktsson, formaður Allsherjar- nefndar, sagði að enn væru ekki komnar fram ákveðnar breytingar á frumvarpinu í nefnd- inni. „Hins vegar er ekki útilokað að Allsherj- arnefnd geri einhverjar breytingar á texta frumvarpsins þó ekki verði um efnisbreytingar að ræða,“ sagði hann og nefndi sem dæmi að hugsanlega yrði gerð breyting á texta ákvæðis um lífsýnatöku í tengslum við umsókn um dval- arleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Ég held að með tiltölulega einfaldri viðbót væri hægt að skýra betur þá hugsun sem liggur að baki ákvæðinu og sefa ákveðnar framkomnar áhyggjur af því hvernig hægt væri að túlka ákvæðið,“ bætti hann við og sagði aðspurður að viðbótin myndi væntalega felast í því að hnykkt væri á því að viðkomandi gæti neitað að gefa lífsýni og krafist þess að úrskurðað yrði um málið á grundvelli fyrirliggjandi gagna, dregið umsókn sína til baka eða óskað eftir fresti til að afla frekari gagna máli sínu til stuðnings. Bjarni sagðist búast við að nefndin sendi frumvarpið frá sér á þriðjudag. ðarregla Morgunblaðið/Eggert ago@mbl.is ’ Hér er verið að sporna við því, að menn séu með slíkskilríki undir höndum í viðskiptalegu blekkingarskyni. Þetta á ekkert skylt við það, ef menn eru að flýja undan ofríkisstjórnum og nota til þess fölsk skilríki, svo að dæmi sé tekið, sem snertir mannúðarsjónarmið í þessu tilliti. Dæmi eru um, að einstaklingar hafi verið stöðv- aðir af lögreglu með umtalsvert magn falsaðra vega- bréfa í fórum sínum; slíkt athæfi á að gera refsivert með þessu ákvæði. (Björn Bjarnason.) ‘ ’ Þetta frumvarp átti einungis að vera vegna stækk-unar ESB og komið var með breytingar á lögunum vegna þess. En viti menn, sumu sem hent hafði verið út í fyrsta frumvarpinu um útlendingalögin er komið inn aftur, s.s. lífsýnatakan, svo og það sem mesta úlfúð hef- ur vakið á Norðurlöndunum – ákvæði í danskri útlend- ingalöggjöf um 24 ára aldurstakmörkin. Mér finnst þetta hvorki bera vott um mikla skynsemi né djúpa hugsun. (Guðrún Ögmundsdóttir.) ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 11 ’ Ég er maðurinn á götunni, venjulegurborgari, en ég mun gera skyldu mína. Ég mun hlýða rödd samvisku minnar.‘Mordechai Vanunu, eða John Crossman, sem látinn var laus úr fangelsi í Ísrael eftir 18 ára afplánun, þar af meira en 11 ár í einangrun. Hann var dæmdur fyrir að ljóstra upp um kjarnorkuvopnaáætlanir Ísraels. ’ Ég hef aldrei leynt því að [mjólkur]kvótaverð er allof hátt, óeðlilega hátt.‘Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, á fundi Landssambands kúabænda. ’ Þetta er sorgardagur í sögu friðargæslu á vegum SÞ.‘Stefan Feller, yfirmaður löggæsluliðs SÞ í Kosovo um árás á friðargæslumenn þar sem þrír lágu í valnum og tíu særðust. ’ Þegar leiðnin er þetta mikil finnur maður hverabragð af vatninu. Annars er venjulega fúlt bragð af því og jafnast ekkert á við gott rauðvín.‘Reynir Ragnarsson, vaktmaður við Múlakvísl þegar leiðni jókst skyndilega í jökulvatninu. ’ Það er ekki lengur mögulegt að haldaáfram friðarferli... meðan Sharon situr á valdastóli í Ísrael og nýtur stuðnings bandarísku ríkisstjórnarinnar.‘Nabil Shaath, utanríkisráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar, eftir að Ísraelsmenn deyddu Abdel Aziz Rantisi leiðtoga Hamas samtakanna. ’ Maður var skíthræddur þarna á tímabili, mér var orðið svo kalt.‘Sigfús Unnarsson, skipverji á Snorra Sturlusyni VE, eftir að hann lenti í sjónum ásamt tveimur félögum sín- um við Vestmannaeyjar. ’ Það er kominn tími til að svara þeirri spurningu í eitt skipti fyrir öll hvort þessi þjóð, Bretland, vilji vera í forgrunni og í forystu ákvarðanatöku á vettvangi ESB eða ekki. Það er kominn tími til að ákveða hvort okkar bíði framtíð þar sem við erum leiðandi þjóð í Evrópu- samstarfinu eða hvort við verðum jað- arþjóð í Evrópu.‘Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er hann tilkynnti að haldin yrði þjóðaratkvæða- greiðsla um stjórnarsáttmála ESB. ’ Ég slít mig úr beltinu og það er baraeins og mér hafi verið kippt út úr bílnum. Þegar ég lendi í götunni og lít aftur fyrir mig, þá sé ég ljósin á bílnum hverfa niður fyrir vegkantinn.‘Vilhjálmur Árnason, flutningabílstjóri, sem slapp naumlega þegar bíll hans fór útaf á Klettshálsi. ’ Í augum þess sem býr í borg er matureitthvað sem kemur í sellófanumbúðum og öll óþrifavinnan og óþægindin að baki. Þeir sem alist hafa upp við búskap, veiðar eða sjósókn vita hvernig málum er háttað. Það er erfið vinna að framleiða matvæli og koma þeim í verslanir, og það eru ekki öll handtökin sérlega skemmtileg.‘Earle McCurdy, forseti stéttarfélags fólks í fisk- og matvælaiðnaði í Kanada, um gagnrýni á selveiðar Kanadamanna. ’ Við höfum bara ekki fundið neinn karfa.Þetta er bara eitt stórt núll með gati.‘Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteins- syni EA, um úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Ummæli vikunnar Reuters Stuðningsmenn Mordechay Vanunu með kröfuspjöld við Ha-Shikma-fangelsið í Ísrael, er Vanunu var látinn laus.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.