Morgunblaðið - 25.04.2004, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 25
Íslandsmeistarinn 2004
og úrvalslið kaffi barþjóna
Við óskum okkar fólki til
hamingju með sigurinn og
frábæra frammistöðu á
íslandsmóti kaffi barþjóna.
„Íslandsmeistari kaffi barþjóna 2004“
Njáll
„Besti frjálsi drykkurinn“
JónínaT e & k a f f i
Gillespie Road, sem er við norður-
enda vallarins, er ekki hægt að sjá
að knattspyrnuvöllur sé nálægt.
Menn sjá aðeins íbúðarhúsalengj-
ur, en allt í einu sést hlið á milli
húsa þar sem gefið er til kynna að
fyrir innan sé knattspyrnuvöllur.
Uppselt er á nær alla leiki Arsenal,
en Highbury tekur aðeins 38.500
áhorfendur í sæti. Það er ekki
hægt að stækka áhorfendastæði
vallarins, þar sem áhorfendastúkur
vallarins til norðurs og vesturs ná
inn að görðum húsanna við Gill-
espie Road og Highbury Hill og
Austurstúkan við Avenell Road,
framhlið vallarins, er friðuð. Það
má ekki hrófla við henni. Þess má
geta til gamans að flestir áhorf-
endur á leik á Highbury voru sam-
ankomnir þar 1935 til að sjá við-
ureign við Sunderland – alls 73.295
áhorfendur og voru þeir flestir í
stæðum.
Þeir sem koma á Highbury og
kynnast andrúmsloftinu í kringum
völlinn finna fljótt að Highbury er
stolt íbúanna sem flestir hafa alist
upp í hverfinu og þekkja ekkert
annað en hina sérstæðu stemningu
á götunum í kringum völlinn á leik-
dögum – fljótlega upp úr hádegi
um helgar og á kvöldin í miðri
viku. Íbúarnir kippa sér ekki upp
við að heyra fagnaðarlæti er þeir
eru að horfa á sjónvarpið inni í
stofu hjá sér, eða sitja við mat-
arborðið. Já, það getur oft verið
erfitt að fá börn til að sofna.
Íbúar í kringum Highbury hafa
fyrir löngu gert sér grein fyrir að
Arsenal verði að byggja nýjan völl
ef liðið ætlar að þjóna hinum stóra
stuðningsmannahópi sínum og
aðdáendum sem koma víðs vegar
úr hinum stóra heimi til að komast
á völlinn. Færri fá en vilja, völl-
urinn tekur miklu færri áhorfendur
en til dæmis Old Trafford, heima-
völlur Manchester United, en þar
er alltaf uppselt – 68.000 áhorf-
endur.
Það er blendin tilfinning hjá íbú-
um að vita að Arsenal er að fara,
þótt ekki verði langt á nýja völlinn
sem verður í 1.200 m fjarlægð, við
Ashburton Grove, sem er vestan
við Highbury. Ef menn standa í
efri hlutanum á Norðurbakkanum
á Highbury, þar sem hörðustu
stuðningsmenn Arsenal eru, og
horfa til hægri, sést yfir á svæðið.
Nýi völlurinn, sem á að vera tilbú-
inn fyrir keppnistímabilið 2006–
2007, mun taka 60.000 áhorfendur í
sæti.
Þó svo að það verði stutt yfir á
nýja völlinn frá Highbury finnst
hörðustu stuðningsmönnum Arsen-
al í Highbury-hverfinu að nýi völl-
urinn sé ekki gerður á réttum stað
– hann ætti að vera í austurátt frá
Highbury. Rök þeirra eru skilj-
anleg. Myndu ekki hörðustu Vals-
menn í Hlíðahverfinu vera ánægð-
ari með að völlur Vals við
Hlíðarenda yrði fluttur á Miklatún
frekar en vestur í Vatnsmýrina?
Lífsmunstur margra í hverfinu
austan við Highbury mun breytast.
Það verður ekki það sama að fara á
Highbury og að fara vestur til Ash-
burton Grove. Menn hafa alist upp
við að fara á sömu krárnar, þaðan
á völlinn, og síðan aftur á krárnar
og heim. Gunners-kráin við Elwood
Street verður ekki sú sama, en
þegar komið er út af henni og horft
niður götuna þá blasir Norður-
bakkinn á Highbury við. Þegar
gott er veður eru allar götur í
kringum Highbury fullar af fólki –
menn ræða þar saman yfir bjór-
glasi, eða fá sér eitthvað í svanginn
á milli þess að minjagripir eru
keyptir.
Löggæslan er öflug – lögreglu-
menn á hestum sjá til þess að allt
fari vel fram. Það tekur aðeins um
20 mín. að koma 38.500 áhorfend-
um frá svæðinu eftir leiki og fara
Tölvumynd sem sýnir hvernig nýi Arsenal-völlurinn er. Þannig verður inni á nýja Arsenal-vellinum.
Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson
Hér er hliðið inn á Highbury frá Gillespie Road – á milli íbúðahúsa.
Nýbyggingar við nýja Arsenal-völlinn í Ashburton Grove.