Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Nú brumar mór og börðin
skifta lit. / Í brjósti mínu
heyri ég vorsins þyt. Svo
orti Ólafur Jóhann Sigurðs-
son um vorið, þegar daginn lengir, skyndilega tekur að hlýna og
gróðurinn að kvikna; það glittir í sumarið.
Og að gömlum og góðum sið hafa lúðrasveitir landsins blásið
það formlega inn, þar sem trymblum og blásurum var fylgt um
götur af börnum með fána, vindrellur og málverk á kinnum.
Fullorðnir hafa beðið sumarsins ekki síður en börnin, margir eru
farnir að snyrta garða og sópa stéttar, smyrja reiðhjól og veiði-
hjól. En tilhlökkun barnanna er óhamdari enda eiga þau léttara
með að sjá ævintýri sumardaganna fyrir sér, eins og í kvæði Sig-
urðar Pálssonar, Sumardaginn fyrsta, þar sem sólin kemur upp:
um flegið hálsmál / austurfjallahringsins / Farfuglarnir söng-
galnir / í geislum hennar... Og kýrnar svífa / Chagalllegar um
blámann.
Ljósmyndarar Morgunblaðins voru á ferðinni í Reykjavík á
sumardaginn fyrsta. Þeir tóku þátt í skrúðgöngum og fylgdust
með fjölskyldum að leik í góða veðrinu, en fyrst og fremst var
þetta dagur barnanna: barna með ís, barna á hjólum, barna með
gos og dúkkur, fána, hunda og pylsur.
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Einar Falur
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Sverrir
Morgunblaðið/Sverrir
Rispur
Morgunblaðið/Einar Falur