Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.04.2004, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 19 Í nýju Subaru Outback bifreiðinni mætast fegurð og hæfni sem aldrei fyrr. Eigendur Subaru bíla hafa mestu vörumerkjatryggð sem um getur vegna þess að þeir sem eru góðu vanir vilja halda sínu. Með gæðum, hugviti og frammistöðu skipar Outback sér á bekk með helstu lúxusbílum nútímans. Subaru Outback er hannaður til að þú komist á fegurstu staðina með frábærum hætti. Komdu við hjá Ingvari Helgasyni og kynntu þér málið nánar. Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 F í t o n / S Í A 0 0 9 3 2 5 VIÐ KYNNUM NÝJASTA MEÐLIMINN Í FLOKKI LÚXUSBÍLA til stuðnings,“ segir í greinargerð- inni og er m.a. vísað til tilmæla Evr- ópuráðsins, sem mæli með því að þessi leið sé farin. Er einnig bent á að þetta yrði æskileg leið til að tryggja þá hagsmuni sem felist í pólitískri og menningarlegri fjöl- breytni í lýðfrjálsu þjóðfélagi. Þá er því haldið fram að ef þessi leið yrði fyrir valinu, fæli hún ekki í sér neina beina reglusetningu sem beindist gegn einkareknum fjölmiðl- um. Nefndin telur ljóst að ákvæði samkeppnislaga eigi við um fjöl- miðlafyrirtæki með sama hætti og sömu takmörkunum og við eiga um önnur fyrirtæki. Sú spurning vakni því hvort í þeim felist að óbreyttu nægilegar heimildir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum sam- þjöppunar og samráðs fyrirtækja á fjölmiðlamarkaði. „Í þeim sérfræði- legu gögnum sem nefndin hefur afl- að er þessari spurningu ávallt svar- að neitandi.“ Sérstök ákvæði um fjölmiðla sett í samkeppnislög „Rökin gegn því að láta hefð- bundin samkeppnisleg úrræði nægja felast einkum í því að sjón- armiðin sem búa að baki samkeppn- islögum og framkvæmd þeirra lúta að fjárhagslegum hagsmunum og stöðu fyrirtækja og af neytenda- sjónarmiðum. Þar sé almennt ekki rúm fyrir hin sértæku sjónarmið um pólitíska ogmenningarlega fjöl- breytni sem búi að baki kröfunni um fjölbreytta fjölmiðla. Yfirleitt er álitið að óheppileg áhrif samþjöpp- unar á fjölmiðlamarkaði komi fram áður en almennum þröskuldum samkeppnislaga er náð,“ segir í greinargerðinni. Leggur nefndin til að skoðuð verði sú leið að setja sérstök ákvæði í samkeppnislög sem taka til fjöl- miðla, bæði dagblöð og útvarp, þar sem miðað er við aðra og lægri þröskulda en hefðbundið er í sam- keppnisrétti. Gert að veita nákvæmar upplýsingar um eignarhald Lagt er til að hugað verði að eft- irtöldum möguleikum: „1. Fyrirtækjum (félögum) í dag- blaðaútgáfu og hljóðvarps- og sjón- varpsrekstri verði gert að veita ná- kvæmar upplýsingar um eignarhald á þeim og fyrirtækjum og félögum sem eiga í fyrirtækjum í fjölmiðla- rekstri. Ennfremur verði allar breytingar á eignarhaldi tilkynn- ingaskyldar. 2. Samkeppnisyfirvöldum verði fengnar heimildir til að banna slíkar breytingar leiði þær til samþjöpp- unar á eignarhaldi eða breytinga á gerð fjölmiðlamarkaðarins, sem séu til þess fallnar að hamla gegn mark- miðinu um fjölbreytni, eða eftir at- vikum setja breytingum skilyrði. Gert verði ráð fyrir að samkeppn- isyfirvöld geti einnig gripið til ráð- stafana sem stuðla að því að eigna- breytingar, sem átt hafa sér stað, gangi til baka ef þær hafa farið fram án þess að tilkynnt hafi verið um þær og þær verða taldar leiða til samþjöppunar sem hætta er á að geti dregið úr fjölbreytni. Eiga hér við áþekk sjónarmið og um ólögleg- an samruna. 