Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 15
Í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild- arsamninginn, sem fram fór í fyrra- sumar, var hann þó samþykktur með öruggum meirihluta. Kjörsókn var að vísu lítil, en það er vandamál í öllum kosningum sem haldnar hafa verið í Póllandi á síðustu árum. Víst má telja að sá mikli fjöldi fólks sem enga hefur atvinnuna og aðrir Pólverjar sem „verða útundan“ í ESB-aðlöguninni og nútímavæðingu pólsks efnahagslífs, verði auðveldlega tilkippilegir að styðja popúlista á borð við Lepper, sem gera út á óánægju þessa stóra kjósendahóps. Það eru því líkur á að pólsk stjórnmál verði áfram stormasöm eftir inngönguna í ESB og áhrif risans í nýliðahópnum á evrópsk stjórnmál því býsna óút- reiknanleg. Reuters auar@mbl.is Kona gengur hjá blómabeði í miðborg Varsjár, þar sem gulum fjólum hefur verið plantað þannig að þær mynda stjörnur Evrópufánans, í tilefni af inngöngu Póllands í ESB 1. maí. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 15 Þekking og reynsla – á sviði fasteignalána www.frjalsi. is Þórður Jónsson, löggiltur fasteignasali, er ráðgjafi á viðskiptasviði. Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á að skipa hópi fagfólks með víðtæka reynslu, ríka þjónustulund og sérfræðiþekkingu á öllum sviðum lánastarfsemi; viðskiptafræðingum, löggiltum fasteignsölum og lögmönnum. Þessu fólki geturðu treyst 50% afsláttur álántökugjalditil 1. júlí H im in n o g h a f/ 90 40 12 4 Ástandið er víða slæmt ínámu- og þungaiðn-aðarbæjum Slésíu ogSuður-Póllands, þar sem mikið atvinnuleysi ríkir vegna lokana úreltra og óarðbærra náma og verksmiðja. Í Walbrzych (áður Walden- burg), mitt á milli Wroclaw (áður Breslau) og tékknesku landamær- anna, þar sem yfir 38% vinnu- færra íbúa eru atvinnulaus, bjarga menn sér með því að grafa steinkol úr jörðu – ólöglega, með hendurnar, haka og skóflu sem einu verkfærin. Atvinnulausir verkamenn héraðsins hafa í stórum stíl brugðið á það ráð að grafa ólöglega eftir kolum sem liggja mjög nálægt yfirborðinu, undir skógargólfinu í hlíðum fjallsins Hvítsteins (Bialy Kam- ien). Kolalögin þar eru það þunn (um 2 m), að það borgar sig ekki að beita stórvirkum (löglegum) námuvinnsluvélum á þau. Kostn- aðurinn yrði meiri en afrakst- urinn. En með því að nota sautjándu aldar aðferðir við námagröftinn geta hinir atvinnu- lausu aflað sér „svartra“ tekna upp á andvirði um 40.000 króna á mann á mánuði. Það er þrisvar til fjórum sinnum meira en atvinnu- leysisbætur og allt að tíu sinnum meira en það sem fæst í fé- lagslega aðstoð út úr velferð- arkerfi hins févana pólska ríkis. Einmitt vegna þess hve févana pólska ríkið er ákvað Al- þjóðabankinnn nýverið að veita 160 milljónir evra, andvirði um 14 milljörðum króna, í lán til að hjálpa við nútímavæðingu kola- námanna í Slésíu. Féð fer í að fjármagna félagslega aðstoð við atvinnulausa námamenn o.þ.u.l. Pólska stjórnin hefur áætlað að á fyrstu árum aðildarinnar að ESB, 2004–2006, verði kostnaðurinn við umbæturnar í atvinnugreininni 1,33 milljarðar evra, 117 millj- arðar króna. Hún vonast vita- skuld til að sjóðir ESB muni bera stóran hluta þessa kostnaðar. Sjálfsbjargarviðleitni Oddviti héraðsstjórnarinnar á svæðinu hefur ítrekað hótað því að grípa til ráðstafana til að stöðva námagröftinn ólöglega – og hættulega (handgrafin náma- göngin hrynja auðveldlega). En þessi ólöglega starfsemi er, eins og sakir standa, ein aðaltekjulind íbúa Walbrzych. Bæjaryfirvöld – sem kaupa sjálf þessi ódýru kol til upphitunar sjúkrahúsanna í bænum – líta starfsemina jafnvel jákvæðum augum; hún sé velkom- in sjálfsbjargarviðleitni sem verki gegn hinni félagslegu upplausn sem fjöldaatvinnuleysið hefur í för með sér (alkóhólismi er land- lægur). En eftir inngöngu Póllands í ESB mun þessi ólöglega og lífs- hættulega starfsemi ekki líðast lengi; til þess munu reglugerða- gæzlumennirnir í Brussel eflaust sjá. Yfirvöld bæði í héraði og í Varsjá vonast líka til að þróunar- og byggðastyrkir ESB muni hjálpa til að bæta ástandið. En jafnvel þótt öll sú fjárhagsaðstoð fengist, sem sjóðir ESB hafa upp á að bjóða, mun það örugglega ekki duga til að lækna þann fjöl- þætta vanda sem við er að glíma á svæðinu. Að minnsta kosti ekki í bráð. Ástandið er svipað um allt gamla námu- og þungaiðn- aðarsvæðið í Slésíu og Suður- Póllandi, þar sem á kommúnista- tímanum voru byggðar gríð- arstórar verksmiðjur, sem nú eru flestar úreltar og óarðbærar, en voru áður eftirsóttir vinnustaðir þar sem laun þar voru með því hæsta sem gerðist í pólska al- þýðulýðveldinu. Þær verksmiðjur sem helzt áttu sér raunverulegan rekstrargrundvöll hafa eftir fall kommúnismans verið einkavædd- ar (og starfsfólki stórlega fækk- að), mörgum hefur verið lokað en sumum heldur pólska ríkið áfram gangandi, þrátt fyrir taprekstur. Heilu borgirnar, hundruð þús- unda fjölskyldna, eiga allt sitt undir því að reksturinn haldi áfram. Eftir að reglur Evrópusam- bandsins um samkeppni, rík- isstyrki og niðurgreiðslur verða gengin í gildi í Póllandi mun pólska ríkinu reynast æ erfiðara að halda þessum ósamkeppn- ishæfa rekstri áfram. Nútímavæð- ing er nauðsynleg, en hún tekur tíma – sennilega áratugi – og þótt þróunarstyrkir ESB muni eflaust hjálpa munu þeir ekki stuðla að neinum kraftaverkum. Þegar haft er í huga að margar milljónir manna – verst er ástand- ið á þessum gömlu þungaiðn- aðarsvæðum og til sveita, þar sem nútímavæðingarþörfin er jafnvel enn meiri en í iðnaði – verða án atvinnu í Póllandi á næstu árum, þarf ekki að undra að í aðild- arsamningana voru sett ákvæði um að eldri og ríkari aðildarríkin mættu setja hömlur við frjálsri för launafólks frá Póllandi í allt að sjö ár. Kolagröftur eins og á 17. öld ’Þótt þróunarstyrk-ir ESB muni eflaust hjálpa munu þeir ekki stuðla að nein- um kraftaverkum.‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.