Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ flestir frá vellinum með neðanjarð- arlestum eða almenningsvögnum, eða um 70% áhorfenda, sem er met á velli í Englandi. Þannig verður það einnig á nýja vellinum, en neð- arjarðarlestarstöðin við hann verð- ur Holloway Road, við samnefnda götu, næsta stöðin við Arsenal. Nafninu verður ekki breytt eins og Gillespie-stöðinni um árið, sem heitir nú Arsenal. Alltaf sama stemningin Stemningin við Highbury hefur alltaf verið eins síðan ég kom þangað fyrst. Breytingarnar hafa þó orðið miklar – það er ekki leng- ur selt í stæði og það er ekki hægt að kaupa miða inn við inngöngu- hliðin. Það er uppselt á alla leiki. Ég var svo heppinn að panta miða á leik Arsenal og Manchester Unit- ed á dögunum fyrir nokkrum mán- uðum og keypti miðann á 40 sterl- ingspund – 5.200 kr. Ég hefði getað selt hann á 750 sterlings- pund á svörtum markaði á leikdegi, eða 97.500 krónur. Mér datt það ekki í hug og hefði ekki gert það, þó að mér hefði verið boðið helm- ingi meira. Að draga að sér and- rúmsloftið á Highbury er miklu meira virði. Vildu ekki fara út úr hverfinu Þegar forráðamenn Arsenal fóru að hugsa sér til hreyfings kom ekk- ert annað til greina en völlur liðs- ins yrði áfram í Islingtonhverfinu – eða við það. Fimmtán staðir hafa komið til greina til að byggja nýjan völl á og einn af þeim var rétt við King’s Cross járnbrautastöðina, en draumasvæðið var í Ashburton Grove. Margir eigendur svæðisins voru ekki hrifnir og vildi Sainsbury- verslunarkeðjan, sem átti stóra hlut á miðju svæðinu, sem er alls ellefu hektarar, selja sitt svæði, 3,2 hektara, á frjálsum markaði. Ýmsir aðrir, sem áttu minni svæði, voru einnig á móti nýju skipulagi á svæðinu. Það var ekki fyrr en Ken Livingstone, borgarstjóri Lund- únaborgar, hjó á hnútinn á síðasta ári að ákveðið var endanlega að hinn nýi völlur Arsenal yrði á svæðinu. Hjarta Islington Þegar eru byrjaðar framkvæmd- ir á Ashburton Grove-svæðinu – byrjað var að rífa gömul vöruhús og skemmur, en svæðið hefur ekki þótt mikið augnayndi. Gríðarleg uppbygging á sér stað því að þar verður ekki aðeins nýr knatt- spyrnuvöllur sem tekur 60 þús. áhorfendur í sæti. Á svæðinu verða reist fjórtán háhýsi, fjölmörg önn- ur íbúðarhús og nýjar götur verða lagðar. Á svæðinu verður skrif- stofuhúsnæði og ýmis þjónustufyr- irtæki. Þar verða verslanir, veit- ingastaðir og spilavíti. Það verður tekin í notkun glæsileg ný lest- arstöð við svæðið, sem mun þjóna Islington og hluta af hverfunum Hackney og Camden, þannig að samgöngur verða stórlega bættar. Þá verða stjórnvöld í Islington- hverfinu með nýjar bækistöðvar við völlinn – við Dryton Park, þannig að hin nýja uppbygging á Ashburton Grove verður hjarta hverfisins. Andrúmsloftið í kring- um völlinn á að verða svipað og í kringum Highbury – íbúðarhús verða umhverfis völlinn, en þó ekki eins nálægt og á Highbury. Milli vallarins og nýju íbúðahúsanna verður ekki minna en 100 metrar. 3.500 ný störf skapast á nýja svæð- inu þar sem verða 2.300 ný heimili. Þrjár nýjar göngubrýr verða byggðar yfir járnbrautateina og vegi – að nýja vellinum, en stefnt er að því að taka hann í notkun í ágúst 2006, þegar nýtt keppnis- tímabil hefst. Áætlaður kostnaður við bygg- ingu vallarins er 400 milljónir sterlingspunda. Það var fyrirtækið HOK Sport sem sá um hönnunina og sér um framkvæmdir. Það er sama fyrirtækið og hannaði hinn glæsilega ólympíuleikvang í Sydn- ey í Ástralíu, sem var tekinn í notkun fyrir ÓL 2000 og fyrirtækið hefur einnig hannað hinn nýja Wembley. Þess má geta til gamans að svæðið sem Old Trafford í Man- chester er á er fjórum sinnum stærra en Ashburton Grove-svæð- ið. Þar sem flestir áhorfendur koma til Old Trafford á einkabílum fer mikið svæði undir bílastæði. Svo er ekki á nýja svæðinu hjá Arsenal því að þangað koma um 70% áhorfenda með lestum og strætisvögnum, eins og áður, þann- ig að íbúðahúsastemningin verður við nýja völlinn, eins og við Hig- hbury. Lystigarður Hvað verður um Highbury? Þannig hugsa eflaust margir. Völl- urinn verður á sínum stað, en hann verður mikið breyttur. Austurstúk- an er friðuð þannig að hún stendur – það er að segja útveggirnir og stúkuþak, en þar sem áhorfenda- sætin eru verða byggðar glæsiíbúð- ir. Einnig þar sem hinar stúkurnar eru – allt í kringum grasflötinn sem nú er keppt á. Um er að ræða íbúðir fyrir fólk í Islington-hverf- inu sem hefur allt sitt líf verið í kringum Highbury. Á vellinum sjálfum verður lystigarður með ýmsum gróðri og runnum. Þar verða sett niður til dæmis kast- aníutré. Íbúarnir á Highbury eiga eftir að njóta lífsins í lystigarð- inum, á sama hátt og Thierry Henry, Sol Campbell, Patrik Vieira og samherjar þeirra njóta lífsins á vellinum í dag – í leik með knött- inn. Lífið heldur áfram að verða blómlegt á Highbury. Nýi völlurinn séður frá enda Queenstown Road, þar sem má einnig sjá fjölmargar nýbyggingar kringum völlinn. Hér má sjá hvernig Ashburton Grove-svæðið, 11 hektarar, er í laginu og hvar Highbury-völlurinn er og Arsenal-neðanjarðarlestarstöðin.                                    ! # !   $ %   &        ' !                ! (          ! %   )    *   !       '         +     *  (  %         '      ,  *               -    ./ #$ # % &  ' % ()$ ' * + &  ( , &  ( # - $ ' .) &/' Svona mun hin friðaða Austurstúka vera þegar búið verður að gera breytingarnar á Highbury. Séð yfir Highbury-lystigarðinn úr suðurstúkunni, þar sem klukkan er – fyrir framan má sjá austurstúkuna, sem er friðuð. Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson Lögreglumenn á hestum – tilbúnir ef eitthvað kemur upp á. Á kortinu má sjá Highbury til hægri, en rauða örin bendir á Ashburton Grove. sos@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.