Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 26

Morgunblaðið - 25.04.2004, Side 26
26 SUNNUDAGUR 25. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ flestir frá vellinum með neðanjarð- arlestum eða almenningsvögnum, eða um 70% áhorfenda, sem er met á velli í Englandi. Þannig verður það einnig á nýja vellinum, en neð- arjarðarlestarstöðin við hann verð- ur Holloway Road, við samnefnda götu, næsta stöðin við Arsenal. Nafninu verður ekki breytt eins og Gillespie-stöðinni um árið, sem heitir nú Arsenal. Alltaf sama stemningin Stemningin við Highbury hefur alltaf verið eins síðan ég kom þangað fyrst. Breytingarnar hafa þó orðið miklar – það er ekki leng- ur selt í stæði og það er ekki hægt að kaupa miða inn við inngöngu- hliðin. Það er uppselt á alla leiki. Ég var svo heppinn að panta miða á leik Arsenal og Manchester Unit- ed á dögunum fyrir nokkrum mán- uðum og keypti miðann á 40 sterl- ingspund – 5.200 kr. Ég hefði getað selt hann á 750 sterlings- pund á svörtum markaði á leikdegi, eða 97.500 krónur. Mér datt það ekki í hug og hefði ekki gert það, þó að mér hefði verið boðið helm- ingi meira. Að draga að sér and- rúmsloftið á Highbury er miklu meira virði. Vildu ekki fara út úr hverfinu Þegar forráðamenn Arsenal fóru að hugsa sér til hreyfings kom ekk- ert annað til greina en völlur liðs- ins yrði áfram í Islingtonhverfinu – eða við það. Fimmtán staðir hafa komið til greina til að byggja nýjan völl á og einn af þeim var rétt við King’s Cross járnbrautastöðina, en draumasvæðið var í Ashburton Grove. Margir eigendur svæðisins voru ekki hrifnir og vildi Sainsbury- verslunarkeðjan, sem átti stóra hlut á miðju svæðinu, sem er alls ellefu hektarar, selja sitt svæði, 3,2 hektara, á frjálsum markaði. Ýmsir aðrir, sem áttu minni svæði, voru einnig á móti nýju skipulagi á svæðinu. Það var ekki fyrr en Ken Livingstone, borgarstjóri Lund- únaborgar, hjó á hnútinn á síðasta ári að ákveðið var endanlega að hinn nýi völlur Arsenal yrði á svæðinu. Hjarta Islington Þegar eru byrjaðar framkvæmd- ir á Ashburton Grove-svæðinu – byrjað var að rífa gömul vöruhús og skemmur, en svæðið hefur ekki þótt mikið augnayndi. Gríðarleg uppbygging á sér stað því að þar verður ekki aðeins nýr knatt- spyrnuvöllur sem tekur 60 þús. áhorfendur í sæti. Á svæðinu verða reist fjórtán háhýsi, fjölmörg önn- ur íbúðarhús og nýjar götur verða lagðar. Á svæðinu verður skrif- stofuhúsnæði og ýmis þjónustufyr- irtæki. Þar verða verslanir, veit- ingastaðir og spilavíti. Það verður tekin í notkun glæsileg ný lest- arstöð við svæðið, sem mun þjóna Islington og hluta af hverfunum Hackney og Camden, þannig að samgöngur verða stórlega bættar. Þá verða stjórnvöld í Islington- hverfinu með nýjar bækistöðvar við völlinn – við Dryton Park, þannig að hin nýja uppbygging á Ashburton Grove verður hjarta hverfisins. Andrúmsloftið í kring- um völlinn á að verða svipað og í kringum Highbury – íbúðarhús verða umhverfis völlinn, en þó ekki eins nálægt og á Highbury. Milli vallarins og nýju íbúðahúsanna verður ekki minna en 100 metrar. 3.500 ný störf skapast á nýja svæð- inu þar sem verða 2.300 ný heimili. Þrjár nýjar göngubrýr verða byggðar yfir járnbrautateina og vegi – að nýja vellinum, en stefnt er að því að taka hann í notkun í ágúst 2006, þegar nýtt keppnis- tímabil hefst. Áætlaður kostnaður við bygg- ingu vallarins er 400 milljónir sterlingspunda. Það var fyrirtækið HOK Sport sem sá um hönnunina og sér um framkvæmdir. Það er sama fyrirtækið og hannaði hinn glæsilega ólympíuleikvang í Sydn- ey í Ástralíu, sem var tekinn í notkun fyrir ÓL 2000 og fyrirtækið hefur einnig hannað hinn nýja Wembley. Þess má geta til gamans að svæðið sem Old Trafford í Man- chester er á er fjórum sinnum stærra en Ashburton Grove-svæð- ið. Þar sem flestir áhorfendur koma til Old Trafford á einkabílum fer mikið svæði undir bílastæði. Svo er ekki á nýja svæðinu hjá Arsenal því að þangað koma um 70% áhorfenda með lestum og strætisvögnum, eins og áður, þann- ig að íbúðahúsastemningin verður við nýja völlinn, eins og við Hig- hbury. Lystigarður Hvað verður um Highbury? Þannig hugsa eflaust margir. Völl- urinn verður á sínum stað, en hann verður mikið breyttur. Austurstúk- an er friðuð þannig að hún stendur – það er að segja útveggirnir og stúkuþak, en þar sem áhorfenda- sætin eru verða byggðar glæsiíbúð- ir. Einnig þar sem hinar stúkurnar eru – allt í kringum grasflötinn sem nú er keppt á. Um er að ræða íbúðir fyrir fólk í Islington-hverf- inu sem hefur allt sitt líf verið í kringum Highbury. Á vellinum sjálfum verður lystigarður með ýmsum gróðri og runnum. Þar verða sett niður til dæmis kast- aníutré. Íbúarnir á Highbury eiga eftir að njóta lífsins í lystigarð- inum, á sama hátt og Thierry Henry, Sol Campbell, Patrik Vieira og samherjar þeirra njóta lífsins á vellinum í dag – í leik með knött- inn. Lífið heldur áfram að verða blómlegt á Highbury. Nýi völlurinn séður frá enda Queenstown Road, þar sem má einnig sjá fjölmargar nýbyggingar kringum völlinn. Hér má sjá hvernig Ashburton Grove-svæðið, 11 hektarar, er í laginu og hvar Highbury-völlurinn er og Arsenal-neðanjarðarlestarstöðin.                                    ! # !   $ %   &        ' !                ! (          ! %   )    *   !       '         +     *  (  %         '      ,  *               -    ./ #$ # % &  ' % ()$ ' * + &  ( , &  ( # - $ ' .) &/' Svona mun hin friðaða Austurstúka vera þegar búið verður að gera breytingarnar á Highbury. Séð yfir Highbury-lystigarðinn úr suðurstúkunni, þar sem klukkan er – fyrir framan má sjá austurstúkuna, sem er friðuð. Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson Lögreglumenn á hestum – tilbúnir ef eitthvað kemur upp á. Á kortinu má sjá Highbury til hægri, en rauða örin bendir á Ashburton Grove. sos@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.