Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 16
Ferill þýsku söngkonunnarUte Lemper er stór-merkilegur þar sem húnspyrðir saman popp-,þýskri kabarettónlist, söngleikjatónlist og jafnvel raftón- list. Lemper er fjöltyngdur heims- borgari, allra handa listamaður og rennir sér leikandi í gegnum franska tónlist að hætti Edit Piaf, kabarettónlist Brecht og Weill, söngleikjatónlist Andrew Lloyd Webber og er nú nýtekinn að fást við tónlist arabalanda. Auk þessa semur hún eigin tónlist og hefur unnið með rokkurum eins og Tom Waits, Roger Waters og Nick Cave, „költ-hetjum“ eins og Scott Walker og einnig kvikmyndatón- listarmanninum Michael Nyman og nútímatónskáldinu Philip Glass. Neil Hannon úr bresku drama- poppsveitinni Divine Comedy að- stoðaði þá Lemper mikið á plötu hennar frá 2000, The Punishing Kiss, þar sem hún söng aukinheld- ur lög eftir Elvis Costello, Nick Cave og Tom Waits m.a. Fyrsta plata Lemper, Singt Kurt Weill, kom út árið 1986 en þá var hún einungis tuttugu og þriggja ára að aldri. Útgáfan hefur verið stöðug síðan, allt frá tiltölu- lega hreinu poppi yfir í hádrama- tíska kabaretttónlist. Og þetta er bara tónlistin. Lemper er býsna fjölhæfur lista- maður eins og áður segir og lék t.a.m. í Prêt à Porter Altmans og hefur skrifað tvær sjálfsævisögu- legar bækur. Auk þess fæst hún við myndlist. Ute Lemper gefur sig skamm- laust út fyrir að vera dramatísk díva eins og myndirnar hér sýna. Hún er sannarlega svöl og eins og sjá má eru Marlene Dietrich takt- arnir á hreinu. Á meðal laga sem hún ætlar að syngja eru „Amsterdam“ eftir Brel, „September Song“ og „Alab- ama Song“ eftir Weill, „La vie en Rose“ sem Piaf gerði ódauðlegt og „Lilli Marleen“, sem Dietrich varð fræg fyrir að flytja. Maður Lemper er slagverksleik- ari, heitir Todd Turkisher, og kemur ásamt henni hingað og mun leika með henni á tónleikunum. Þeir eru hluti af grænni röð Sin- fóníusveitarinnar og fara fram 6. og 7. maí næstkomandi. Langt ferðalag Hvernig líst þér á að vera að koma hingað? „Mjög vel. Ég hef aldrei komið til Íslands og hlakka mikið til. Sér- staklega að upplifa þessa löngu daga ykkar á sumrin!“ Og undirbúningurinn á fullu? „Jú jú. Mér líst vel á að fá tæki- færi til að syngja með sinfóníu- hljómsveitinni ykkar, vonandi náum við að fínpússa allar þessa útsetningar í tíma – þetta er dáld- ið flókið (hlær).“ Segðu mér aðeins frá ferlinum... „Guð minn almáttugur! (hlær hátt). Þetta er búið að vera langt ferðalag og ég er enn í því miðju. Framrásin er stöðug að því er virðist. Ég er búin að vinna við þetta í tuttugu ár núna en ferða- lagið hófst eftir að ég útskrifaðist úr leiklistarskóla (Max Reinhardt Seminary Drama School í Vín) en ég var líka búinn að læra dans og söng. Ég byrjaði í söngleikjum eins og Cats, Pétur Pan (þar sem hún lék Pétur sjálfan) og Kabarett en einnig lék ég í leikritum (lék m.a. í leikritum eftir Fassbinder). Ég fann engu að síður fyrir þörf til að finna svið sem ég gæti helgað mig algerlega. Svo þegar ég fór að syngja lög Kurt Weill og Berthold Brecht opnuðust gáttir fyrir mér. Þarna var komin list með sterkar þýskar rætur sem býr yfir póli- tískum anda og er sögulega mik- ilvæg. Mér fannst þetta mjög mik- ilvægt, verandi ungur Þjóðverji, og ég fann mig vel í þessu. Ég er bú- inn að syngja þessi lög í mörg ár en hef verið að setja þau í ýmsa búninga; sungið þau á hefðbundin hátt en einnig í rokkstíl og eins með strengjasveitum.