3. Samkeppnisyfirvöldum verði með sama hætti fengnar heimildir til að setja skorður við því að fyr- Í GREINARGERÐ nefndar menntamálaráðherra um eign- arhald á fjölmiðum er fjallað ít- arlega um alþjóðaskuldbindingar og erlenda löggjöf um fjölmiðla. Er m.a. greint frá tilmælum sem Evr- ópuráðið hefur samþykkt til aðild- arríkjanna vegna þeirrar skuld- bindingar Evrópuráðsins að stuðla að og tryggja tjáningarfrelsi og viðhalda menningarlegri fjöl- breytni í Evrópu. Samþjöppun getur stefnt fjölbreytni í hættu Fram kemur að í tilmælunum sé m.a. að finna reglur um eignarhald á fjölmiðlamarkaði, og síðan segir: „Lagt er fyrir aðildarríkin að huga að því að setja í lög reglur til að hamla gegn samþjöppun sem gæti stefnt markmiðinu um fjölbreytni í fjölmiðlum í hættu, hvort heldur á landsvísu eða svæðisbundið. Mælt er með því að ríki skoði möguleika á því að afmarkaðir verði í lögum, við úthlutun leyfa eða aðra laga- framkvæmd, þröskuldar til að tak- marka áhrif sem eitt fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypa getur haft í einni eða fleiri greinum fjölmiðl- unar. Í dæmaskyni er nefnd há- marks leyfileg markaðshlutdeild, þar sem mælikvarði á markaðs- hlutdeild er annað hvort fjár- hagsleg velta eða útbreiðsla (lest- ur/áhorf/hlustun). Einnig megi huga að því að setja takmörk á hlutafjáreign einstakra aðila í fjöl- miðlafyrirtækjum á frjálsum mark- aði. Séu slíkar takmarkanir settar skuli hafa í huga stærð fjölmiðla- markaðarins í viðkomandi landi og fjárhagslegt bolmagn hans. Fyr- irtækjum sem náð hafa leyfilegri hámarksstærð á tilteknum markaði verði ekki úthlutað frekari leyfum til að senda út á þeim markaði. Bent er á að auki, að við leyf- isveitingar til einkaaðila geti yf- irvöld haft sérstaklega í huga að auka fjölbreytni í fjölmiðlum,“ seg- ir m.a. í greinargerðinni um tilmæli Evrópuráðsins. Einnig er greint frá því að í skýr- ingum við tilmælin sé fjallað um þá mælikvarða sem unnt sé að nota við ákvörðun um takmörkun á eign- arhaldi. „Fram kemur sú skoðun að mælikvarðar sem miða við út- breiðslu (áhorf/hlustun/lestur) séu gagnlegastir til þess að vernda markmiðið um fjölbreytni. Á hinn bóginn séu mælikvarðar sem miða við hlutafjáreign eða veltu á und- anhaldi, enda hafi reynslan sýnt að fyrirtækjum er tiltölulega auðvelt að fara kringum viðmiðanir og tak- markanir sem lúta að því. Því er jafnframt haldið fram að 30% útbreiðsla á markaði séu við- unandi mörk, þegar sjónvarp, hljóðvarp og dagblöð eiga í hlut. Þá er í bland við þessar reglur talið viðunandi að setja beinar skorður við eignarhaldi sem miði við 10%. Þessi samsetning er talin tryggja að lágmarki fjóra miðla í hverjum geira fjölmiðlunar fyrir sig og a.m.k. 10 þátttakendur á mark- aðinum í heild. Þó er lögð áhersla á að þetta verði að ráðast af að- stæðum á fjölmiðlamarkaði í hverju landi fyrir sig, auk þess sem taka verði tillit til viðskiptasjónarmiða.“ Mælt með reglum gegn samþjöppun 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.