Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Um mánaðamótin verðamikil tímamót í hálfraraldar sögu Evrópusam-bandsins er tíu ríki – þaraf átta fyrrverandi
kommúnistaríki í Mið- og Austur-
Evrópu – verða fullgildir aðilar að
sambandinu.
Pólland, með tæplega 39 milljónir
íbúa, er langfjölmennasta landið af
þessum tíu. Það er reyndar fjölmenn-
ara en öll hin níu ríkin til samans. En
það er fátækt.
Þjóðarframleiðsla Póllands, mæld í
evrum, er um 2% af þjóðarframleiðslu
ESB-landanna 15 og þjóðartekjur á
mann eru um 20% af meðaltali ESB.
Þjóðartekjur á mann reiknaðar eftir
kaupmáttarstuðli (PPS) eru í Póllandi
um 40% af meðaltali ESB. Meðallaun
í landinu eru aðeins brot af því sem
gengur og gerist vestar í álfunni og
launamunur innanlands er líka mjög
mikill, einkum og sér í lagi milli
stærstu borganna og sveita.
Vægi landbúnaðar er enn mikið í
pólsku efnahagslífi. Hátt í fimmtung-
ur vinnuaflsins telst hafa viðurværi
sitt af landbúnaði, þótt greinin skili
innan við 4% af vergri landsfram-
leiðslu.
Samkvæmt útreikningum hag-
fræðinga mun það taka áratugi að ná
þjóðartekjum á mann í Póllandi upp í
¾ af meðalþjóðartekjum á mann í nú-
verandi ESB-löndum. Sé miðað við
þær bjartsýnu forsendur að hagvöxt-
ur í Póllandi verði að jafnaði um 3%
meiri en í ESB (5,5% þar en 2,5% í
ESB-löndunum 15) tæki það 25 ár að
ná þessu marki. Hve bjartsýnar þess-
ar forsendur eru sést gleggst á því, að
meðaltalshagvöxtur í Póllandi síðustu
fimm árin hefur verið 2,8%. Sveiflurn-
ar hafa verið miklar.
Það þykir líka áhyggjuefni, bæði
innanlands og utan, hve mikill halla-
rekstur er á pólsku ríkisfjármálunum.
Fjárlagahallinn var sem nemur um
680 milljörðum króna í fyrra og stefn-
ir í að verða um 836 milljarðar kr. á
þessu ári. Ætli Pólverjar sér að gera
alvöru úr því markmiði sínu að upp-
fylla skilyrðin fyrir aðild að Efna-
hags- og myntbandalaginu ekki
seinna en árið 2009 verða þeir heldur
betur að taka sér tak. Reyndar hafa
margir hagfræðingar lýst efasemdum
um að markmiðið um svo fljóta aðlög-
un að EMU sé skynsamlegt, en burt-
séð frá því segir það sig sjálft að meiri
agi á stjórn ríkisfjármála er nauðsyn-
legur ef stöðugleiki á að komast á í
pólsku efnahagslífi.
Framfarir krefjast fórna
Pólland gegndi mikilvægu hlut-
verki í að binda enda á alræðisskeið
kommúnismans í Mið- og Austur-
Evrópu fyrir rúmum áratug. Þótt
umbótaþróuninni í landinu frá mið-
stýrðum ríkissósíalisma til opins
markaðshagkerfis og lýðræðis sé ekki
lokið – og gangi að nokkru leyti hæg-
ar en í sumum hinna fyrrverandi
austantjaldslandanna – hafa framfar-
irnar verið miklar á þessum áratug;
framfarir sem hafa krafizt umtals-
verðra fórna af hálfu margra Pól-
verja.
Endurskipulagning atvinnulífsins
hefur til að mynda leitt til mikils at-
vinnuleysis, einkum í vissum atvinnu-
greinum og landshlutum. Atvinnu-
leysi í Póllandi hefur á þessu ári
mælzt rúm 20%; þetta hlutfall er jafn-
vel mun hærra á þeim svæðum þar
sem ástandið er alvarlegast.
