Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 17 Vilt þú styrkja eitt eða eiri íslensk börn til vikudvalar í sumarbúðir 2004? Ef svarið er játandi þá leggur þú inn á reikning 101-26-66090 í Lands- bankanum eða á reikning 0546-26-6609 í Íslandsbanka. Eitt barn 27.000 kr. í Vindáshlíð, tvö börn 54.000 kr. í Vatnaskóg. Bókhald verkefnisins verður gert opinbert í lokin. Með sumarkveðju, Fjölskylduhjáp Íslands í þágu þeirra sem minna mega sín. Íslendingar lítum okkur nær S kr ým ir h ö n n u n 2 0 0 4 Umferðamiðstöðin ehf. óskar eftir samstarfsaðilum Miklar breytingar eiga sér nú stað í Umferðamiðstöðinni BSÍ. Fleiri breytingar eru í vændum og markmiðið er að gera Umferðamiðstöðina að fjölbreyttri og glæsilegri þjónustumiðstöð fyrir ferðaiðnaðinn. Eftirtalin starfsemi er nú þegar til staðar í Umferðamiðstöðinni: Kynnisferðir ehf. Flugrútan Ferðaskrifstofa Akureyrar – Destination Iceland Veitingastaðurinn Fljótt og gott Með vorinu opnar minjagripaverslunin Islandia útibú í miðstöðinni. Óskað er eftir samstarfi við þjónustufyrirtæki, verslanir og aðra þá sem hafa áhuga á að bætast í hóp framsækinna fyrirtækja sem fyrir eru á staðnum. Einnig er skrifstofuhúsnæði til leigu. Tillögur og tilboð óskast send til Morgunblaðsins, merkt „BSÍ-2004“. Fullur trúnaður og öllum tilboðum svarað. ÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - KY N 2 44 43 04 /2 00 4 MIKLA athygli stangaveiðimanna hafa vakið gríðarvænar bleikjur sem menn hafa verið að fanga frá og með miðjum Þorleifslæk og niður úr. Þetta hafa verið 4 til 8 punda bleikjur og sumir hafa fengið þær nokkrar. Þótt veitt sé og sleppt í Varmá/Þorleifslæk, hafa nokkrar þessara stórbleikja verið hirtar í vísindaskyni og menn hafa spurt sig, hvaðan þær hafi komið þessar stóru bleikjur, því víst sé að ekki hefur umrædd á verið fræg fyrir stórar bleikjur. En kenningarnar eru ævinlega fljótar að fæðast. Vinsælasta kenningin er sú, að það sé ekkert óvenjulegt eða merkilegt við þess- ar bleikjur fyrir utan hvað stofn- inn er fallegur og þær fullorðnu stórar og bústnar. Og þær séu ekki skyndilega sprottnar upp úr botninum. Heldur, að þær hafi alltaf verið þarna, það hafi bara afar fáir vitað af þeim, veiðimenn sem voru ekkert að básúna það út hvað bleikjurnar væru stórar þarna. Selur skotinn Selur hefur verið á sveimi í Sog- inu að undanförnu, menn hafa iðu- lega séð honum bregða fyrir og ekki þarf að fara í grafgötur um erindi hans, hoplax og bleikja eru þarna á hverju strái. En nú eru dagar hans taldir eftir að veiði- flokkur með Ólaf Vigfússon í Veiðihorninu í broddi fylkingar fór austur, settist um dýrið og á endanum gaf það færi á sér. Óhætt er að segja að fiskar í Soginu búi við fjölbreytileika í afræningjum, því auk allra þessara venjulegu, hafa tveir hafernir haldið til við Sogið í allan vetur og hefur sést til þeirra veiða silung í ánni. Ýmsar tölur ... Enn eru að berast góðar aflatöl- ur. Menn sem voru nýlega í Ás- garði í Sogi veiddu að vísu lítið, en sáu til kollega sinna Bíldsfells- megin draga fisk og annan og það voru augljóslega vænar bleikjur. Þá hefur veiði glæðst í Brúará og við höfum frétt af góðum ferðum sem menn hafa gert í Hólaá við Laugarvatn. Menn sem voru ný- verið í Minnivallalæk fengu sex fiska og misstu nokkra. Enn vant- ar þó að virkileg tröll hafi veiðst þar. Heldur hefur dregið úr fregnum af sjóbirtingsslóðum, kannski vegna þess að sóknin austur hefur minnkað, a.m.k. hafa verið laus veiðileyfi í Geirlandsá og Tungu- fljóti að undanförnu, eins og menn missi trúna á birtinginn þegar líð- ur á apríl. Stundum hangir hann þó í ánum út mánuðinn og jafnvel fram í maí. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er frekar á heimavelli við netaveið- ar, en sýndi eigi að síður snilldartakta með tvíhenduna austur í Ölfusá. Þær voru þarna alltaf ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.