Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 13
Létt á sam-
viskunni
FYRRVERANDI starfsmaður
breska flughersins hefur skilað
sagnfræðiriti sem hann fékk að láni á
bókasafni á Möltu fyrir 42 árum.
Ernie Roscuet tók bókina óvart
með sér heim til Bretlands eftir að
hafa dvalist um skeið á Möltu árið
1962. Á dögunum átti hann 65 ára af-
mæli og ákváðu hann og kona hans
að halda þau tímamót hátíðleg á
Möltu. Kjörið þótti að nýta tækifær-
ið og skila bókinni. „Ég hef verið
með nagandi samviskubit út af þessu
allan þennan tíma,“ sagði Roscuet í
viðtali við dagblað á Möltu.
Roscuet taldi víst að sér yrði gert
að greiða sekt en þess í stað bauð
forstöðumaður safnsins honum upp
á kaffibolla. „Vonandi verður þessi
saga til þess að hvetja fleiri til að
skila því sem þeir hafa fengið lánað,“
sagði forstöðumaðurinn.
„Dómsdags-
frumvarp“
samþykkt
BANDARÍSKA fulltrúadeild-
in hefur samþykkt svokallað
„dómsdagsfrumvarp“ en í því
er gert ráð fyrir sérstökum
skyndikosningum verði þingið
og þingmenn fyrir stórfelldri
árás hryðjuverkamanna. Falli
100 þingmenn eða fleiri skal
efnt til kosninga inna 45
daga.
Talið er, að þinghúsbygg-
ingin hafi verið skotmark í
hryðjuverkaárásunum 11.
september 2001 en flugvélin,
sem var ætluð til þess, hrap-
aði í Pennsylvaníu.
ALBERTO Fujimori, fyrrum forseti
Perú, sem verið hefur í útlegð í Jap-
an frá árinu 2000, nýtur enn umtals-
verðra vinsælda í heimalandi sínu.
Samkvæmt nýrri könnun færi hann
með sigur af hólmi í fyrri umferð for-
setakosninga færu þær fram nú.
Fujimori var forseti Perú í tíu ár
áður en hann neyddist til að flýja
land til að komast hjá fangelsisvist
sökum valdníðslu. spillingar og
mannréttindabrota. Yfirvöld í Perú
hafi krafist þess að Fujimori, sem er
af japönskum ættum, verði fram-
seldur. Lög í Japan kveða hins vegar
á um að bannað sé að framselja jap-
anska ríkisborgara.
Forsetakosningar fara næst fram
í Perú árið 2006 haldi Alejandro Tol-
edo, núverandi forseti, völdum svo
lengi, sem margir
efast um.
Samkvæmt
nýjustu könnun
Imasen-fyrirtæk-
isins fengi Fuji-
mori 18,4% at-
kvæða færi fyrri
umferð forseta-
kosninga fram nú
í Perú. Lög lands-
ins kveða á um að meirihluti kjós-
enda þurfi jafnan að vera að baki for-
seta og er því kosið á milli tveggja
efstu manna í síðari umferð slíkra
kosninga. Næstur Fujimori kæmi
annar fyrrum forseti, Alan Garcia,
sem einnig var vændur um spillingu
á valdatíma sínum.
Þeir Garcia og Fujimori eru jafn-
framt taldir spilltustu stjórnmála-
menn Perú. Í því kjöri varð Fujimori
efstur, rúmlega 44% þeirra sem þátt
tóku í könnuninni töldu hann verð-
skulda þann vafasama titil. Næstur
kom Garcia en í þriðja sæti var Tol-
edo forseti. Taldi rúmur fimmtungur
aðspurðra að hann væri spilltasti
stjórnmálamaður Perú. Fram kom
og að um helmingur þátttakenda
kvaðst efast um að Toledo næði að
ljúka kjörtímabili sínu.
Stjórnmálaskýrendur í Perú kváð-
ust telja niðurstöður könnunarinnar
„viðvörun til handa ríkisstjórn og
stjórnmálastétt“. Vinsældir Fuji-
moris væru til marks um að vald-
höfum hefði ekki tekist að skapa
„trúverðugan valkost“ við stjórn
hans og það sem henni fylgdi.
Fujimori vinsæll
Lima. AFP.
Alberto Fujimori
♦♦♦
ERLENT
Færri búa
við sára
fátækt
Mestu framfarirnar í
Asíu en engar í Afríku
og Rómönsku Ameríku
Washington. AFP.
FÓLKI, sem býr við sára fátækt
fækkaði næstum um þriðjung á
tveimur áratugum fram til 2001.
Þessi ánægjulega þróun hefur þó
ekki orðið alls staðar. Mestar eru
framfarirnar í Asíu en Afríka og
Rómanska Ameríka hafa setið á hak-
anum.
Kom þetta fram á blaðamanna-
fundi með aðalhagfræðingi Alþjóða-
bankans, Francois Bourguignon, sem
sagði, að hagvöxtur væri öflugasta
vopnið í baráttunni við fátæktina.
Hann lagði samt mikla áherslu á, að
fátækustu ríkin yrðu að fá meiri að-
stoð frá þeim ríku og betri aðgang að
mörkuðum.
Með sárri fátækt er átt við, að fólk
hafi minna en einn dollara, tæplega
74 kr. ísl., fyrir sig að leggja á dag. Í
Kína hefur þessu fólki fækkað úr 64%
1981 í 17% 2001 og á Indlandi úr 55% í
35%. Í Afríku sunnan Sahara hefur
því hins vegar fjölgað úr 42% í 47%. Í
Rómönsku Ameríku hefur engin
breyting orðið á og þar búa 10% við
sára fátækt.
Lítil tekju-
dreifing hættuleg
Talsmenn bankans rekja fátæktina
í Rómönsku Ameríku meðal annars
til lítillar tekjudreifingar, mikils mun-
ar á ríkum og fátækum. Þegar þannig
hátti, breyti uppgangur litlu um hag
þeirra fátækustu. Í Afríku eru mestu
sökudólgarnir erlendar skuldir, ófrið-
ur og alnæmi en Alþjóðabankinn
bendir einnig á, að með gífurlegum
niðurgreiðslum á eigin framleiðslu
haldi ríku þjóðirnar þeim fátæku í
spennitreyju örbirgðar og allsleysis.