Pólverjar hafa þó almennt sýnt því
skilning að umskiptin úr fátæktar-
gildru hins kommúníska áætlanabú-
skapar yfir í skilvirkt markaðshag-
kerfi fást ekki átakalaust. Hefur þar
eflaust haft sitt að segja hve mikinn
þátt verkalýðsfélög áttu í að axla póli-
tíska ábyrgð á þessu umbyltingar-
ferli.
Til allrar hamingju eru líka jákvæð
teikn greinanleg í efnahagsþróuninni.
Hagvöxturinn virðist vera kominn á
skrið aftur eftir niðursveiflu fyrstu
áranna eftir aldamótin. Tekizt hefur
að koma böndum á verðbólguna og
gengi pólska zlotýsins hefur haldizt
nokkuð stöðugt.
Stjórnin fallin
Það blæs hins vegar ekki byrlega
fyrir ríkisstjórninni sem verið hefur
við stjórnvölinn frá því um mitt ár
2002, en hún er minnhlutastjórn
vinstriflokka. Leszek Miller forsætis-
ráðherra hefur tilkynnt að hann víki
úr embætti 2. maí, en við honum tek-
ur Marek Belka, fyrrverandi fjár-
málaráðherra sem nú er æðsti fulltrúi
Póllands hjá hernámsyfirvöldum í
Írak.
Miller, sem var í gamla kommún-
istaflokknum og fer fyrir arftaka-
flokki hans sem nú kallar sig sósíal-
demókratískan, hefur tapað frá sér
nær öllum stuðningi kjósenda og
fjöldi þingmanna úr flokki hans hefur
klofið sig úr honum og stofnað nýjan
vinstriflokk. Er þetta vinsældahrun
forsætisráðherrans og flokks hans
helzt rakið til óvinsælla aðgerða í
efnahagsmálum (sem að hluta til eru
nauðsynlegar vegna inngöngunnar í
ESB), en ekki síður þó til spillingar-
hneyksla sem stjórnarliðar hafa
flækzt í. Í fjölmiðlum hefur sú mynd
af Miller festst í sessi að hann sé vart
herra í eigin ranni; að hann fái ekki
við vandamálin ráðið.
Vandamál sem hægt er að benda á
að við Póllandi blasi við inngönguna í
ESB eru margvísleg, og skulu hér
nokkur nefnd:
Nútímavæðing og endurskipulagn-
ing landbúnaðar og annarra þátta at-
vinnulífs þjóðarinnar (s.s. kola-, stál-
og efnaiðnaðar), byggðaþróun, um-
hverfismál, endurnýjun innviða á
borð við vegakerfi, járnbrautir o.þ.h.
Framfarir í öllum þessum málaflokk-
um kosta mikið fé og því vonir bundn-
ar við að sjóðir ESB verði hér að liði.
Stór hluti hinna u.þ.b. sjö milljóna
Pólverja sem hafa viðurværi sitt af
landbúnaði framleiðir ekkert eða lítið
sem ekkert fyrir markaðinn, heldur
stundar sjálfsþurftarbúskap. Margir
þessara smábænda stunda reyndar
landbúnað aðeins sem aukabúgrein
og hafa tekjur af öðrum störfum, oft
„svart“, en svarta hagkerfið, sem
hvergi birtist í opinberum hagtölum,
er enn býsna umfangsmikið í landinu.
Hömlur settar við
frjálsri för launafólks
Í upptalningu á vandamálunum
verður einnig að nefna frjálsa flutn-
inga vinnuafls, eitt lykilatriða „fjór-
frelsisins“ á innri markaði Evrópu
(frjálsir flutningar vöru, vinnuafls,
fjármagns og þjónustu). Þar sem
tæpast verður hjá því komizt að hin
nauðsynlega uppstokkun og nútíma-
væðing pólsks atvinnulífs muni leiða
til enn aukins atvinnuleysis, má
reikna með því að margir Pólverjar
muni vilja freista gæfunnar í hinum
ríkari hluta álfunnar.