“ Kabaretttónlist, þessi tónlist frá Weimarlýðveldinu, stendur þér ansi nálægt virðist vera? „Já og ég er eiginleg í hálfgerðu trúboði og reyni markvisst að halda lífi í þessum smá menning- argeira og ég reyni að uppfæra hann fyrir nýjar kynslóðir.“ Það er nú ekki hægt að segja annað en að þú sért fjölhæfur listamaður. „Ég hef a.m.k. búið á hinum ýmsu menningarsvæðum og það hefur sín áhrif. Ég bjó lengi í Par- ís og þess vegna er ég mikið inni í þeirri tónlist svo ég taki dæmi. Ég legg fyrst og fremst áherslu á að segja sögur, og gildir þá einu hvaða stefnu ég er að vinna í. Þetta er engin rómantík eða fant- asíur, heldur sögur sem eiga rætur í raunveruleikanum, segja af and- hetjum, örlögum, brostnum ástum, löngunum og svo framvegis.“ Mikið drama semsagt? „Já, sögur úr lífinu þar sem samfélagsleg vitund og pólitík flýt- ur oft með. Frönsku lögin eru t.d. oft mjög djúpspök og áhugaverð að þessu leytinu til.“ Cave og kabarettinn Þú hefur verið að byggja brýr á milli popptónlistar og sígildrar tónlistar... „Já, ég fæst við báða hluti. Hér á Íslandi ætla ég að bjóða upp á nokkuð breiða dagskrá og ætla að syngja Piaf, Brel, Weill, Piazzolla, eigin lög og Nick Cave.“ Talandi um Nick Cave, þú hefur verið að vinna með mönnum eins og honum, Tom Waits, Elvis Cost- ello og Neil Hannon úr Divine Comedy. Hvernig var að vinna með þessum köppum? „Alveg meiriháttar. Í mönnum eins og Cave og Waits sá ég ákveðna þætti sem höfða sterkt til mín. Þeir hafa daðrað við kabar- etttónlist, alveg eins og ég. Mörg laga þeirra bera þess merki. Þeir semja líka oft um olnbogabörn samfélagsins, glæpi, myrkar hliðar lífsins og svo framvegis.“ Finnst þér að það hafi ræst úr ferlinum? Ertu á þeim stað sem þig langar til að vera? „Það er erfitt að svara þessu. Ég hef aldrei sett upp neinar áætl- anir þannig séð. Og meðfram lífi mínu sem listamaður geri ég þessa venjulega hluti. Ég er tveggja barna móðir og ég er að ala þau upp hérna í New York ... ég veit það ekki, mér finnst ég hafa úr svo mörgu að velja að ég hef engar áhyggjur. Svo er maður að fá hin og þessi verðlaun meðfram listalífinu sem skipta auðvitað engu máli. Lyk- ilatriðið er að endurskapa sig sem listamann og leita stöðugt nýrra leiða til að ná því takmarki. Ég þrífst á umhverfi þar sem ný og fersk sköpun er í gangi. Ég hef t.d. undanfarið verið að syngja tónlist frá Mið-Austurlöndum og þessir tónleikar á Íslandi verða einskonar frí frá því verkefni.“ Ute Lemper heldur tvenna tónleika í maíbyrjun í Háskólabíói Hin mörgu andlit Ute. Söngkonan Ute Lemper á sérstæðan feril að baki og hrærir óhikað saman hinum margvíslegustu stefnum og straumum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við dívuna og gerir grein fyrir lífi hennar og list. Kona kynngimögnuð „Í mönnum eins og Cave og Waits sá ég ákveðna þætti sem höfða sterkt til mín. Þeir hafa daðrað við kabaretttónlist, alveg eins og ég. Mörg laga þeirra bera þess merki. Þeir semja líka oft um olnbogabörn samfélags- ins, glæpi, myrkar hliðar lífsins og svo framvegis.“ www.sinfonia.is www.utelemper.com arnart@mbl.is 16 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Frönskunámskeið hefjast 3. maí innritun frá 26. apríl Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Taltímar og einkatímar. Námskeið fyrir börn. Kennum í fyrirtækjum. Franska fyrir ferðamenn.. Tryggvagata 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820.Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Innritun í síma 552 3870 8 vikna námskeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.