Ýmsar rannsóknastofnanir á sviði
efnahags- og vinnumarkaðsmála hafa
reynt að spá fyrir um hve margir Pól-
verjar (og Tékkar, Ungverjar o.s.frv.)
myndu í raun nýta sér frelsið til að
leita sér vinnu í vestri. Rokka þær töl-
ur á bilinu frá um 150.000 til yfir
500.000 á ári. Alls reikna þessar stofn-
anir með því að heildarfjöldi fólks sem
muni flytja frá Mið- og A-Evrópuríkj-
unum til eldri aðildarríkjanna nemi á
bilinu þremur til fimm milljónum
fram til ársins 2020, eða á bilinu 4–7%
af íbúum nýju aðildarríkjanna.
Að frumkvæði næstu ESB-grann-
ríkja mið- og austur-evr-
ópsku inngönguríkj-
anna, Þýzkalands og
Austurríkis, hefur enda
verið samið um að aðild-
arríki ESB (og Evr-
ópska efnahagssvæðis-
ins) geti frestað því í allt
að 7 ár að opna fyrir
frjálsa flutninga vinnu-
afls frá nýju aðildarríkj-
unum í austri, í því skyni
að vernda vinnumarkað
viðkomandi lands fyrir
ásókn fólks úr austri
sem tilbúið er að vinna
fyrir lægra kaup en
heimamenn.
Sem aðildarríki EES hefur Ísland
einnig ákveðið að fresta því að opna
landamærin fyrir frjálsum flutning-
um vinnuafls, a.m.k. út árið 2005.
Reyndar eru Pólverjar nú langfjöl-
mennasti hópurinn af því erlenda
vinnuafli sem starfar á Íslandi.
Sjávarútvegs-
hagsmunum fórnað
Evrópusambandsaðildin mun
krefjast frekari fórna af sumum Pól-
verjum, hjá því verður tæpast komizt.
Pólland er hið eina tilvonandi nýju að-
ildarlandanna, þar sem sjávarútvegur
er umtalsverður. Störf tengd sjávar-
útvegi eru um 30.000 í landinu.
Í þessum málaflokki lagði pólska
stjórnin upp í aðildarviðræðurnar
með kröfur um ýmiss konar sérreglur
og undanþágur frá reglum sjávarút-
vegsstefnu ESB, en þegar til kast-
anna kom endaði með því að samn-
ingamenn Pólverja féllu frá þessum
undanþágukröfum í aðildarsamning-
unum. Fórnuðu þeir þar með minni
hagsmunum fyrir meiri, enda hafa
þeir samið um ýmsar sérreglur og
tímabundnar undanþágur í öðrum
málaflokkum, þar sem stjórnin álítur
meiri hagsmuni í húfi. Er þar að nefna
umhverfismál, innleiðingu ýmissa
staðla sem erfitt og dýrt er að upp-
fylla, reglur um kaup útlendinga á
landi (sem er viðkvæmt mál einkum
m.t.t. þess að fram til ársins 1945 var
stór hluti þess lands sem nú er innan
landamæra Póllands þýzkt) og þannig
mætti áfram telja.
Vandamál pólsks sjávarútvegs í
tengslum við inngönguna í ESB eru
þó allt annars eðlis en íslenzkur sjáv-
arútvegur myndi standa frammi fyrir
ef Ísland gengi í sambandið. Vegna
úrelts skipakosts og bágrar stöðu
pólskra útgerðarfyrirtækja almennt
er samkeppnishæfni pólsks sjávarút-
vegs afar slæm í samanburði við út-
gerðina í eldri aðildarríkjum sam-
bandsins, öfugt við þann íslenzka.
Beðið eftir
jólasveininum
Að mati Mareks Sarjusz-Wolski,
ritstjóra pólska tímaritsins Unia &
Polska sem greinarhöfundur hitti í
Varsjá, felst eitt stærsta vandamálið
varðandi inngöngu Pól-
lands í ESB í því að Pól-
verjar séu ekki að gera
nóg til að búa sig undir
þau vinnubrögð sem við-
hafa verður eftir að hún
er gengin í gildi. Til
dæmis muni bændur,
sveitarfélög og aðrir að-
ilar í Póllandi eiga erfitt
með uppfylla sett skilyrði
fyrir að þiggja fjárhags-
og aðra aðstoð frá ESB.
„Það eru allt of margir
sem bíða bara aðgerða-
lausir og virðast trúa því
að ESB sé eins konar
jólasveinn sem komi til
Varsjár með fullan poka af peningum
þegar landið verður gengið í sam-
bandið. Þetta er mjög skaðleg af-
staða, því við munum ekki geta nýtt
okkur þá möguleika sem aðildin býð-
ur uppá nema við tileinkum okkur
leikreglurnar. Og uppá það vantar því
miður mikið,“ segir Sarjusz-Wolski.
Popúlistar virkja óánægju
Eftir þessa upptalningu á helztu
vandamálunum við aðildarundirbún-
ing Póllands verður líka að nefna, að
það verður vart hjá því komizt að
þessar róttæku umbreytingar muni
leiða til áframhaldandi pólitísks
óstöðugleika. Stjórnmálakerfið í land-
inu hefur ekki enn náð jafnvægi –
miklar sveiflur eru í fylgi flokka og
stjórnar- og ráðherraskipti tíð. Spill-
ing er vandamál, einkum á lægri stig-
um stjórnkerfisins. Umbætur í
stjórnsýslunni og dómskerfinu ganga
hægt og hafa þessi atriði ítrekað verið
gagnrýnd í matsskýrslum ESB á að-
ildarundirbúningi Pólverja.
Undirbúningurinn fyrir aðildina
hefur m.a. þvingað pólsk stjórnvöld til
að sýna aðhald í ríkisfjármálum (þótt
það gangi misjafnlega í framkvæmd).
En ýmsir óttast að þessi þrýstingur á
að standa við að hrinda umbótum í
framkvæmd snarminnki við inngöng-
una, enda mæta margar af þeim ráð-
stöfunum sem umbæturnar útheimta
harðri andstöðu stórra kjósendahópa.
Lengst af hafa Pólverjar flestir þó
litið Evrópusambandið mjög jákvæð-
um augum og þrýst á um að landið
fengi aðild að því sem allra fyrst.
Þessi jákvæða afstaða hefur þó tekið
dýfur í skoðanakönnunum; lýðskrum-
arar andsnúnir aðildinni – svo sem
Andrzej Lepper, sem sækir fylgi sitt
fyrst og fremst til óánægðra dreif-
býlisbúa – njóta vaxandi stuðnings.
Lepper er spáð góðu gengi í næstu
þingkosningum, sem líkur benda til
að verði boðaðar fljótlega. Hátt í 20%
þeirra sem kjörnir voru á pólska þing-
ið í síðustu kosningum eru andsnúnir
ESB-aðildinni. Á kaþólsku útvarps-
stöðina Radio Maryja, sem er óþreyt-
andi við að andskotast út í ESB, út-
lendinga, gyðinga og „óþjóðholla
sósíalista“, hlusta reglulega yfir fimm
milljónir Pólverja.
Pólland – risinn
í nýliðahópnum
Pólland er langfjölmennast ríkjanna tíu sem ganga í ESB 1. maí. Það á við
ýmis sértæk vandamál að stríða sem Auðunn Arnórsson skrifar hér um.
Leszek Miller
!"
"#$
%%%$"
&'"
' (
)*
+ ,
"-./$01 "-'02343
!
"
#$ %#$
#& %$'
(
)&(
" *
!
+ !,-.&
5 6#789
’ Framfarir íöllum málaflokkum
kosta mikið fé og
því vonir bundnar
við sjóði ESB. ‘